Og enn tek ég fram að fyrir kvótann byggðum við upp heilbrigðiskerfið og það var frítt.

Hvar værum við ef ekki hefði komið til túrisminn?? Hafið þið gert ykkur grein fyrir að við erum ekki að veiða fiskinn okkar og jú túrisminn hefur margfaldast en ef hann hefði ekki komið til værum við miklu verr sett með bæði laun og rekstur heilbrigðis og alls velferðarkerfisins.

Heilbrigðiskerfið er okkar langstærsta fjárfesting í mannvirkjum og mannauð. Á þessa fjárfestingu hefur Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ráðist og svelt í nafni sparnaðar. Hafið til heyrt um að spara sér til skaða? Það er það sem þetta lið hefur gert.

Við vorum árið 1983 á leiðinni að verða ein ríkasta þjóð í veröldinni við hlið Noregs en þá kom Halldór Ásgrímsson og kvótakerfið. Síðan hefur minna og minna af auðlindinni runnið um hendur okkar fólksins í landinu. Nú er verið að troða uppí andlitið á okkur auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem á að koma í veg fyrir að við getum nokkru sinni endurheimt auðlindina og afnumið EINOKUN í sjávarútvegi nema að kaupa á fullu verði kvótann til baka.

Við höfum í síðustu 20 ár setið uppi með verstu og spilltustu stjórnmálamenn veraldar og það á enn við. Hvernig væri nú að gera bragabót á og kjósa næst heiðarlegt fólk á þing?


mbl.is „Erum komin fram af bjargbrúninni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Maður spyr sig stundum Ólafur, hvort íslendingar séu hlynntir sjálfsmorðum í fyllsta skylningi. Skít sama um fiskinn per se, bara GRÆÐA, og græða sem mest meðan á gengur, komandi kynslóðir skipti engu máli. Þessi fyrirtæki sækja æ meira á fiskmarkaðinn, HB Grandi, Samherji ofl. eru með bellti og axlsarbönd, víla ekki fyrir sér að taka það sem þau vilja taka af fiski, því það jafnast upp vegna eigin afla, sem greiddur er smánar verð fyrir, sá það sama fyrir 25 árum síðan. Stoppar ekki fyrr en allur fiskur fer á markað!!!

Jónas Ómar Snorrason, 22.2.2016 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband