Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Margrét Tryggvadóttir hefur sett nafn sítt á spöld sögunnar sem bjargvættur Stjórnarskrárinnar.

"Tundurskeyta Magga" hefur gert þeim 32 viljugu þingmönnum þann greiða að geta nú notað atkvæði sitt og stuðning við Stjórnarskrá fólksins sem verið er að reyna að drepa.

Hetjan Margrét Tryggvadóttir er komin í hóp þjóðhetja og á ekki að vera nein spurning hvaða nafn verður valið á næsta Varðskip Íslendinga M/S "Margrét Tryggvadóttir".  


mbl.is „Tundurskeyti“ Margrétar breytti stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margét hefur stimplað sig inn sem einn okkar mestu stjórnspekingum og sagan mun minnast hennar sem slíks

Nú er ekkert annað að gera en að klára stjórnarskrár málið. Þjóðin er búin að lýsa skoðun sinni og 32 viljugir þingmenn hafa heitið þjóðinni stuðnings og ganga þar með erinda þjóðarinnar.

Menn eru að biðja um sátt og breiða sátt? Þjóðin er sátt? Vilja menn sátt við Þorstein Má? Sátt við Kvótahirðina? Hvaða andskotans sátt eru menn að tala um. Hér er lýðræði sáttin á að vera við þjóðina ekki einhverja hagsmuna hópa sem komist hafa upp með að svívirða þjóðina trekk í trekk.


mbl.is Stjórnarskrármálið tekið til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnema þarf kvótakerfið og færa auðlindina aftur í hendur sjómanna þá getur mennta elítan skaffað sér úr hnefa

Á sama tíma og búið er að murka niður kjör sjómanna með fyrst stóraukinni kolólöglegri kostnaðarhlutdeild og síðan afnámi sjómanna afsláttarins rís upp þessi banka elíta sem komst á skrið með kvótalánunum og þykir nú orðin ómissandi.

Best er að losa sjómenn út úr þessum kvótaskrípaleik þar sem allir aðrir en þeir leika sér með arðinn af greindinni og færa yfirráð fiskimiðanna aftur í hendur kunnáttumanna og leyfa elítunni að leika sér með matadór peningana sína. 


mbl.is Mikil hækkun launa í fjármálageira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tími fyrir Stjórnarskrána en tími fyrir SVIKA KVÓTAFRUMVARP

Svikin gegn þjóðinni halda áfram á Alþingi. Ekki á að ræða og afgreiða Stjórnarskrá þjóðarinnar en nú er búið að setja á dagskrá kvótafrumvarpið sem gengur út á að færa útgerðinni kvótann ekki til 20 ára heldur til eilífðar eins og kemur fram í niðurlagi 11 gr laganna. 

 Síðan átti að vera í frumvarpinu kvótaþing sem átti að hafa þann tilgang að styðja við nýliðun.  Þetta er lævís tilraun Þorsteins Má að ná undir sig og sína allar nýjar úthlutanir aflaheimilda. Þarna eiga útgerðir að geta skráð skip í flokk 2 og þar með notað forskot sitt í flokk 1 til að ná undir sig aflaheimildum í flokki 2 og til að kóróna þessa endaleysu á að vera hægt að kaupa á kvótaþingi aflaheimildir til allt að 6 ára. Þetta er allt ógeðsleg svik. Þetta er bara skítaplott sem samið er til að þóknast einni græðgis-pöddu í þessu þjóðfélagi.  


Hvenær ætla Sjálfstæðismenn að læra? Davíð-isminn er heimska og ekkert annað.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að hala sig uppúr haughúsi Framsóknar og hrista af sér spillingu Eimreiðarinnar og henda kvótahirðinni út úr Valhöll. 

 Það getur verið erfitt að vera heiðarlegur en annað hvort er maður eða maður er ekki neitt.

Núna á forysta Sjálfstæðisflokksins að snúa við blaðinu og kasta Davíð-ismanum og óheiðarleikanum, spillingunni og einokuninni og hefja aftur til vegs og virðingar Sjálfstæðisstefnuna. Afneita allri einokun og klíkustarfsemi, innleiða frelsi einstaklingsins til athafna og stétt með stétt.

Með stefnu á afnám arfavitlauss kvótakerfis og Sóknarmark með allan fisk á markað er meirihluti tryggður í kosningunum og ekki verður málið að finna samstafsaðila að þeirri stefnu.  

Fólk verður ekki lengi að sjá  aðeins og Þorsteinn Már fíflar kjósendur Sjálfstæðisflokksins þá fíflar Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokkinn í kvótamálinu. 

 


mbl.is Framsókn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er kominn tími til að afnema kvótakerfið sem byggir á brottkasti fisks og er varið með ofbeldi

Íslensk tæknifyrirtæki hafa lengi verið í fremstu röð í heiminum og stutt við og þróast með íslenskum sjávarútvegi. Því miður skyggir á árangur í íslenskum sjávarútvegi arfavitlaust og óskilvirkt kvótakerfi sem gerir það að verkum að við drögumst aftur úr í markaðsvæðingu og markaðssókn. 

Einokunin á veiðunum er að skaða okkur gífurlega þegar Norðmenn og rússar hafa kastað fyrir róða þessari fáránlegu verndunar stefnu og sækja fram með mikið magn af þorski sitjum við  eftir eins og rjúpa við staur með okkar fábjána stefnu í fiskveiðum og skiptingu aflaheimilda sem fjarlægjast frumherja og nýliðun en veiðileyfin komin í hendur hirðar sem aldrei hefur tekið þátt í veiðunum með beinum hætti á sama tíma og  viljugum höndum með þekkingu er haldið frá veiðunum.

Þessi fábjána háttur á ekkert annað eftir en að eyðileggja fyrir íslenskum sjávarútvegi í framtíðinni ef okkur ber ekki gæfa til að afnema kvótakerfið og taka hér upp besta fiskveiðistjórnkerfi í heiminum Sóknarmark með allan fisk á markað þá myndi íslensk tækni sannarlega nýtast okkur í leið okkar að verða fremstir í veiðum og vinnslu í heiminum.


mbl.is Tæknifyrirtæki taka höndum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

32 tveir þingmenn ætla að styðja við bak þjóðar sinnar í Stjórnarskrármálinu.

Nú þegar liggur fyrir að 32 þingmenn ætla að styðja stjórnarskránna er það siðferðisleg skylda Alþingis að klára ferlið fyrir kosningar. Ekkert annað er ásættanlegt. Það er skýrt í mínum huga að þeir þingmenn sem hundsa vilja þjóðarinnar í þessu máli og fara grímulaust gegn þjóðarviljanum sem kom greinilega fram í þJóðaratkvæðagreiðslunni eru að STYÐJA VIÐ HUGSANLEGT VALDARÁN. Megi þeir hundar heita að ganga erinda gróða punga sem reyðubúnir eru að svívirða sína þjóð. 

Flóknara er það ekki. 


mbl.is Vill ná fram auðlindaákvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fögnum Guðmundi og Róbert í hóp hinna viljugu þingmanna sem ætla ekki að svíkja þjóð sína!

3o þingmenn eru komnir á listann sem lofar að styðja stjórnarskránna. Í hópi þeirra 33 ja sem eftir sitja eru menn sem studdu gerð nýrrar stjórnarskrár. Árni Páll - Lilja Mósesdóttir - Atli Gíslason - Ásmundur Daðason og Jón Bjarnason. Þetta fólk getur bjargað málinu. Það hefur ekkert breyst gagnvart þjóðinni og stjórnarskránni. Þetta hefur ekki lengur neitt með ríkisstjórn að gera þetta hefur með auðlindirnar og beint lýðræði að gera þetta hefur með meirihluta vilja kjósenda að gera.

KVÓTAHIRÐIN fórnar öllu til að koma í veg fyrir NÝTT ÍSLAND

Skilin milli tveggja þjóða sem búa á Íslandi skýrast með hverjum degi. 

Í kringum kvótahirðina, eimreiðar- og sambandklíkuna er að myndast gjá sem sannarlega sker þetta fólk frá almenningi. Þetta fólk hefur með spillingu og sjálftöku fjár náð undir sig fyrirtækjum og kvótum svo þessi litli hluti þjóðarinnar heldur á stærstum hluta tækifæra í landinu.

En við eigum enn lýðræðið þó á þingi sé verið að reyna að murka það niður. Hreyfingin (Dögun píratar) hafa staðið eins og klettar vörð um lýðræðið á þinginu. Kjósendur verða að skilja að nú verður að leggja pólitíkinni hægri / vinstri  í bili og berjast fyrir Stjórnarskránni sem setja mun ramma um völd meiri hlutans gegn fjöldanum. Stjórnarskráin færir okkur afnám kvótans og beint lýðræði. Atkvæði okkar verður að tryggja okkur og afkomendum okkar þessi sjálfsögðu réttindi.  


mbl.is „Hvar er allt fólkið sem mætti og kaus?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök Atvinnulífsins enn í járngreipum LÍÚ.

Þjóðin verður núna að koma stjórnarskránni nýju í lög. Hér er með skipulögðum hætti búið að ríða valdanet til að tryggja völd LÍÚ út um allt atvinnulífið.

Hér er  um hreint valdarán að ræða og ekkert annað. .Það sem fram fer á þinginu sannar að Alþingi gengur ekki lengur í takt við þjóðarviljann heldur eru þingmenn orðnir þjónar kvótahirðarinnar og ganga erinda þessara manna sem sannarlega eru haldnir óðagræðgi

 


mbl.is Björgólfur kosinn formaður SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband