"En hvernær kemur að okkur"? spurði Davíð líka

Það er gaman þegar fólk fær afgerandi fylgi ég tala ekki um fólk sem hefur stuðning eigenda flokksins.

Það slær mig að Ragnheiður Elín skuli nota sama frasa og Davíð Oddsson í kosningabaráttunni 1992 þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta kosninga sigur undir kjöroðinu "að moka framsóknarflórinn". Þá spurði Davíð einnig "hvenær er komið að okkur"?

Þetta var upphaf mestu spillingar sem íslensk þjóð hefur orðið vitni að. Davíð datt á rassinn í framsóknarflórinn og dró með sér sjálfstæðisflokkinn ofaní haughús spillingar og græðgi.

Nú eru þeir sem Davíð hyglaði grímulausir eigendur Sjálfstæðisflokksins. Við hverju er að búast ef umbjóðendur þessa fólk sest aftur í valda stóla? Ætlar Ragnheiður Elín að standa vörð um Múra Einokunnar í atvinnu málum og standa gegn markaðs lausnum í sjávarútvegi?


mbl.is „Tímanum sóað í gælumál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband