EINKAEIGNARÉTTUR

Orðið EINKAEIGNARÉTTUR var óþekkt orð í íslenskri tungu þar til lögfræðihópur KVÓTAPÚKANS fann það upp til að búa til smugu í auðlinda ákvæði nýju stjórnarskrárinnar okkar.

Þjóðin öll verður að átta sig á því að það er hópur manna að reyna að koma því þannig fyrir að þau eignist "nýtingar" -réttinn að auðlindinni. Þau geta ekki "eignast" kvótann en þykjast getað sótt með lögum að þau eigi hefðbundinn rétt til veiðanna um alla eilífð. Þetta gera þau af því að þau hafa náð að þagga niður alla umræðu og gagnríni á kvótakerfið.

Þegar Alþingi hefur fengið jafn afgerandi skilaboð og þjóðaratkvæðagreiðslan sýndi þá er það ólýðræðislegt að alþingismenn heilla stjórnmálaflokka skuli stand óskipptir gegn frumvarpinu og sérstaklega auðlinda ákvæðinu. Þetta sýnir að þingenn Stjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ganga erinda annarra en kjósenda sinna á þinginu.

Menn sem segja að það megi fresta afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpinu fram yfir kosningar er greinililega búnir að fá loforð um góða stóla eftir kosningar gefi þeir útgerðinni kost á að klára ætlunarverk sitt áður en gengið verður frá nýju stjórnarskránni. vert að fylgjast vel með framgangi þeirra félaganna söngelsku.


mbl.is „Í anda stjórnlagaráðs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jafn afgerandi skilaboð eins og Þjóðaratkvæðagreiðslan sýndi talar þú um og ert þá væntanlega að tala um könnunina, þetta var könnun í formi þjóðaratkvæðagreiðslu svo ef það á að fá staðfestan vilja þjóðarinnar þá þarf að gera Þjóðaratkvæðagreiðslu sem er bundin en ekki í formi könnunar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.1.2013 kl. 08:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

M.a.s. Guðmundur Steingrímsson, sem segir að þetta stjórnarskrármál sé hans hjartans mál, sagði í Silfri Egils í gær að hann teldi óráð og eiginlega ekki hægt að klára málið á þessu kjörtímabili.

Ólánið ætlar að elta þessa ríkisstjórn allt til enda. Klúður á klúður ofan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2013 kl. 09:50

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka ykkur innlitið. Ingibjörg Þjóðaratkvæðagreiðslan var já könnun til leiðbeiningar fyrir Alþingi í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar og komandi kynslóða. Í kjölfar jafn afgerandi afstöðu á Alþingi að skilja stöðu sína sem sendlar fyrir þjóðina tala nú ekki um varðandi auðlindaákvæðið.

Það læðist að mannai sá grunur Gunnar að byrjað sé að ræða ráðherra stóla á næsta þingi.

Ólafur Örn Jónsson, 1.2.2013 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband