FRESTUN ER EKKI Í BOÐI....HRÆGAMMAR ÚTGERÐARINNAR BÍÐA

Hvað er fólk að fara í kringum Stjórnarskrár málið eins og köttur í kringum heitan graut. Það er ekki í boði að bíða, það er ekki eftir neinu að bíða. Stjórnlagaráð kosið af þjóðinni vann gott verk og skilaði góðri stjórnarskrá. Hún liggur réttilega fyrir þinginu og ætti nú að fá stjórnlagaráð til að fylgja eftir ályktunum þingsins í þessari viku sem er að byrja og frumvarpið fari svo fyrir þingið til samþykktar um mánaðarmótin. 

Af hverju er ekki eftir neinu að bíða? Af því að allan tíma þessarar ríkistjórnar er útgerðar elítan og bankarnir búnir að leggja mikla vinnu í að finna leiðir til að útgerðin geti eignast nýtingarréttinn" að auðlindinni. Svikulir þingmenn innan VG eru búnir að ganga erinda þeirra í ríkistjórninni og liggur nú fyrir þinginu svika frumvarp sem gefur útgerðinni fyrsta skrefið í þessa átt það er " 20 ára NÝTINGARÉTTUR".

Guðmundur og Róbert sýndu furulegan viðsnúning í þessu mikilvæga máli þegar var eins og verslun með ráðherrastóla og stjórnarskrá ætti sér stað. Jón Gnarr hefur stjórnað borginni af heiðarleika ætlar hann og Óttar Proppé að líða það að í þeirra raðir  séu komir stjórnmálamenn af gamlaskólanum með spillunga í pokahorninu.  

Höldum vöku okkar og látum finna fyrir okkur. Á Alþingi eru menn sem hafa fengið það hlutverk að Norðan að hundsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og þar með Lýðræðið. Þetta er í sjálfum sér ekkert annað en bylting þar sem græðgisöflin eru grímulaust að taka völdin í þjóðfélaginu. Hvers vegna ættum við að hjálpa þeim?


mbl.is Ákvörðunin ekki tekin í mínum flokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband