AFNÁM KVÓTANKERFISINS, AUKINN AFLI OG GREITT FLÆÐI FJÁR UM ALLT LANDIÐ

Haldið er áfram að fara í kringum stærsta vandamál íslensk atvinnulífs þótt EINOKUN Á KVÓTANUM SÉ AÐ KEYRA ÞJÓÐINA Í KAF. 

Við höfum séð kreppur áður en aldrei hefur þjóðin ekki átt möguleika á að ná sér upp á innan við 4 árum eins og núna sem kemur til af því að við búum við MÚRA EINOKUNNUNAR UM SJÁVARAUÐLINDINA.

Skaðinn af annars vegar EINOKUN og hins vegar KVÓTAKERFI er tví þætt.

Kvótakerfið kemur í veg fyrir að við höfum og getum í framtíðinni HÁMARKAÐ AFRAKSTUR af greininni. Aldrei hefur verið hægt með árs fyrirvara að segja til um fiskgengd og allra síst með árs fyrirvara. Þetta hefur verið að birtast okkur með skýrum hætti undan farið (síldin í Kolgrafarfirði, mikil ýsugengd þegar kvóti af minnkaður á ýsunni og þorskur að fljóta á land). Síðustu 20 ár er þjóðin búin að verða af milljörðum í útflutnings tekjum á hverju ári og nú er komið í ljós það sem verra er að við höfum tapað markaðshlutdeild okkar. Þessi vandamál verða ekki leyst nema með afnámi kvótans.

EINOKUNIN og flæði fjár um æðar þjóðfélagsins. Við skiljum ekki neitt í neinu að þrátt fyrir óða gróða útgerðar varin bak við múra einokunar gengur ekki að rétta við laun fólksins, rétta við hag fyrirtækja og rétta við hag ríkissjóðs. Hvers vegna er þetta? Jú samþjöppun og skuldsetning aflaheimilda gerir það að verkum að gróðinn af góðri stöðu  á mörkuðum og lágu gengi krónunnar rennur beint inní bankanna til að borga upp fyrirfram greiddan arð til útgerðanna. Lánin sem ullu BÓLUNNI.

Bæði þessi vandamál er hægt að leysa fljótt og vel. Afnám kvótakerfisins og allur fiskur settur á markað myndi færa okkur stór aukinn afla í því árferði eins og búið er að vera núna og tekjur í greininni flæði óhindrað um hendur fólksins, fyrirtækja og ríkis með eðlilegum hætti. Allur fiskur á markað myndi færa þeim fiskinn sem kynnu að vinna og selja.  Laun myndu hækka innan frá í þjóðfélaginu. Þeir sem skapa og þjóna myndu hækka í launum fyrst og síðan með réttlátum hætti "upp" stigann. Enginn verðmæta sköpun eða þjónusta lægri laun. 


mbl.is Lækkun skulda næst ekki án hagvaxtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Sammála Óli.

Byrjum fyrst á því að gefa frjálsa sókn á þann flota sem er skráður íslenskur.

Allann fisk á markað frosinn og ferskann.  Ríkið yrði að reka markaði um allt land þar sem aflinn er viktaður, flokkaður og endurísaður.  

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.5.2013 kl. 11:00

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sæll Hallgrímur. Frystur fiskur er seldur á mörkuðum í dag og þarf ekki að breyta því. En við upptöku sóknarmarks yrðir að sjáfsögðu tekið tillits til nýliðunnar og menn fengju leyfi fyrir innflutingi á nýlegum skipum. Togurum, línu skipum og smá bátum. En aukningin færi öll fersk á markað.

Varðandi heima og erlendis. þá ættu útlendingar kost á að kaupa í samkeppni við Íslenska aðila ísaðan fisk í körum eða kössum. Ef menn þurfa að flytja fisk má ekki "eyðileggja" geymslu þolið með því að rífa fiskinn upp úr geymsluplássinu. Þetta átt þú vanur maður að vita.

Ekkert er að þvi að selja fisk ferksann úr landi ef hann fer á hærra verði en hér er hægt að borga og er það bara holt og gott fyrir íslenskan fiskmarkað að hafa samkeppni erlendis frá. Ferskur fiskur er í hávegum hafður í bæði Evrópu og Ameríku og fæst besta verðið fyrir hann. Íslendigar hafa ekki efni á að sleppa hæsta verðinu.

Ólafur Örn Jónsson, 9.5.2013 kl. 11:17

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hvernig ætlar þú að vigta fiskinn sem þú selur á markaði? ég sem sjómaður væri ekki sáttur með að kaupandinn gefi upp vigtina eftir að fiskurinn er kominn í hús hjá honum.  Það er mikill misskilningur að frystifiskurinn sé seldur á mörkuðum úti,  þetta fer mest allt beint til kaupenda úti sem sumir eru í eigu útflytjandans sem skammtar þá verðið.  Það eru nú þegar agentar fyrir útlendinga sem kaupa á mörkuðum og senda til þeirra úr ýmist unnið eða ekki.

Þú manst kanski eftir því að á mörkuðum úti þá var fiskurinn boðinn upp íslaus og siðann endurísaður og fluttur um allt landið. Sem gamall metsölukapteinn  veistu að það er eðlilegt                    

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.5.2013 kl. 00:34

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ég lít ekki á það sem vandamál að fá rétta vikt fyrr en við afhendingu fisk hér heima og sama ætti að vera hægt að gera sé fiskurinn sendur á markað erlendis.

Kaupandinn getur keypt fisk af skipi í enda túr og boðið verð í kg af fiski sem hann greiðir svo eftir vikt við afhendingu. Ef ekki fæst viðunandi verð getur útgerðin sent fiskinn í gámum á markað erlendis þar sem hann er vitaður í hvern uppboðskassa fyrir uppboðið.

Hvað varðar frysta fiskinn verður seljandi að tryggja gagnvart sjómönnum hæsta fáanlega verð hverju sinni. Þetta samherja dæmi má ekki verða að reglu. Þetta er elsta svika mylla sem stunduð hafa verið á því að stela frá sjómönnum.

Ólafur Örn Jónsson, 23.5.2013 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband