Sáttanefndin og samsæri gömlu flokkanna

Sáttanefndin og tillögur kvótamanna í henni er stærsta árás gegn mannréttindum á Íslandi sem framin hefur verið. Falsið og lygin sem lá að baki þegar þetta fáránlega ferli var sett af stað og hugmyndin sem út úr starfinu kom boðaði þveröfuga stefnu á vilja kjósenda. Fast setningu hins illræmda kvótafyrirkomulags og EINOKUNINNI í kringum það. 

Lítil klíka með um það bil 25 til 30% þjóðarinnar að baki sér ætlar að stofna hérna hirð sem "eiga" mun nýtingarréttinn á fiskistofnum landsins og geta gert það sem þau vilja við þann rétt og haldið þar með hreðjataki á þjóðinni sem mun að mestu verða að lúta þeim í einu og öllu.

Komist núverðandi ríkisstjórn LÍÚ upp með að í lög setja þessa áratuga nýtingarsamninga eins og ætlunin er samkvæmt stjórnarsáttmálanum voru ekki bara þorskastríðin unnin fyrir gíg heldur hefur þjóðin tapað sjálfstæði sínu og er orðin nýlenda fámennis klíku sem með skipulögðum hætti hefur sölsað undir sig eign þjóðarinnar.

Ég vona að kjósendur fari nú að skilja að afnám kvótakerfisins er stærsta hagsmunamál okkar. Hér verður enginn hagvöxtur heimilanna fyrr en einokun um sjávarútvegin verður afnumin og sett fiskveiðistjórnun sem tryggir hámörkun afraksturs fiskstofnanna og frjálst flæði arðsins af fiskveiðum og vinnslu fer eðlilega hringrás um þjóðfélagið.

Vonandi erum við nógu meðvituð um hættuna sem fellst í því að þjóðin afsali sér nýtingarréttinum til að stoppa með öllum ráðum þessar fyrirætlanir LÍÚ og kvislinga þeirra á þingi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband