Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skollaleikur skrattans - að eilífu AMEN

Það sem þjóðin hefur þurft að horfa uppá er með eindæmum. Fyrir þinginu hefur legið síðan í 20 okt Stjórnarskrá sem þingið átti að afgreiða fyrir þinglok. 

En vegna þess að á þingi situr fólk sem gengur erinda þeirra sem hér allt vilja eiga verður þjóðin svikin af Alþingi. Önnur eins lágkúra hefur vestrænt lýðræðisríki ekki þurft að þola af eigin Alþingi.

Megi það hyski sem gengur erinda kvótahirðarinnar á Alþing eiga skömm fyrir að eilífu AMEN. 


mbl.is Stjórnlagamálið ekki hugsað til enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar frelsi einstaklingsins víkur fyrir kvótum og sérleyfum er spillingin tekin við.

Einstaklingurinn fæðist, elst upp og velur sér stöðu í lífinu. Hann menntar sig og þjálfar og verður góður í sínu fagi og verður partur af þjóðarheild og efnahagskerfi land síns. Landsins sem gaf honum tækifærið á að mennta sig og skapaði honum rúm til að verða það sem honum stóð hugur til í þjóðfélaginu. Hann þroskast og öðlast stöðu í þjóðfélaginu og borgar til þjóðfélagsins það sem honum ber og nýtur um leið þess að vera hluti af þjóðfélagi og auðlindum þess. 

Þetta er það sem lýðræði og réttlæti gengur út á. Allir eiga að hafa sama tækifæri frá fæðingu og þetta var stefnan til dæmis sjálfstæðismanna fyrir Davíð. 

Höft, leyfisveitingar og kvótar eru eitrið sem einkenndi kommúnismann. Þar á bæ þoldu menn ekki frelsið af því urðu sumir sem voru heppnari, duglegri eða gáfaðri en aðrir betur stæðir en aðrir. Það sem fóðraði kommúnismann voru menn eins og Davíð Oddsson sem breyttu frelsi einstaklingsins í græðgi sem varin var með vopnum kommúnismans einokun og sérleyfum.  

Þetta sést best í kvótakerfinu sem Davíð lofaði Sjálfstæðismönnum árið 1992 að eyða undir fyrirheitinu "moka framsóknar flórinn". En í staðinn fyrir að standa við það fyrir heit eftir stærsta kosningasigur Sjálfstæðisflokksins gekk hann í eina sæng með Halldóri Ásgrímssyni og úr varð mesta spillingar stjórn allra tíma í Evrópu. Þar sem Íslandi var breytt í nýlendu græðginnar.

Frelsi sjómanna (sem eru líka einstaklingar og eiga að hafa rétt á við aðra þegna) var fótum troðið og þeirra atvinna einkavinavædd. Með því að gefa út EINOKUN á veiðiheimildinni urðu allir starfandi sjómenn á landinu í einni svipan leiguliðar í eigin atvinnugrein. Þetta var og er hreinn glæpur gegn sjómönnum sem verður að afnema.

Allir sem stuðla að áframhaldi kvótans eru þar með að stuðla að heftun á einstaklings frelsi sjómanna sem hafa í blóðinu þekkingu og dug til að stunda sjómennsku. Mannréttinda dómstóll SÞ hefur sagt sitt álit á þessu óréttlæti sem íslenskir sjómenn hafa mátt þola af íslenskum stjórnvöldum en vanþekking og skilningsleysi virðist vera landlægt á Alþingi og meðal þjóðarinnar til að þessi kúgaða stétt fái náð rétti sínum. Skömm sé Íslandi.  


Hunskast bara til að klára verk sem þjóðin færir þinginu

Hvaða væll er þetta? Hvað gera menn þegar fiskur er undir? Þeir fara á dekk og ganga frá fiskinum. Hvaða aular halda að þeir komist upp með að hundsa vilja og skýlausan rétt þjóðarinnar til að Stjórnarskráin verði kláru. 

 

Framkoma þeirra sem standa í vegi nýrrar stjórnarskrár er til stór skammar fyrir Alþingi. Að þetta lið skuli skríða eins og rakka fyrir kvótapúkann og hirðina hans gegn þjóðarhagsmunum er ógeðslegt að horfa uppá.  

 PS vissi ekki að orðið kvótapúki væri í PÚKANUM leiðréttingar forriti :-)

 


mbl.is Starfsáætlun þingsins skyndilega breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara í ódýrar eða endurfjármagna ... enga skrípaleiki meira

Hvaða andskotans vitleysa er núna í gang? Er verði að reyna að nota OR til að kaupa húsið sitt tvisvar sinnum. 

Ef húsið er of dýr þá hlýtur að verða að fara í dýrara húnsnæði? 

Ef húsið er það sem OR þarf þá verður að leita tilboða í fjármögnun til langs tíma á innlendum markaði. Eignin í húsinu eykst þá smám saman og þarf ekki að kaupa það aftur.  Allt betra en að taka svona snúning á borgarbúum til að hygla einhverjum fjárfestum. Erum við að fara í 2007 aftur og nýbúnir. Svona má ekki eiga sér stað.  


mbl.is Ástæðulaus ótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágmarks þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu verði 30%

Þjóðaratkvæðagreiðslur og beint lýðræði er það sem koma skal í stjórnmálum þjóðarinnar. Með nýrri tækni og greiðari aðgang að upplýsingum ætti að koma á 2 til 3 dögum á ári sem verða þjóðaratkvæðadagar og verða þar lögð þau mál sem einhverra hluta vegna fara í þjóðaratkvæði.

Krafa 10% þjóðarinnar - vilji flutningsmanna á þingi (kannski minnihluti) - Forseti sér ástæðu til að grípa til málskotsréttar - hvaða þingmenn eiga skilið að fá bónus það tímabil

Nú koma fram tillögur að í stjórnarskrá verði settar hertar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur og talað um yfir 50 % þátttaka eða jafnvel meira. Ég skal fallast á að 30% þátttaka sé lágmark en ekki meira. Ég vill að ég hafi áhrif án þess að ég þurfi að mæta og kjósa. Ég vill að ég geit stutt meirihlutann þar sem ég get hugsanlega verið skoðanalaus á þessu tiltekna máli. "Segjum til dæmis lög um að ekki megi vera að stripplast heima hjá sér". Mér er andskotans sama hvort menn stripplast heima hjá sér af hverju ætti ég að kjósa í því máli. Nei ég sit heima þar sem ég er fylgjandi hverju sem niðurstaðan verður. Það er síðan of seint fyrir mig að vera vitur eftir á.

Við verðum að læra að lifa í beinu lýðræði og taka ábyrgð á skoðunum okkar með atkvæði okkar það er okkar lýðræðislega skylda eins og það er lýðræðisleg skylda þingmanna að fara eftir vilja þjóðarinnar sem fram kemur í skoðana könnunum.


Einu sinni höfðum við frelsi í sjávarútvegi ... núna EINOKUN.

Fyrri grein "Sóknarmark" frjór tími frelsis Kvótakerfið íslenska var sett á á röngum forsendum og af annarlegum hvötum manna sem ekki gátu sætt sig við að sitja við sama borð og aðrir. Fámenn klíka manna á vegum frystihúsa á Norðurlandi gátu ekki sætt sig við þá framþróun sem átti sér stað í sjávarútvegi. Frelsið og markaðsþróunin var þeim ekki að skapi.

Illa gefinn maður úr þeirra pólitísku röðum sat í stól Sjávarútvegsráðherra og voru hæg heimatökin að gera breytingu sem tryggði þessum einokunar sinnum þeirra vilja. Losuðu þá við samkeppnina um fiskinn og tryggðu þeim það hráefni sem þeir höfðu búið húsin til að vinna og losuðu þau við kvöðina að veiða fisk sem þeir kunnu ekki að meðhöndla.

Þessir menn skildu ekki og vildu ekki þá hagræðingu sem var að ryðja sér til rúms á SV-landi þar sem "nýju" fiskmarkaðirnir voru að gera mönnum kleift að sérhæfa hús sín vinnslu á einni eða tveim fisktegundum og láta frá sér aðrar tegundir gegnum markaðina. Þróun sem hugnaðist öllum vel og flýtti fyrir framþróun í vinnslunni.

Í stuttu máli var besta fiskveiðistjórnkerfi veraldar þróuðu í samvinnu við íslenska sjómenn Sóknarmarkinu sem mikil sátt var um hent fyrir róða og upp tekið versta og spilltasta fiskveiðistjórnkerfi sem völ var á Kvótakerfið illræmda sem aldrei hefur verið sátt um í 30 ár.

Fiskveiðistjórn á að stuðla að tvennu. Hámarka afrakstur fiskveiðanna og byggja upp stofnana á sjálfbærann hátt. Báðum þessum markmiðum var náð með Sóknarmarkinu og var þróun hröð í að loka smáfiskasvæðum og uppeldisstöðvum á sama tíma og meðferð á fiski tók stórtækustu framförum sem við höfum séð fyrr og síðar.

Á þessum árum unnust stærstu markaðs sigrar bæði hvað varðar þorsks og karfa sem sýnir hve frjór þessi tími frelsis var í útgerðinni. Ein stór mistök voru gerð á dögum Sóknarmarksins sem annars gekk svo vel það var afnema "óvart" takmark á leyfisveitingu fyrir nýja skuttogara. ("þeir bara plötuðu mig" ST ). Þessi aukning á skipum seinkaði að við gætum fjölgað sóknardögum.

Þetta hafði ekki áhrif á þær útgerðir sem búnar voru að ná tökum á skuttogaravæðingunni og voru í góðum rekstri en aðrir sem voru að byrja frá grunni og þeir sem ekki kunnu voru í erfiðleikum og fóru á hausinn. En fátt er svo með öllu illt. Það komu aðrir í staðinn og tóku yfir skipin og breyttu þeim í glæsileg aflaskip og flottar útgerðir samanber Samherji.

Sátt og mikill sprengikraftur var í Sóknarmarkinu og var það nánast glæpur gegn þjóðinni að afnema þetta kerfi sem gekk svona vel og skilaði svona miklu. 1983 síðasta ár Sóknarmarksins var meiru landað á markaði en nokkru sinni fyrr og eftir stórátök útgerða og sjómanna þar sem sjómenn voru notaðir sem byssufóður útgerðar í baráttu útgerða við ríkið um gengisfellingar var mikill þrýstingur á að allur fiskur færi á markað til að skapa frið.

Því miður misstum við af þessu tækifæri en hurfum inn á myrkur EINOKUNAR og afturhalds þar sem útgerðirnar héldu utan um "sinni fisk" og byrjað var að sölsa kvótana undir fáar stórar útgerðir. Sjómenn misstu sína samningstöðu gagnvart útgerðinni og urðu að éta úr lófa þeirra sem þeim var fengið og má sjá niðurlægingu stéttarinnar í "kostnaðarhlutdeildinni" þar sem allur kostnaður útgerðarinnar er nú tekinn út fyrir skipti þrátt fyrir mesta (gengis) góðæri sem við höfum þekkt. T.e. Þessi kostnaðar hlutdeild var fyrst sett á sem "tímabundið" olíugjald en er nú orðið kolólögleg "kostnaðarhlutdeild" þar sem farið er bakdyramegin að hefðbundnum hlutaskiptum og launin þannig rifin niður með því að láta sjómenn borga útgerðakostnaðinn.


ÓHREINKAÐ ÍSLAND

Við sem munum tímanna tvenna getum ekki komist hjá að sjá að Kvótakerfið og það hyski sem því er fylgjandi hefur ÓHREINKAÐ ÍSLAND með græðgi sinni og yfirgangi.


Feneyjarnefndin slær Sjálfstæðismenn og Framsókn með blautri tusku

Álitsgjöf Feneyjarnefndarinnar er meira umfjöllun en dómur um stjórnarskrána. Þeir sjá forsetaembættið fram sínum bæjardyrum án þess að setja sig inní þjóðarsálina og virðinguna sem borin er fyrir sjálfstæðum forseta án stjórnmála valds. 

Sérstakt er að nefndin skuli áætla að hér verði flokkadrætti í gangi og stjórnarandstaðan viðist hafa gefið í skyn að  Stjórnarskráin verði aldrei að lögum? Þetta er nú ekki gott til afspurnar ef þetta er rétt skilið.


mbl.is „Kjarkurinn er ekki meiri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VILJINN ER ALLT SEM ÞARF

Alþingi er sendill þjóðarinnar og á að sjá til þess að fram kominn vilji þjóðarinnar fari í gegn um þingið. Nú eru komnar athugasemdir Feneyjarnefndarinnar og ekkert annað að gera en að herða á þeim ákvæðum sem þeir nefna. If there is a will there is a way á vel við hér og vona ég að þinginu beri gæfa til að klára þetta nauðsynlega mál.

Að hótast við þjóðina eins og Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa sýnt á þingi og sagt við Feneyjarnefndina er til háborinnar skammar fyrir þessa flokka. Hagsmunagæslan er komin út fyrir allan þjófabálk í röðum þessara manna, Hvers vegna ætlar einhver að kjósa þetta fólk? Það að ætla sér að hundsa vilja þjóðarinnar og hafna Stjóraskránni eftir kosningar til að ganga erinda hagsmunasamtaka hlýtur að nálgast LANDRÁÐ.  


Þetta er eina vitið ef menn eru að stýra veiðum með kvótakerfi

Hafró hefur tekið upp fyrir nokkru að fara svona á móti loðnugöngum og reyna að fá nákvæmari mynd af aflamagni á ferðinni og leiðrétta ráðlagningu í hlutfalli við þá niðurstöðu. Þetta er nauðsynlegt því að aldrei er hægt að sitja við tölvu og segja til um fiskgöngur.

Þetta er líka hægt að gera bæði við síld og makríl og eigum við í sjálfum sér að hætta úthlutunum út í loftið heldur að úthluta þessu jafnóðum á miðunum takandi mið af stærð göngunnar, hrognafyllingu og fitumagni.

Þetta aftur á móti er mjög erfitt að beita við botntrollveiðarnar sem færu miklu betur að vera stjórnað með Sóknarmarki með allan fisk á markað. Botntrollsveiðarnar eru allan ársins hring stundaðar hringinn í kringum landið og erfitt  og kostnaðarsamt að fylgja öllum veiðistofnum og leiðrétta skekkjur í úthlutunum. En ef við til óheilla sitjum áfram uppi með kvótastýringu eins vitlaust og það væri þá verður að viðurkenna veikleika ráðgjafenda í að áætla fyrirfram aflaheimildir á botnfiski og sjá til þess að snöggt sé hægt að bregðast við aukinni eða minnkandi fiskgengd. Saman ber Síldina í Breiðafirði og víðar og núna Ýsuna sem virðist hafa verið óvart delete út úr tölvum þeirra Hafró manna.


mbl.is Loðnukvótinn aukinn um 120.000 tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband