Ábending til Jóns Gnarr - OR húsið

Mér varð husað til þess að nú eigi að fara að leika sömu endaleysuna og fyrir hrun að opinber fyrirtæki selji eignir sínar og leigi þær síðan á rosa leigusamningum af þeim sem keypti. Þetta á að losa fé til skamms tíma en rýrir einnig eignastöðuna.

Varðandi OR húsið getur vel verið að í endurskipulagningu fyrirtækisins sé það erfitt að halda OR húsinu sem er rándýr bygging. En er þá ekki best að selja og flytja starfsemnina í ódýrara húsnæði? Í stað þess að gera rán dýrann leigusamning og vera með starfsemina í alltof dýru húsi áfram?

Eða fara bara í lánadrotnanna og fá hagstæðari lánaskilmála svo OR geti áfram verið í eigin húsi og nýtt afborganirnar til að eignast smám saman húsið þótt það taki lengri tíma en nú sér fram á? Reykjavíkurborg og OR hljóta að njóta bestu kjara á lánamarkaði?

Er ekki komið nóg af þessari endaleysu að það þurfi alltaf einhverjir að fá ódýra peninga á kostnað almennings í þessu landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband