Kvótan úr höndum þingsins. Fjórflokkurinn óhæfur

Þjóðin verður að fylgjast vel með þessu kvótafrumvarpi sem má alls ekki fara í lög. Sennilega eru menn að spila hér einhvern blekkingarleik því að þetta frumvarp ætti samkvæmt öllum kokkabókum alls ekki að hljóta stuðnings meirihluta þingsins en samt er það borið fram. 

 Fólk verður að skilja að AFNÁM KVÓTAKERFISINS  er lang-stærsta hagmuna mál almennings. Með EINOKUN á fiskveiðunum getum við ekki komist út úr lánavandræðum, við getum ekki hækkað launin eða rekið heilsugæsluna. Þjóðfélagið er ónýtt þegar við njótum ekki arðsins af auðlindinni eins og núna er að sýna sig. Bankarnir og útgeriðn fá óðagróða á meðan fólkið missir eigur sínar. 

Eina leiðin til að koma hér réttlæti í veiðum og vinnslu er að þjóðin fólkið í landinu komi á heilbrigðu fiskveiðistjórnkerfi þar sem allir sitja við sama borð og allur fiskur fari á markað. 


mbl.is „Skrípaleikur frá upphafi til enda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Ólafur Örn, eins og þú veist þá hefur stór hluti þjóðarinnar ákveðið að henda út þingmönnum í sumar hvernig svo sem kosningarnar fara. Í raun er þetta áframhald af þeim mómælum sem hafa verið síðan hrun.

Eyjólfur Jónsson, 1.3.2013 kl. 13:11

2 Smámynd: Jónas Bjarnason

Takk fyrir greinina, Ólafur. 

Já, þetta er málið. Þingið hefur fallið á prófinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. okt. er nægur og fullur grundvöllur fyrir kröfunni um að taka verði kvótann af þinginu. Það er ekki hægt að láta kvótamálin vera í höndum bankanna þar til þingið tekur upp um sig buxurnar.

  Stjórnarskrármálið getur ekki hangið í lausu lofti þar til Árni Páll Árnason dettur í hug að taka málið upp á næsta kjöttímabili. Þetta ástand kallar á fund, sem færi fram á "Austurvelli." 

Jónas Bjarnason, 2.3.2013 kl. 14:44

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eyjólfur ég er til og það lengi!

Sigurður Haraldsson, 11.3.2013 kl. 22:52

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Austurvöllur nú allra næstu daga áður en núverandi þing hættir huggnast mér og þá með þúsundir vel grimma mótmælendur á vellinum því við skulum henda þessu liði út!

Sigurður Haraldsson, 11.3.2013 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband