Færsluflokkur: Bloggar
28.1.2013 | 13:06
Lýðræðið vann en á samt enn undir högg að sækja?
Lýðræðið vilji fólksins náði fram að gang í ICESAVE og allt fór vel en samt þrjóskast Alþingi við?
Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskránna gaf afgerandi niðurstöðu og sérstaklega í auðlindamálinu. Samt berjast menn og flokkar með sama fræðamanna samfélagið að baki sér til að reyna að koma í veg fyrir að þjóðin nái að koma vilja sínum fram?
Hvenær ætla Alþingismenn og elitan í þessu landi að skilja að við viljum ekki lúta hirðfíflum lengur. Þjóðin svaf á verðinum eftir stórsteikur á grillinu í góðærinu og gáði ekki að sér meðan ribbaldar dunduðu við að ræna okkur auðlindinni. Nú hefur þjóðin vaknað upp við vondan draum og gripið í stjórnataumanna. Látið okkur ekki grípa til örþrifaráða til að ná stjórn á málefnum þjóðarinnar. Það fór illa í Frakklandi forðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2013 | 10:46
"En hvernær kemur að okkur"? spurði Davíð líka
Það er gaman þegar fólk fær afgerandi fylgi ég tala ekki um fólk sem hefur stuðning eigenda flokksins.
Það slær mig að Ragnheiður Elín skuli nota sama frasa og Davíð Oddsson í kosningabaráttunni 1992 þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta kosninga sigur undir kjöroðinu "að moka framsóknarflórinn". Þá spurði Davíð einnig "hvenær er komið að okkur"?
Þetta var upphaf mestu spillingar sem íslensk þjóð hefur orðið vitni að. Davíð datt á rassinn í framsóknarflórinn og dró með sér sjálfstæðisflokkinn ofaní haughús spillingar og græðgi.
Nú eru þeir sem Davíð hyglaði grímulausir eigendur Sjálfstæðisflokksins. Við hverju er að búast ef umbjóðendur þessa fólk sest aftur í valda stóla? Ætlar Ragnheiður Elín að standa vörð um Múra Einokunnar í atvinnu málum og standa gegn markaðs lausnum í sjávarútvegi?
![]() |
Tímanum sóað í gælumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2013 | 08:36
Ábending til Jóns Gnarr - OR húsið
Mér varð husað til þess að nú eigi að fara að leika sömu endaleysuna og fyrir hrun að opinber fyrirtæki selji eignir sínar og leigi þær síðan á rosa leigusamningum af þeim sem keypti. Þetta á að losa fé til skamms tíma en rýrir einnig eignastöðuna.
Varðandi OR húsið getur vel verið að í endurskipulagningu fyrirtækisins sé það erfitt að halda OR húsinu sem er rándýr bygging. En er þá ekki best að selja og flytja starfsemnina í ódýrara húsnæði? Í stað þess að gera rán dýrann leigusamning og vera með starfsemina í alltof dýru húsi áfram?
Eða fara bara í lánadrotnanna og fá hagstæðari lánaskilmála svo OR geti áfram verið í eigin húsi og nýtt afborganirnar til að eignast smám saman húsið þótt það taki lengri tíma en nú sér fram á? Reykjavíkurborg og OR hljóta að njóta bestu kjara á lánamarkaði?
Er ekki komið nóg af þessari endaleysu að það þurfi alltaf einhverjir að fá ódýra peninga á kostnað almennings í þessu landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2013 | 08:10
EINKAEIGNARÉTTUR
Orðið EINKAEIGNARÉTTUR var óþekkt orð í íslenskri tungu þar til lögfræðihópur KVÓTAPÚKANS fann það upp til að búa til smugu í auðlinda ákvæði nýju stjórnarskrárinnar okkar.
Þjóðin öll verður að átta sig á því að það er hópur manna að reyna að koma því þannig fyrir að þau eignist "nýtingar" -réttinn að auðlindinni. Þau geta ekki "eignast" kvótann en þykjast getað sótt með lögum að þau eigi hefðbundinn rétt til veiðanna um alla eilífð. Þetta gera þau af því að þau hafa náð að þagga niður alla umræðu og gagnríni á kvótakerfið.
Þegar Alþingi hefur fengið jafn afgerandi skilaboð og þjóðaratkvæðagreiðslan sýndi þá er það ólýðræðislegt að alþingismenn heilla stjórnmálaflokka skuli stand óskipptir gegn frumvarpinu og sérstaklega auðlinda ákvæðinu. Þetta sýnir að þingenn Stjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ganga erinda annarra en kjósenda sinna á þinginu.
Menn sem segja að það megi fresta afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpinu fram yfir kosningar er greinililega búnir að fá loforð um góða stóla eftir kosningar gefi þeir útgerðinni kost á að klára ætlunarverk sitt áður en gengið verður frá nýju stjórnarskránni. vert að fylgjast vel með framgangi þeirra félaganna söngelsku.
![]() |
Í anda stjórnlagaráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2013 | 15:06
Algerlega innihaldslaust því miður
Eins og allir sem lofa hér bótum og betrum án þess að afnema arfavitlaust kvótakerfi veður Bjarni reyk með enga stefnu og snúandi baki við fyrri gildum Sjálfstæðisflokksins.
Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn ónýtur flokkur með Kvóta-hirðina við stjórnvölinn og hundsandi frelsi einstaklingsins en upp hefjandi EINOKUN í atvinnulífinu. Áður stóð Sjálfstæðisflokkurinn með fólkinu og EINOKUN MS á mjólk fyrir Reykvíkinga var rutt úr vegi. En síðan var samið um að ef EINOKUN í Sjávarútvegi þá líka í landbúnaði og kvóti var notaður til að eyða frelsi og markaðslausnum en taka upp skömmtunarkerfi í kvóta-formi.
Hvernig getur formaður Sjálfstæðisflokkins nú staðið á Múrum EINOKUNNAR og hrópað eftir atkvæði fólksins er ekki best að fólkið kjósi bara Þorstein Má beinnt frekar en að taka þátt í þessum skollaleik í Valhöll?
![]() |
Við viljum stækka kökuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2013 | 22:33
Með EINOKUN á þjóðararðinum er Ísland ónýtt land
Múrar EINOKUNNAR í kringum sjávarútveg kemur í veg fyrir að þjóðin fái notið arðsins af veiðum og vinnslu. Ef kvótakerfið verður ekki afnumið verður hér engin hagvöxtur fyrir fólkið í landinu og lítil og meðalstjór fyrirtæki.
Við veðrum að vakna og skilja að án flæði arðins af veiðum og vinnslu um atvinnulífið vítt og breitt um landið náum við ekki að rétta úr kútnum og verðum eftirbátar nágranna ríkjanna þrátt fyrir að vera ein af ríkustu þjóðum veraldar.
![]() |
5,5 milljóna munur á árslaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2013 | 21:43
Ofbeldi gegn frjálsri umfjöllun ekki ný á Íslandi
Hér er góð og þörf ábending hjá Kjartani og þarf að skoða vel þau lög sem gefa mönnum tækifæri að stefna mönnum eða refsa á einhvern hátt fyrir að segja sannleikann og upplýsa um það sem miður fer í þjóðfélaginu.
Lítil klíka í innsta hring LÍÚ gerði gott betur en að stefna mönnum sem voguðu sér að segja sannleikann um kvótakerfið og banka ruglið þar sem bankarnir voru skeindir að innan út á eign þjóðarinnar. Atferli sem gekk svo langt að hér fór af stað bóla byggð á hugtakinu kvóti sem var engin innistæða fyrir önnur en við sjáum nú þegar hagnaður af lágu gengi gengur beint í vasa fárra einstaklinga en gagnast þjóðinni ekkert.
Það voru menn sem sáu hvað var að ske og hvert stefndi. Þeir byrjuðu að fjalla um þessa spilling og helberu vitleysu. Það voru ekki stefnur eða aðvaranir sem dundu á þessum mönnum heldur var mönnum hótað eða hreint og beint reknir úr störfum sínum og komið í veg fyrir að þeir þrifust í greininni. Þetta er enn í gangi ef menn fjalla um útgerðina og kvótaspillinguna og gengur Kvótapúkinn þar sem áður fremstur í flokki og nú búinn að komast upp með þetta ofbeldi í 15 ár eða meir.
![]() |
Eðlileg umræða þögguð niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2013 | 14:00
Jón Gnarr er borgarstjórinn okkar
Það var frábært að Jón Gnarr skyldi leggja í þennan leiðangur og sýna okkur að betra er að hafa "heiðarlegann mann af götunni" sem borgarstjóra heldur en spillinga sem halda að borgin sé þeirra til að arðræna og hylla vinum sínum og vandamönnum.
Hver man ekki þegar DO notaði stærsta og flottasta fyrirtæki borgarinnar til að hysja buxurnar upp um Ísbjarnarstrákanna sem farnir voru á hausinn?
![]() |
Borgarstjóri ræðir við borgarbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2013 | 12:27
Hver kaupir Akureyri?
Kvótapúkinn hefur verðið í tenglsum og plottað mest með LI og er eins og heimagangur í bankanum. Hingað til hefur sambandið gengið út á að sölsa undir sig kvóta í óskilum hjá bankanum (ÚA kvótinn og bergur huginn)en illa fenginn auðurinn hleðs upp og er vert að fylgjast með hver fær Akureyrarbæ fyrir slikk.
Þjóðin þarf að skilja að þrátt fyrir að fyrirtæki séu vel rekin þá er auðsöfnin byggð að einokun og óeðlilegum ólöglegum viðskiptum við bankanna. Púkinn var fyrstur að leggja út á þessa braut og hefur verið sýnu afkasta mestur bæði í fjárdrætti og ofbeldi til að þagga niður umfjöllun um þessar siðlausu athafnir.
Og enn berast frá honum yfirlýsingar um að þessi og hinn eigi ekki afturkvæmt inní íslenskt atvinnulíf.
![]() |
Landsbankinn að eignast miðbæ Akureyrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2013 | 05:15
Get ei orða bundist yfir þessu ummælum
Nú væla sjálfskipaðir verndarar Sjálfstæðisflokksins sem eru að skynja að upp er að rísa afl sem segja má að sé þverpólítískt með baráttuna fyrir lýðræðinu að aðal stefnu máli. Lýðræðinu sem er orðið eins og eitthvert spé í munni Sjálfstæðismanna sem eru eins og hundar í bandi Þorsteins Má og gelta þegar hann smellir fingri.
Náttúrulega vilja þessir varðhundar Múra EINOKUNNAR ekki sjá Kristinn sem er helsti kvótaandtæðinur landsins ganga til liðs við Dögun. Lýðræðis aflið sem boðar frelsi einstaklingsins og tekur þar upp "gamalt" baráttu mál Sjallanna sem er löngu gleymt á þeim bænum enda dýrkun EINOKUNNAR þeirra ær og kýr.
Þessir sjálfskipuðu riddarar Davíð-ismanns skilja því miður ekki að þeir eru dindlar þess versta sem finnst í pólítíkinni GRÆÐGINNAR sem best uppljómast í hegðun kvótapúkans og moggahirðarinnar.
![]() |
Kristinn er genginn í Dögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)