Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fáránleiki kvótakerfisins speglast einna best í þessu náttúruslysi.

Leyfilegt aflamark af síld upp veiddur en margfalt meiri síld í firðinum. Skipstjórar síldarskipanna sjá þetta mikla magn af síld á tækjabúnaðnum um borð og út um glugganna. Gísli skipstjóri og eigandi af Bjarna Ólafssyni reynir af veikum mætti að benda á þetta í fjölmiðlum og spyr hvort ekki sé ráð að endurmeta úthlutunina og auka við kvótann en enginn hlustar. Hafró og ráðherrann gera ekkert.

 Það er alltaf verið að tala um að menn sýni ábyrgð. Hvar hafa þessir aðilar sýnt eða viðurkennt ábyrgðina sem þeir báru í þessu máli?

Kvótastýring við fiskveiðar gengur ekki upp. Það hefur aldrei og mun ekki í náinni framtíð vera hægt að segja til um fiskgengd. Þetta er skaðlegt fyrir veiðarnar og fyrir þjóðina sem eins og í þessu tilfelli tapar milljörðum í útflutnings verðmæti og fólk missir af vinnu við þennan fisk sem ekki var veiddur. Þetta sí endurtekur sig núna kvarta sjómenn út af ýsu sem ekki er til en hengir sig á krókana hvar sem borið er niður svo það er til vandræða. Þorskur er um allan sjó en má ekki veiða.

Hvenær verða stjórnmálamenn við vilja þjóðarinnar og slíta sig úr viðjum kvótahirðarinnar og afnema þetta andskotans kerfi og gefa þjóðinni aftur frelsið til að sitja allir við sama borð og veiða fisk sem fer allur á markað eins og vera ber í nútíma samfélagi?  


mbl.is Að mestu búið að hreinsa fjörðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið á öfugu róli eins og venjulega.

Þetta er góð lýsing á því sem búið er að vera vandræði allan tíman síðan kvótakerfið var sett á. Úthlutun aflaheimilda eru aldrei í takt við fiskgengd. Þjóðin er búin að tapa milljörðum í aflaverðmæti vegna þessa kerfis sem vinnur á móti þjóðarhag. 

Allt er þetta gert til að "eigendur" kvótans (kvótahirðin) geti notað eign þjóðarinnar sem verslunarvöru í bankaviðskiptum. Til að byggja upp í sjávarútvegi? Nei til að moka undir rassgatið á sjálfum sér og sínum.  

Einu sinni í svona ástandi þegar þorskur var um allt spurði ég "Stjórnarformann" hafró hvort ekki mætti auka við þorsk kvótann fiskur væri um allt? "nei" var svarið " þeir eru ennþá að deyja" Átti þessi maður sem einnig var forstjóri eins stærsta útgerðafélags landsins og átti þar við minni kvóta eigendur sem verið var að svelta til að láta frá sér þorsk kvótanna.

Þetta var ógeðslegt að heyra en þetta var staðreyndin og er sama í dag það eru ekki neinir mann vinir sem standa vörð um múra einokunar í útgerðinni í dag.

 


mbl.is „Þorskurinn til vandræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er öll hagræðingin í kvótakerfinu eftir allar lántökurnar???

Það er hryggilegt að horfa á afleiðingar kvótakerfisins þar sem ekkert liggur eftir fyrir veiðar og vinnslu eftir eitt mesta góðæri til veiða og markaða um langt árabil. 

Þetta arfa vitlausa fiskveiðistjórnkerfi sem haldið er gangandi eingöngu til að kvótahirðin geti velt sér uppúr ódýrum peningum í bönkum á meðan flotinn og veiðin drabbast niður.

Það yrði vítamínsprauta fyrir íslenskt atvinnulíf í dag ef þessi endaleysa yrði loksins afnumin og hér tekið upp besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi SÓKNARMARK með allan fisk á markað. Það myndi auka afla og gefa fólki aðgang að auðlindinni til að framleiða á hina ýmsu markaði sem sannarlega mun hækka verð eftir eyðileggingu EINOKUNARINNAR.

Flæði fjár út í háræðar þjóðfélagsins mun hleypa lífi í innlend fyrirtæki sem framleiða fyrir innlendan markað og laun munu hækka. Síðast en ekki síst myndi ríkissjóður aftur geta haldið uppi þjónustu eins og var hér fyrir tíma kvótakerfisins sem allt er að drepa á þessu landi.   


mbl.is Flotinn eldist og stækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skulu standast ákvæði nýju stjórnarskrárinnar

Ekki vissi maður hvað var í gangi þegar lög áttu að standast "kristileg gildi". Verður fróðlegt að heyra hvaðan þessi endaleysa kom.

En að það er gott að Sjálfstæðismenn sáu að sér og breyttu þessu í að "lög skulu standast ákvæði nýju stjórnarskrárinnar".  


mbl.is Tillaga um kristin gildi felld út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múrar Sjálfstæðisflokksins um EINOKUN kvótans hækkaðir og styrktir

Peningar þjóðarinnar auðævin okkar er fiskurinn í sjónum og við skulum gleyma öllum vörnum um heimilin og eðlilegum rekstri velferðarkerfisins á meðan útgerðin heldur EINOKUN kvótans. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins gaf skít í vilja þjóðarinnar  í auðlindamálum þegar hann lýsir óbreyttir stefnu í kvótamálinu. Kjósendur verða að fá svör hjá þeim sem þeir ljá atkvæði sitt. Þeir sem stand vörð um kvótann gefa skít í þjóðina og framtíðar velmegun Íslands og tækifæri komandi kynslóða. 

EINOKUNIN kvótans hefur gert það að verkum að fjármagn er nú bundið inní þeim fyrirtækjum sem á halda og bönkum sem þau versla við. Hringrás arðsins um þjóðfélagið hefur minnkað og dregið þar með út hagvexti fólksins og minni fyrirtækja og þar með ríkisins. 

Þess vegna er furðulegt að atvinnurekendur í óskildum greinum skuli beygja sig undir járn hnefa útgerðar elítunnar sem náð hefur undirtökum í Sjálfstæðisflokknum vitandi vits að EINOKUN kvótans stór skaðar starfsemi þeirra og afkomu möguleika afkomenda þeirra. 


83% þjóðarinnar vill afnema EINOKUN í sjávarútvegi þarf enga sérfræðinga til að segja okkur það.

Kvótakerfið er handónýtt kerfi til að stjórna fiskveiðum. Aldrei hefur verið hægt að segja fyrir um fiskgengd við Ísland eins og eyðilegging kvótakerfisins hefur sýnt okkur. 

Eina ástæðan fyrir áframhaldandi kvótakerfi er græðgin. Menn eru blindir á skaðann sem það veldur þjóðinni ár eftir ár að ná aldrei að hámarka afrakstur greinarinnar. Núna geta menn ekki rennt fyrir þorsk fyrir ýsugengd á sama tíma og sjálfdauð síld flýtur á land þrátt fyrir að fiskifræðingum væri bent á gífurlegt magn af síld á Breiðafirði.

Græðgin gengur út á að hafa EINOKUN á veiðileyfunum og geta ráðstafað þeim að vild og afkomendurnir geti veðsett og leigt sjómönnum aðgang að auðlindinni. Hér er að verða til hirð fólks sem telur sig ekki part af íslensku þjóðfélagi og kærir síg kollót um skaðan sem þessi EINOKUN veldur efnahagskerfi landsins. Samanber hrunið. 


mbl.is „Það yrði algjör hrákasmíð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakalaust kjaftæði forystumanna FFSI.

Það er hrikalegt að heyra dindla Þorstein Má ganga erinda hans í hagsmuna félagi skipstjórnarmanna. Þeir vita uppá sig skömmina að sitja á röngum forsendum eftir að hafa með bolabrögðum eyðilagt mótframboð.

Árni er kannski svo heimskur eða hjartalaus að skilja ekki hvílíkt rakalaust kjaftæði það er að þetta illræmda kvótakerfi sé hagkvæmt fyrir sjómenn. Svona maður á að vita sinn vitjunartíma og taka pokann sinn hvílík eyðilegging sem hefur orðið á kjörum mannsins sem situr á röngum forsendum og lætur illt af sér leiða.

Helda að þessir menn ættu að skýra út fyrir umbjóðendum sínum hvers vegna þeir eru í miðju gengis góðæri að borga KOSTNAÐARHLUTDEILD?

Ég gæti ælt.  


mbl.is Ríkisafskipti til bölvunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyðilegging kvótans _ _ _ frelsi einstaklingsins hundsað

Mikil eyðilegging kvótans er búin að vera frá upphafi og ekki skrítið að margir útgerðarmenn trúðu því ekki að þessari endaleysu yrði haldið áfram og tóku þess vegna ekki þátt í að sölsa til sín kvóta. En þeir, ekki frekar en þjóðin, skildu ekki hvernig svikamyllu banka og nokkurra útgerða var háttað.

Hvernig lánuð voru út á væntanleg veð í kvótunum lán sem stóðu jafnvel seljandanum ekki til boða. ÚA-hneykslið til dæmis. Skaðinn varð strax ljós þegar þær útgerðir sem staðið höfðu fyrir kvótabreytingunni byrjuðu að sanka að sér allt of miklum þorskkvótum „að sunnan" og notuðu þá til að liggja í smáfiski í nýopnuðum hólfum fyrir Norðurlandi allan veturinn. Það tók tvö ár að eyðileggja friðunina sem átti sér stað í Sóknarmarkinu og fjórum árum seinna, 1990, sást ekki þorskur fyrir Suðurlandi og veiðin á þorski komin í 90.000 tonna sögulegt lágmark.

Þarna var loksins brugðið við og hólfinu lokað og hert á smáfiskadrápi þessara skipa. En því miður í stað þess að afnema kvótakerfið var hert á því með afnámi frjálsra handfæraveiða og sett frjálst framsal. Við þetta fór af stað versta þróun sem hugsast gat fyrir íslenska sjómenn og þjóðina því að þarna hætti áherslan á hámörkun afrakstursins af veiðunum en í staðinn kom hámörkun fárra valinna einstaklinga á fjármögnun frá bönkunum.

Nú var komin ríkisstjórn sem var til í að dansa hættulegan línudans í þeim eina tilgangi að hygla mönnum í útgerð með „leyfi" til að nota aflaheimildir „eign þjóðarinnar" sem eiginfé í viðskiptum við bankana. Þessi viðskipti stjórnuðu nú á þessum tíma öllu varðandi úthlutanir aflaheimilda sem ekki máttu verða meiri en svo að „viðunandi" skortur væri á aflaheimildum svo verð á „öllum" kvóta væri hátt og stöðugt.

1998 til 2007 Nú fór í gang hálfgerð skálmöld þar sem hreint og klárt var verið að reyna að fækka mönnum í útgerð. Þetta gekk svo langt að jafnvel gjaldfelldu bankar lán smærri útgerða til að þvinga þær til að láta þorskkvóta af hendi. Þetta hafði gífurleg áhrif á litlar útgerðir þar sem menn áttu litla þorskkvóta sem þeir notuðu til að fiska aukategundir.

Þöggun En hvernig gátu svona alvarlegir atburðir átt sér stað? Fyrir utan að æðstu stjórnendur landsins stóðu vörð um þetta ferli og hvöttu til þess þá var í gangi þöggun þar sem ráðist var á alla þá í sjávarútvegi sem voguðu sér að segja sannleikann um það sem átti sér stað og bentu á dæmin þar sem miður fóru. Þarna voru sannarlega unnin mannréttindabrot á fólki og fjölskyldum sem við skulum vona að verði rannsökuð fyrr en seinna og tekin til dóms.

Veiðar hafa alltaf verið sveiflukenndar á Íslandsmiðum, sem ætti að vera nóg ástæða til að menn skilji að kvótastýring er með öllu gagnslaus til að ná því markmiði að hámarka afrakstur greinarinnar. Ætla má að á síðustu 20 árum höfum við vanmetið veiðigetu þorskstofnsins fimm sinnum og mikið af fiski synt hjá garði og ekki nýst þjóðinni í útflutningsverðmæti eingöngu til að tryggja hátt og stöðugt verð á kvótanum í viðskiptum útgerða og banka. Að sjálfsögðu er þetta búið að skaða þjóðarbúið verulega og er skaðinn enn að birtast okkur núna í lítilli markaðshlutdeild sem gerir okkur erfitt fyrir í markaðsstríði við Norðmenn og Rússa nú þegar þeir eru búnir að átta sig á vitleysunni sem felst í því að reyna að „geyma" óveiddan fisk í sjó.

Fullvaxinn fisk á að veiða hvar sem í hann næst því þú tekur ekki fisk á morgun sem þú getur veitt í dag. Þetta er staðreynd sem allir reyndir skipstjórar þekkja vel. Gegn þjóðarvilja Nú er svo komið fyrir okkur að við horfum upp á nokkra útgerðaraðila ætla sér eignaraðild að nýtingarrétti fiskimiðanna í trássi við fiskveiðistjórnunarlögin og gegn skýlausum vilja þjóðarinnar. Það verður að segjast að við erum vitni að frekju og óbilgirni af hálfu sumra þessara manna og lygaáróðurinn sem þeir beita segir okkur að græðgin virðist ekki eiga sér nein takmörk hjá þessu fólki sem búið er að þvinga öll hagsmunasamtök og félög innan sjávarútvegs til að standa alfarið að baki þeim í baráttu þeirra fyrir þessari ólöglegu eignaraðild.

Síðan, því miður, sjáum við alla fjóra gömlu stjórnmálaflokka landsins standa vörð um þetta kerfi og eru þeir til í að fara gegn þjóðinni þrátt fyrir að þjóðin hafi talað skýrt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eins og kom fram í fyrri grein minni (http://olafurjonsson.blog.is/admin/blog/?entry_id=1282794) gekk Sóknarmarkið mjög vel og var sátt um það. Þetta kerfi er hægt að taka upp með engum fyrirvara og bæta við það skilyrði um að allur fiskur verði seldur á mörkuðum. Með þessu fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar komum við í veg fyrir óréttlæti, brottkast og löndun framhjá vigt. Við eyðum einokun að veiðum og vinnslu um leið og við hámörkum afrakstur miðanna.

Okkur, sem trúum á frelsi einstaklingsins, á ekki dyljast að þetta yrði vítamínsprauta í íslenskt atvinnulíf sem mun skapa hringrás fjármagns sem síðan gagnast fyrirtækjum á innlendum markaði og í ríkisjóði. Hagur fólksins og fyrirtækjanna á að ganga fyrir græðgi fárra, það heitir lýðræði. Eyðum hagsmunagæslu fjórflokksins, kjósum nýju framboðin, kjósum DÖGUN.


Lýðræðisvaktin - réttlætið og kvótinn

Sigríður Ólafsdóttir og Örn Bárður voru í Í bítið þar sem þau sátu fyrir svörum varðandi stefnu Lýðræðisvaktarinnar.

Svo virðist sem kvótamálið sé eitthvað að standa í Lýðræðisvaktinni. Vona að þetta góða fólk sé ekki að detta í Samfylkingarfarið að láta gjaldtöku byrgja sýnina á vandann í kvótakerfinu sem er kvótaúthlutunin sjálf.

Það hefur aldrei og verður aldrei hægt að segja til um fiskgengd með árs fyrir vara eins og nýleg dæmi sanna. Ef stjórnmálamenn ætla að standa við réttlátt þjóðfélag þá verður að afnema með öllu kvótafyrirkomulag og nota sóknarstýringu við veiðarnar.

 Hvorki Færeyingar né Matthías Bjarnason voru asnar.


Handónýtt þjóðfélag án arðsins af fiskveiðum

Það ber allt að sama brunni. 'A dögum Sóknarmagns var reist hér eitt fullkomnasta heilsugæslukerfi heimsins sem er ekki lengur hægt að reka þar sem arður af auðlindinni er haldið með EINOKUN frá þjóðinni. Án þess að peningarnir úr sjávarútvegnum séu í hringrás um efnahagskerfið getum við hvorki rekið velferðar og þar með heilsukerfið né byggt upp aukinn hagvöxt fólksins. 

Þetta á ekki að vera flókið að skilja en samt stefnir fólk á að kjósa flokka sem eru með það á stefnuskrá að halda hér gangandi arfa vitlausu fiskveiði stjórnkerfi sem ekki aðeins mismunar fólki heldur kemur í veg fyrir að hægt sé að hámarka arðinn af greininni. Einhver staðar væri svona ástand kallað hrein heimska. 


mbl.is Nýjar skurðstofur líklega rifnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband