Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.3.2013 | 13:38
Þjóðin öskrar á lýðræði og heiðarleika en fær í staðinn svívirðingar frá Alþingismönnum
![]() |
Leggja fram málamiðlun um auðlindaákvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2013 | 10:51
KASTAÐU KVÓTAHIRÐINNI ÚT OG MÁLIÐ ER LEYST
Sjálfstæðisflokkurinn er í þvílíkri kreppu með kvótapúkann á loft bitanum. Fólk er loksins að átta sig á að hér verður ekki rekið velferðarþjóðfélag eins og við eigum skilið með arðinn af auðlindinni EINOKAÐAN í höndum fárra.
Forysta flokksins verður núna með völdin í flokknum í höndum sér að kasta af sér þeim hlekkjum sem flokkurinn er í og frelsa sjálf sig og stefnu flokksins út þessu EINOKUNAR kjaftæði. Gömlu gildi flokksins eru alltof verðmæt þessari þjóð til að vera múruð niður undir alvaldi Þorsteins Má.
Nýja stjórnarskráin er í góðum takt við hugmyndir okkar Sjálfstæðismanna sem ekki höngum í skotti kvótapúkans og yrði formaður flokksins maður að meiri í næstu kosningum ef hann styddi kvótafrumvarpið og boðaði að næstu kosningar yrðu aðeins til 45 daga þá yrðu aðrar kosningar undir merkjum NÝRRAR STJÓRNARSKRÁR ÍSLENSKA LÝÐRÆÐISINS.
![]() |
Brú byggð yfir á næsta kjörtímabil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2013 | 10:30
Svikin sem falin eru í nýja kvótafrumvarpinu.
Nýtt kvótafrumvarp þeirra Steingríms og Björns Vals er búið að eiga langa fæðingu. Það tók strax furðulega stefnu þegar ákvarðanir voru allt í einu komnar í hendur svokallaðar "sáttanefndar" þar sem var einarður kvótamaður í nánast hverju rúmi en enginn fulltrúr eiganda fiskimiðanna þjóðarinnar þar sem viljinn er krystal skýr AFNÁM KVÓTANS.
Frumvarpið leiðir kvótamálið í það versta sem eigandinn getur hugsað sér að samþykkja því með tveim liðum í frumvarpinu er auðlindin öll færð í hendur núverandi kvótahafa tll eilífðar.
Í niðurlagi 11 gr frumvarpsins segir.
Ráðherra skal eigi síðar en í Desember 2016 leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum þessum þar sem mælt verði fyrir um ráðstöfun nýtingarleyfa og aflahlutdeilda að liðnum þeim tíma sem ákveðinn er í 1. mgr ( 20 ára )
Eins og sést er þarna notuð orðin nýtingarleyfa og aflahlutdeilda orð sem útgerðin vill að sé notuð. Af hverju? Jú eins og kemur síðan fram í fyrstu athugasemd er verið að skilyrða að eftir 20 ári (Afabörnin) á að skilyrða þjóðina til að viðurkenn að menn eigi nýtingarleyfi og stjórni sé kvóti en ekki t.d. sóknarmark.
Stjórnarliðar sem eru á móti kvótakerfinu en ætla sætta sig við þessi svik sem málamiðun hampa KVÓTAÞINGI frumvarpsins. Þar sem er frá líður gæti orðið um umtalsverða aukningu að ræða á fiski sem hægt er að kaupa á markaði á skip í FLOKKI 2. En þarna er gildra númer 2 stórútgerðirnar mega kaupa í þessum potti ef þær færa eitt skip yfir í FLOKK 2. Og þá kemur fram í niðurlagi 18 gr.
Ráðherra leggur fyrir Alþingi eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti í fyrsta sinn fyrir 1 febrúar 2016 tillögu til þingsályktunar um meðferð og ráðstöfunar aflahlutdeilda í flokki 2 til allt að sex ára.
Þarna geta stórútgerðanna með 20 ára nýtingarrétt á 80 % auðlindarinnar náð sér í rétt til að veiða þær auknu aflaheimildir sem áttu að hluta að renna í KVÓTAÞINGIÐ og á sex ára fresti náð sér í þær heimildir eftir leikreglum markaðarins þar sem þeir eru með forskot á aðrar útgerðir og vinnslur.
Síðan er eitt enn sem sker í augu í þessu sambandi. Það er ekki skyldað að neinn fiskur fari beint á markaðina. Sannarlega hefð átt að skikka allan fisk á markað í það minnsta þann fisk sem fara á i gegnum kvóta þingið.
En eins og sést á þessu þá er hér verið að ganga þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar þar sem stór útgerðin á að fá allan fisk fyrir utan fáránlegt strandveiði kerfi í sínar hendur.
Ef bara væri litið á KVÓTAÞINGIÐ sem átti að vera leið nýliðunnar þá eiga kvótahafar eða tengdir aðilar alls ekki að fá að koma þar nærri nema þeir leggi kvóta sína inní kvótaþingið. Það væri til að mynda leið til fyrningar að láta alltaf meira og meira renna í kvótaþingið og þrengja að útgerðunum þar til þeir stæðu frammi fyrir því að velja kvótaþing eða "eigin" kvóta sem smám saman myndi minnka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2013 | 21:14
Væri flott skip í sóknarmarki
Meiri barlómurinn alltaf. Mæra helvítis kvótakerfið sem á að vera svo flott og gott og einstaklega hagkvæmt.
Ég myndi leika mér að veiða hagnað á þennan bát á sóknarmarki við núverandi aðstæður og þá tækni sem þetta fullkomnasta fiskveiðiskip veraldar býr yfir.
![]() |
Óvíst um komu Skálabergs RE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2013 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er aumkunarvert að vera Íslendingur og horfa uppá þingið lítilsvirða vilja meirihluta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ekkert að segja að þetta hafi ekki verið meirihluta niðurstaða. Þeir sem ekki fara á kjörstað hafa tekið þá pólitísku afstöðu að styðja við (vera ekki á móti) meirihluta niðurstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslan var lögleg lýðræðisleg leið til að gefa okkur þjóðinni tækifæri og tala beint við sendla okkar á þingi.
Við verðum að vera menn til að rétta þingið af og stoppa svona spillingu og hræsni.
![]() |
Fundur um stjórnarskrármálið hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hver samdi frumvarpið um stjórnun fiskveiða?
Það er alveg augljóst þegar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða ber hag þjóðarinnar ekki fyrir brjósti. Þana inni eru ákvæði sem í stað fyrningar kvóta, framlengir núverandi fyrirkomulag kvótavitleysuna ekki um 20 ár heldur til eilífðar sjá niðurlag 11 tu greinar. Þar sem segir
í desember 2016 leggja fram á Alþingi frumvarpi til laga um breytingar á lögum þessum þar sem mælt verði fyrir um ráðstöfun nýtingarleyfa og aflahlutdeilda að liðnum þeim tíma (20 árum) sem ákveðinn er í 1 málsgrein.
Í fyrstu grein athugasemda 1.1. er farið með hreinar lygar og sögufals. Eftir að vera búnir að fjalla um Sóknarmarkið segir "Árið 1983 þótti ljóst að þetta dagakerfi (skrapdagakerfið) hefði ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt". Þetta er hrein lygi og var enginn að kvarta yfir að markmið hefðu ekki nást heldur kom fjölgun skipa í veg fyrir að hægt væri að fjölga sóknardögum í þorski.
Síðan er lyginni haldið áfram: "Eftir víðtækt samráð milli sjávarútvegsráðuneytisins og hagsmunaaðila í sjávarútvegi var lagt til við Alþingi að tekin yrði upp kvótastjórn við stýringu botnfiskveða". Þetta er hreint og beint lygi frá upphafi til enda. Í fyrstalagi vissi enginn um þetta kvótabrall Halldórs og frystihúseigenda á Norðurlandi fyrr en í Nóvember 1983. Á tveim mánuðum var rosa slagur milli hagsmunaaðila og Halldórs og inni á þinginu þrátt fyrir að hafa forsætisráðuneytið fékkst kvótinn eingöngu samþykktur til reynslu í eitt ár.
http://olafurjonsson.blog.is/tn/s90/users/be/olafurjonsson/img/kvot.jpg
Þetta var nú sáttin eftir eitt ár í kvótakerfinu.
Sannleikurinn er sá að fámenn klíka útgerðamanna sem ekki gátu sætt sig við að sitja við sama borð og aðrir rottuðu sig með Halldóri Ásgrímssyni og úr varð þessi GLÆPUR sem stór skemmt hefur íslenskt þjóðfélag og komið í veg fyrir að hér sé hringrás arðsins af auðlindinni til að styrkja við einstakling, atvinnulífið og ríkissjóð. Án arðsins af auðlindinni verður hér seint sú velmegun sem landsins gæði bjóða uppá.
Síld og þorskur liggur sjálfdauður í fjörum á meðan fólk berst í bökkum! Hversu lengi á að halda áfram þessari endaleysu með kvótakerfið. Ekki hefur mátt auka við þorskveiði í yfir 20 ár vegna þess að ekki má trufla verð myndun á KVÓTANUM.
Skýringar Hafró koma frá (útgerða) stjórn stofnunarinnar "þessi fiskur er ekki til".
Kvótastýring verður aldrei marktæk við veiðar þar sem það er alvitað að ekki er hægt að segja fyrir um fiskgengd og allra síst með árs fyrirvara.
Hættum að láta kvótahirðina eyðileggja afkomu okkar AFNEMUM KVÓTANN OG TÖKUM UPP SÓKNARMARK. Munið að það er ekkert sem skeður við að afnema kvótakerfið en að afli mun aukast og arður að auðlindinni stór aukast. Með aðkomu fleiri að veiðum og vinnslu eykst flæði fjár um allt þjóðfélagið til hagsbóta fyrir einstaklinga, lífeyrissjóði, fyrirtæk og ríkissjóð. ÞETTA ER STÆRSTA HAGSMUNA MÁL ÞESSARAR ÞJÓÐAR.
![]() |
Fullt af sjóreknum golþorskum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.3.2013 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kannski er von að fyrrum forystu menn flokkanna sem lifðu fyrir kvótakerfið fari að segja sannleikann um eyðilegginuna sem hlýst af kvótakerfinu. Menn eins og Þorsteinn eiga að vera hultir fy afkomu ofbeldinu til að geta komið þjóðinni til hjálpar þegar stefnir í lögleiðingu EINOKUNNAR á sjávarauðlindinni.
EINOKUN er alltaf af hinu slæma hvar sem henni er beitt sem hagstjórn
![]() |
Verðbólguskriða hófst í ráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2013 | 14:21
HREINT VALDARÁN FER FRAM Á ALÞINGI
Það er komið í ljós að á Alþingi gengur ekki erinda fólksins í landinu. Kvótahirðin er búin að ná tangarhald á meirihluta þingmanna í þeim tilgangi að tryggja sér ævarandi nýtingarrétt á fiskimiðunum.
Að koma nýju stjórnarskránni fyrir kattarnef (það er ekkert sem heitir frestun) er partur í plotti stórútgerðanna og síðan verður stór hættulegt kvótafrumvarp samþykkt þrátt fyrir látbragðsleik í kringum það til að villa mönnum sýn.
Þeir sem leggja á sig að lesa kvótafrumvarpið sjá að í niðurlagi 11 gR. er gert ráð fyrir að sett verði í lög að kerfið verði óbreytt eftir þau 20 ár sem EINOKUNIN á að gilda.
Tökum vel eftir öllum þeim sem styðja þetta ferli því hér eru sögulegir atburðir að eiga sér stað. Alþingi í stríði gegn sinni eigin þjóð til að festa í sessi spillingu og einokun sérhagsmuna.
![]() |
Sammála um stjórnarskrármálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2013 | 11:50
Kvótan úr höndum þingsins. Fjórflokkurinn óhæfur
Þjóðin verður að fylgjast vel með þessu kvótafrumvarpi sem má alls ekki fara í lög. Sennilega eru menn að spila hér einhvern blekkingarleik því að þetta frumvarp ætti samkvæmt öllum kokkabókum alls ekki að hljóta stuðnings meirihluta þingsins en samt er það borið fram.
Fólk verður að skilja að AFNÁM KVÓTAKERFISINS er lang-stærsta hagmuna mál almennings. Með EINOKUN á fiskveiðunum getum við ekki komist út úr lánavandræðum, við getum ekki hækkað launin eða rekið heilsugæsluna. Þjóðfélagið er ónýtt þegar við njótum ekki arðsins af auðlindinni eins og núna er að sýna sig. Bankarnir og útgeriðn fá óðagróða á meðan fólkið missir eigur sínar.
Eina leiðin til að koma hér réttlæti í veiðum og vinnslu er að þjóðin fólkið í landinu komi á heilbrigðu fiskveiðistjórnkerfi þar sem allir sitja við sama borð og allur fiskur fari á markað.
![]() |
Skrípaleikur frá upphafi til enda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)