Þetta er eina vitið ef menn eru að stýra veiðum með kvótakerfi

Hafró hefur tekið upp fyrir nokkru að fara svona á móti loðnugöngum og reyna að fá nákvæmari mynd af aflamagni á ferðinni og leiðrétta ráðlagningu í hlutfalli við þá niðurstöðu. Þetta er nauðsynlegt því að aldrei er hægt að sitja við tölvu og segja til um fiskgöngur.

Þetta er líka hægt að gera bæði við síld og makríl og eigum við í sjálfum sér að hætta úthlutunum út í loftið heldur að úthluta þessu jafnóðum á miðunum takandi mið af stærð göngunnar, hrognafyllingu og fitumagni.

Þetta aftur á móti er mjög erfitt að beita við botntrollveiðarnar sem færu miklu betur að vera stjórnað með Sóknarmarki með allan fisk á markað. Botntrollsveiðarnar eru allan ársins hring stundaðar hringinn í kringum landið og erfitt  og kostnaðarsamt að fylgja öllum veiðistofnum og leiðrétta skekkjur í úthlutunum. En ef við til óheilla sitjum áfram uppi með kvótastýringu eins vitlaust og það væri þá verður að viðurkenna veikleika ráðgjafenda í að áætla fyrirfram aflaheimildir á botnfiski og sjá til þess að snöggt sé hægt að bregðast við aukinni eða minnkandi fiskgengd. Saman ber Síldina í Breiðafirði og víðar og núna Ýsuna sem virðist hafa verið óvart delete út úr tölvum þeirra Hafró manna.


mbl.is Loðnukvótinn aukinn um 120.000 tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband