Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Nú liggur álit Feneyjarnefndarinnar fyrir og ekkert annað en á herða á þeim ákvæðum sem þau benda á og keyra frumvarpið í gegn og setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu lögum samkvæmt. Lýðræðið gengur út á að virða vilja meirihluta þjóðar.
Það vekur athygli að eftir að nefndi fundaði eð Sjálfstæðisflokki og Framsókn gerir hún athugasemd við að þessir tveir flokkar segi sig ekki skuldbundna af vilja meirihluta þjóðarinnar og ætla ekki að sætta sig við nýja stjórnarskrá frá þjóðinni.
Hér upplýsa þingmenn þessara tveggja flokka grímulaust að þeir ætla að taka hagsmuni útgerðarinnar fram yfir skýran vilja þjóðarinnar. Þeir hafa lýst því yfir við nefndina að þeir telji sig ekki skuldbundna til að sætta sig við stjórnarskrá fólksins.
Ég spyr hvað segja lögin um LANDRÁÐ?
![]() |
Flókin ákvæði í stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2013 | 06:12
Þá er álitið Fenyjarnefndarinnar komið og ekkert annað en klára málið
Þaðö var gott að fá álit sjárfræðing Feneyjarnefndarinnar og ekkert annað að gera en að lagfæra þær greinar sem þau gera athugasemd við og afgreiða frumvarpið til kosninga. Þjóðin talaði skýrt í Þjóðaratkvæðagreiðslunni svo það er ekki eftir neinu að bíða.
Annað mál er sú blauta tuska sem meðlimir Feneyjarnefndarinnar slengja í andlit Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna sem hóta að ganga gegn vilja´þjóðarinnar til að verja sérhagsmuni sjálftökufólks í útgerðinni.
Tökum eftir því að Meðlimir nefndarinnar funduðu með þingmönnum þessara flokka eins og öðrum og þetta er niðurstaðan. Þessir tveir flokkar ætla ekki og aldrei að sætta sig við lýðræðislega ákveðna stjórnarskrá og hóta að sniðganga lýðræðið og vera tilbúnir í valdarán til að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar sé virtur í þessu mikilvæga ´máli.
![]() |
Mismunandi túlkun á Feneyjaáliti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2013 | 17:22
Hvaða hagkvæmni? Hvaða hagræðingu? Ljúga út í loftið til að ná fylgi.
Framsóknarflokkurinn hefur það eitt á stefnuskrá sinni að komast í stjórn hvað sem það kostar.
Þessi fáránlega yfirlýsing er partur af þessari stefnuskrá.
Lýtum á hagkvæmni kvótakerfisins fyrir þjóðina eiganda auðlindarinnar. Kvótinn hefur þá náttúru að úthluta aflaheimildum fyrirfram og byggja á reynslu liðinna ára en þó aðeins hálfu leiti síðasta árs! Þetta er galin leið þar sem aldrei í manna minnum hefur verið hægt með vissu að segja fyrir um fiskgengd sjá nýleg dæmi Síldina sem ekki var til í Breiðafirði í vetur (núna dauð í Kolgrafarfirði) og ýsugengd sem tálmar þorsk og steinbítsveiðar og má ekki auka veiði á þar sem þessi ýsa er ekki til í skýrslum Hafró. Við eru búin að tapa milljörðum á þessar ónákvæmni sem fellst í kerfinu.
þá er það hagræðingin. EINOKUN er hagræðing Framsóknarflokksins og höfum við séð það í landbúnaðarmálunum. Það er eitt sem Framsóknarmenn gleyma að nefna þegar þeir dásama hagkvæmnina af EINOKUN það er að aðeins nýtur sá er á heldur en fjöldinn tapar. Sama hvort um úthlutun búvöruleyfa eða veiðiréttar er að ræða. Allt sem Framsókn leggur í raun til er komið að Norðan í gegnum Hornafjörð og gengur flokkurinn grímulaust erinda kvóta-hirðarinnar sem vill EINOKA auðlindir hafsins um alla eilífð og koma í veg fyrir að þjóðin njóti ávaxtanna.
Framsóknarmenn vilja bara komast í ríkistjórn til að verja hagsmuni og maka krókinn annað vakir ekki fyrir á þeim bæ og hefur aldrei gert. Spilað er á vinsæl gælu mál með fagurgala eins og alltaf en markmiðið er eins og ég segi aðeins eitt.
![]() |
Hafna sértæku veiðigjaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2013 | 14:16
Biðjum ekki um annan Gútto slag lærum af sögunni.
Hér fer óréttlæti vaxandi og auðlindirnar EINOKAÐAR á sama tíma og menn missa eignir sínar og fátækt eykst í ríkasta landi veraldar (miðað við hausatölu).
Það sem skeði í Gúttó getur skeð á Austurvelli á morgun verði þjóðin svipt réttinum til að koma fram vilja sínum. Stjórnarskráin sem samþykkt var í Þjóðaratkvæðagreiðslu er í uppnámi inná þingi. Ekkert má koma í veg fyrir að hún verði samþykkt til laga og lögð fyrir þjóðina tilbúin í vor.
Biðjum ekki um annan Gúttó slag
![]() |
Hlutu varanlega áverka við Gúttó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2013 | 12:37
Hvað um eignir okkar og EINOKUN auðlindanna. Bara best fyrir bankanna og útgerðina.
Hvernig geta menn sagt svona þegar menn og fjölskyldur eru búnar að missa eigur sínar. Þetta er eins og fyrirfram ákveðin niðurstaða góð fyrir Seðlabankastjórann og ríkistjórnina.
Það sem átti að gera strax eftir hrunið var að bjarga eigunum með því að bankarnir fengu ekki meiri kröfu á íbúðarhúsnæði en sem nam prósentum í eign fyrir hrun.
Og afnema hefði átt kvótakerfið með öllu strax eftir hrun og stór auka veiðar á flestum tegundum ef ekki öllum. Setja hér á sóknarmark með allan fisk á markað og leyfa veiðar 15 nýrra skipa í viðbót við það sem fyrir var. þetta hefði verið sprengja fyrir atvinnulífið hringinn í kringum landið og hér hefði nánast ekkert fundist fyrir hruninu.
Atkvæði fylgir ábyrgð. Fólk verður að gera sér grein fyrir að það skapar sér framtíð með atkvæði sínu við finnum bestu leiðina með því að snúa frá fjórflokknum og leiða heiðarlegt fólk til valda.
![]() |
Fórum bestu leiðina eftir hrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2013 | 10:24
FRAMSÓKNARFLOKKURINN ÞAR GRASSERA RÆTUR SPILLINGAR
Ábyrgð fylgir atkvæðinu. Framsóknarflokkurinn hefur bara eina stefnu og það er að komast í stjórn til að flokkseigendurnir geti aftur byrjað að ota sínum tota.
Hið illræmda kvótakerfi var sett á og framhaldið af framsóknarmönnum til að slá upp einokun á fiskveiðunum og sleppa við að fiskur lenti á markaði.
Án arðsins af kvótakerfinu náum við ekki að koma hér aftur á velferðarkerfi sem þjóðin á rétt á. Allt bull um að hér sé hægt að borga mannsæmandi laun í hlutfalli við það sem tíðkast í nágrannalöndunum er lýðskrum. Það verður að afnema kvótakerfið með öllu það kemur í veg fyrir að hægt sé að hámarka afrakastur auðlindarinnar (ýsan núna og síldin i Kolgrafarfirði) og má fullyrða að við höfum og erum að tapa milljörðum á þessu kerfi fyrir utan að fákeppni er í greininni og menn beittir miklu órétti að fá ekki að stunda sína vinnu.
Þeir sem leggja Framsóknarflokknum atkvæði sitt er að leggja spillingu á sjávarútvegi og fjármálum lið.
![]() |
Eygló: Framsókn fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2013 | 09:31
Handónýtt þjóðfélag með EINOKUN á arði fiskveiðanna
Þjóðfélagið brauðfæðir sig ekki með núverandi fyrirkomulagi við úthlutun aflaheimilda. Það má jú byrja að kenna núverandi ríkistjórn um þetta innan hennar voru og eru öfl sem ganga erinda þeirra hagsmuna aðila sem vilja eigna sér "nýtingarétt" auðlindarinnar til eilífðar.
En vandamálið á sér lengri sögu. Fyrir kvótakerfið byggðum við upp undirstöður þess velferðarkerfis sem við nú búum við. Við rákum það með sóma og borguðum hjúkrunarfólki sambærileg laun við nágranalöndin. Enda stefndum við þá í að verða mesta velferðaríki veraldar við hlið Noregs.
En þá komst Framsóknarflokkurinn til valda og spillingin tók við. Illa gefinn ráðherra gekk erinda sambands frystihúsanna og aflagði besta fiskveiðistjórnkerfi veraldar og tók upp kvótakerfið. Smám saman hefur verið hert á þessu fáránlega kerfi þar til við sitjum uppi með múra EINOKUNAR um kerfið þar sem komið er í veg fyrir að útúr greininni renni hagnaður til þjóðfélagsins.
Þetta er ástæða hrunsins og þetta er ástæða þess að eitt ríkasta þjóð veraldar nær ekki að brjótast út úr fjötrum hrunsins. þetta er ástæða þess að við getum ekki rekið okkar góða velferð og heilbrigðis kerfi. Þetta er það sem atkvæði okkar gengur út á. Við kjósum ekki flokka sem ekki ætla að afnema kvótakerfið því það er lýðskrum að hafna því ástandi sem ríkir hér þegar fiskveiði auðsins nýtur ekki við.
![]() |
Fjórum mannslífum var bjargað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2013 | 12:51
FRESTUN ER EKKI Í BOÐI....HRÆGAMMAR ÚTGERÐARINNAR BÍÐA
Hvað er fólk að fara í kringum Stjórnarskrár málið eins og köttur í kringum heitan graut. Það er ekki í boði að bíða, það er ekki eftir neinu að bíða. Stjórnlagaráð kosið af þjóðinni vann gott verk og skilaði góðri stjórnarskrá. Hún liggur réttilega fyrir þinginu og ætti nú að fá stjórnlagaráð til að fylgja eftir ályktunum þingsins í þessari viku sem er að byrja og frumvarpið fari svo fyrir þingið til samþykktar um mánaðarmótin.
Af hverju er ekki eftir neinu að bíða? Af því að allan tíma þessarar ríkistjórnar er útgerðar elítan og bankarnir búnir að leggja mikla vinnu í að finna leiðir til að útgerðin geti eignast nýtingarréttinn" að auðlindinni. Svikulir þingmenn innan VG eru búnir að ganga erinda þeirra í ríkistjórninni og liggur nú fyrir þinginu svika frumvarp sem gefur útgerðinni fyrsta skrefið í þessa átt það er " 20 ára NÝTINGARÉTTUR".
Guðmundur og Róbert sýndu furulegan viðsnúning í þessu mikilvæga máli þegar var eins og verslun með ráðherrastóla og stjórnarskrá ætti sér stað. Jón Gnarr hefur stjórnað borginni af heiðarleika ætlar hann og Óttar Proppé að líða það að í þeirra raðir séu komir stjórnmálamenn af gamlaskólanum með spillunga í pokahorninu.
Höldum vöku okkar og látum finna fyrir okkur. Á Alþingi eru menn sem hafa fengið það hlutverk að Norðan að hundsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og þar með Lýðræðið. Þetta er í sjálfum sér ekkert annað en bylting þar sem græðgisöflin eru grímulaust að taka völdin í þjóðfélaginu. Hvers vegna ættum við að hjálpa þeim?
![]() |
Ákvörðunin ekki tekin í mínum flokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2013 | 00:04
ÞJÓÐIN SVÍVIRT!
Ef þetta er rétt er klárt að kvislingar kvótapúkans hafa ekki bara undirtök í Sjálfstæðisflokki, VG og Framsókn heldur líka í Samfylkingu og Nýja brandaraflokknum.
Skyldi það ekki vera einsdæmi í heimsögunni ef Stjórnarskrá sem þjóðin sendir Alþingi sé rifin og svikin eins og á að gera með arfavitlausu kvótakerfi sem taka á við af Stjórnarskránni þrátt fyrir að 83% fylgi hafi verið með auðlindaákvæði Nýju Stjórnarskrárinnar.
Ef íslensk þjóð hefur einhvern tíma þurft að verja hendur sínar þá er það núna gegn hyski sem haldið er ótakmarkaðri græðgi fólks sem þjóðin valdi til að fara með auðlindirnar. Fólki sem með svartri sál stendur að tjaldabaki og skyrrist ekki við að fífla þjóðina til að fullnægja eigin valdagræðgi og hroka.
![]() |
Ekki ný stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2013 | 23:46
Þjóðin lagði Stjórnarskrá sína fyrir þingið til að samþykkja
Hvaða hroki er það í Alþingismönnum að berjast gegn Stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja. Hvenær ætla Alþingismenn að skilja að þeir eru sendlar þjóðarinnar sem elur þá. Þjóðin má ekki líða að svikarar sitji á Alþingi Íslendinga og berjist gegn hagsmunum hennar.
Fyrir þinginu liggur líka arfavitlaust kvótafrumvarp sem alls ekki má fara í lög. Verður það niðurstaðan að Stjórnarskráin verði svívirt með því að auðlindaákvæðið sem samþykkt var af 83% þjóðarinnar verði að engu gert með 20 ára kvótasamningum við menn sem farið hafa með ófriði gegn einstaklingum þessa lands.
Verðandi vitni að þeim hamförum gegn þjóðinni að undaförnu vill ég benda á að eftirlit með komandi kosningunum verði hert og tvöfaldað. Hér liggur fiskur undir steini. Hingað til hefur framkoma nokkurra útgerðar manna toppað allt sem viðbjóð má kalla og kosningar vegna kjarasamninga verið falsaðar hvers vegna ekki alþingiskosningar?
![]() |
Vanhæft þing, svo mikið er víst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |