Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

AFNÁM KVÓTANKERFISINS, AUKINN AFLI OG GREITT FLÆÐI FJÁR UM ALLT LANDIÐ

Haldið er áfram að fara í kringum stærsta vandamál íslensk atvinnulífs þótt EINOKUN Á KVÓTANUM SÉ AÐ KEYRA ÞJÓÐINA Í KAF. 

Við höfum séð kreppur áður en aldrei hefur þjóðin ekki átt möguleika á að ná sér upp á innan við 4 árum eins og núna sem kemur til af því að við búum við MÚRA EINOKUNNUNAR UM SJÁVARAUÐLINDINA.

Skaðinn af annars vegar EINOKUN og hins vegar KVÓTAKERFI er tví þætt.

Kvótakerfið kemur í veg fyrir að við höfum og getum í framtíðinni HÁMARKAÐ AFRAKSTUR af greininni. Aldrei hefur verið hægt með árs fyrirvara að segja til um fiskgengd og allra síst með árs fyrirvara. Þetta hefur verið að birtast okkur með skýrum hætti undan farið (síldin í Kolgrafarfirði, mikil ýsugengd þegar kvóti af minnkaður á ýsunni og þorskur að fljóta á land). Síðustu 20 ár er þjóðin búin að verða af milljörðum í útflutnings tekjum á hverju ári og nú er komið í ljós það sem verra er að við höfum tapað markaðshlutdeild okkar. Þessi vandamál verða ekki leyst nema með afnámi kvótans.

EINOKUNIN og flæði fjár um æðar þjóðfélagsins. Við skiljum ekki neitt í neinu að þrátt fyrir óða gróða útgerðar varin bak við múra einokunar gengur ekki að rétta við laun fólksins, rétta við hag fyrirtækja og rétta við hag ríkissjóðs. Hvers vegna er þetta? Jú samþjöppun og skuldsetning aflaheimilda gerir það að verkum að gróðinn af góðri stöðu  á mörkuðum og lágu gengi krónunnar rennur beint inní bankanna til að borga upp fyrirfram greiddan arð til útgerðanna. Lánin sem ullu BÓLUNNI.

Bæði þessi vandamál er hægt að leysa fljótt og vel. Afnám kvótakerfisins og allur fiskur settur á markað myndi færa okkur stór aukinn afla í því árferði eins og búið er að vera núna og tekjur í greininni flæði óhindrað um hendur fólksins, fyrirtækja og ríkis með eðlilegum hætti. Allur fiskur á markað myndi færa þeim fiskinn sem kynnu að vinna og selja.  Laun myndu hækka innan frá í þjóðfélaginu. Þeir sem skapa og þjóna myndu hækka í launum fyrst og síðan með réttlátum hætti "upp" stigann. Enginn verðmæta sköpun eða þjónusta lægri laun. 


mbl.is Lækkun skulda næst ekki án hagvaxtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur verður af "ódýrum" aurum api

Er ekki eitthvað að þegar menn valsa um með svo mikla peninga að þeir geti verið að splæsa á sig 2,8 milljón króna úri? 

Ef hér er maður sem stritað hefur allt sitt líf í álveri eða á sjó og sambærilegum störfum til að safna fyrir þessu kemur mér þetta ekki við en ef hér eru kvótapeningar eða afskriftarlán frá einum bankanna finnst mér að það eigi að upplýsa hvaðan svona út um gluggann peningar koma.  

Munum við ekki eftir fólki sem keypti flott einbýlishús á "góðum stað" reif þau til að byggja nýtt hús? Það voru kvótapeningar eða stolið fé. 


mbl.is Tekinn með 2,8 milljóna króna úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar hetjurnar tala eigum við hin að hlusta.

Guðmundur Kjærnested var fremstur meðal jafningja í gegnum þorskastríðin. Hann var í því hlutverki að þurfa að leggja líf og limi í hættu í stríði við ofurefli til að tryggja rétt okkar yfir auðlindunum. Rétt sem nú er búið að tapa í stríðinu við græðgina. Þetta skrifar Guðmundur. Vonandi lesa formennirnir þetta áður en þeir taka ákvörðun um framhald endaleysunnar.

Ég hélt satt að segja að með því að berjast fyrir því að fá yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu væri vandinn leystur. En það er nú eitthvað annað, mér sýnist vandinn hafa aukist", segir Guðmundur Kjærnested, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni. „Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar", segir Guðmundur og vísar til þess að hann sé síður en svo sáttur við núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Hann telur að kerfið hafi orðið til þess að aflaheimildirnar hafi færst á hendur nokkurra útgerða og litlu sjávarplássin standi eftir meira og minna kvótalaus. „Mér sýnist að það hljóti að vera eitthvað mikið að. Aflaheimildirnar hafa verið að minnka undanfarin ár. Með fullri virðingu fyrir fiskifræðingunum okkar, sem ég átti ágætt samstarf við í mörg ár, þá eru þeir ennþá að notast við bók Bjarna Sæmundssonar, sem var eini fiskifræðingur landsins þegar hann skrifaði bókina, og hafa sáralitlu við hana bætt", segir Guðmundur.

„Ein af meginástæðunum fyrir því að við Íslendingar færðum landhelgina út í 200 mílur var að menn vildu forðast svokallaða ryksugutogara á miðunum, sem fóru á milli hafsvæða og þurrkuðu upp heilu fiskigöngurnar", segir Guðmundur. „Við vildum sem sagt losna við þessa togara, en ég spyr: Hvað erum við að gera í dag? Eru ekki allir að kaupa frystitogara eða verksmiðjutogara og hætta að koma með aflann til vinnslu í landi? Á þessum skipum er umtalsverðu magni af afskurði og slógi hent fyrir borð. Það ég best veit eru verksmiðjutogarar ekki leyfðir innan 200 mílna við Bandaríkin og það sama hygg ég að sé uppi á teningnum hjá Færeyingum.


mbl.is Fóru saman út úr bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar að sjálfsögðu. Nýta á auðlindir þjóðarinnar af skynsemi og ekki að láta aðrar þjóðir segja okkur fyrir verkum í því.

Gott að þjóðin fái aukna útflutningstekjur og haldi mörkuðum sínum gangandi. Erfiðara að finna markaði en að halda þeim. Vona að veiðarnar gangi vel og þjóðin njóti afraksturs baráttu Kristjáns fyrir þessum rétti þjóðarinnar að hafa stjórn á eigin málum.
mbl.is Hvalveiðar hefjast að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir sterklega á það sem fram fór gegn Formanninum Kortér i kosningar?

Ég get ekki varist þeirri hugsun að þetta ógeðfellda athæfi sem á sér stað í kringum Sigmund Davíð og virðist gagn gert beinast að því að eyðileggja stjórnarsamvinnu kost með Sjálfstæðisflokki.

Staða Bjarna Benediktssonar  yrðið greinilega sterkari í Flokknum ef hann yrði ráðherra í sterkri stjórn hvort sem hann stýrir henni sjálfur eða ekki.

Hverjir eru það sem hafa gefið skít í þjóðarheill ef þeirra óskir eru annars vegar síðastliðin 20 ár? Eimreiðin vill greinilega öllu ráða og þætti mér ekki undarlegt að þeir séu þarna bak við tjöldin nú sem endranær.

Vonandi nær Formaðurinn nógu sterkri stöðu til að geta sópað Framsóknarflórinn og þar með Eimreiðinni út úr Valhöll. 


mbl.is Fordæma árásir á Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krossgötur Stjórnmálaskörungs eða loddar? SDG á völina.

Sigmundur Davíð á völina að verða stjórnmálaskörungur og leiðtogi eða detta í gamla Framsóknarfarið. Davíð Oddsson hafði svipað tækifæri einu sinni og valdi Framsóknarfarið þar sem hann dró allan flokkinn með sér í spillingu og eiginhagsmuna pot og spillingar vörslu. Vonandi hefur Sigmundur Davíð meiri virðingu fyrir sjálfum sér og kjósendum sínum.
mbl.is Ræðir við Bjarna aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir voru á leynifundinum???

Hvað þurfti að fela? Voru huldumenn á fundinum?
mbl.is Leynifundi formanna lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð á völina - gæti orðið mesti stjórnskörungur síðari tíma EF?

Kann ekki að segja hvort það er rétt eða rangt að fá Sigmundi Davíð keflið en eitt er víst að nú hefur formaðurinn stórt tækifæri til að verða stórmenni í íslenskri pólitík tækifæri sem DO svívirti með spillingu og hagsmunapoti.

Brjóti Sigmundur Davíð af sér hlekki afturhalds afla "gömlu" Framsóknar gæti hann orðið okkar besti leiðtogi. Það verður gaman að sjá hvernig hann höndlar völdin og ábyrgðina.

Gangi honum vel.


mbl.is Ætlar að ræða við alla formenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handónýtt þjóðfélag í viðjum KVÓTANS

Það er deginum ljósara að hér verður ekki reist það velferðarþjóðfélag sem við eigum skilið á meðan EINOKUN viðgengst í kringum sjávarútveginn. EINOKUNIN kemur í veg fyrir flæði fjár um þjóðfélagið og að hér geti orðið nauðsynleg hagsæld.

Það er hryggilegt að sjá okkur dragast aftur úr nágrannaþjóðunum þegar við vorum fyrir kvótakerfið á leiða að verða ríkasta þjóð heims við hlið Noregs. Sú er eyðilegging kvótans búin að vera að við erum láglaunaþjóða á skandinavískan mælikvarða.

Nú ert  þú kjósandi góður DÓMARINN. Ætlar þú að festa hérna í sessi láglauna, leiguliða þjóðfélag með atkvæði þínu? Ætlar þú að láta það viðgangast að börnin þín fái eingöngu vinnu við að skeina barnabörnum Kvótahirðarinnar?

Mundu að nýju framboðin eru mönnuð heiðarlegu fólki sem vill breyta þjóðfélaginu eins og þú villt hafa það.  


mbl.is 80% launahækkun jók kaupmátt um 3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINOKUN í sjávarútvegi þrýstir okkur inní ESB

Komist útgerðin upp með áframhaldandi EINOKUN í sjávarútvegi og komi í veg fyrir nýliðun og markaðs væðingu á lönduðum fiski eigum við ekkert erindi utan ESB. Hverju skiptir okkur að eiga í vonlausu stríði við öfga samtök LÍÚ með skæruliðann Þorstein Má í fyrirsvari eða Evrópu útgerðir? Evrópu útgerðir vilja að minnsta kosti koma hér og fara að lögum í samningum við þjóðina þegar útgerðin á Íslandi beitir ofbeldi á þingi og gagnvart einstaklingum til að verja EINOKUNAR aðstöðu sína. 

Ég sé ekki muninn.  


mbl.is Ólík sýn á sjávarútvegsmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband