Fiskur um allan sjó sem má ekki veiða á meðan Heilbrigðiskerfið er svelt.

Heimsk þjóð í gjöfulu landi. Alveg sama hvert litið er þorskur er um allan sjó. Síðustu 3 ár hefur í vaxandi mæli orðið vart við þorsk étandi undan sér afkvæmin Mikið er þó enn af eins árs fiski en stór spurning myndast þegar svo mikil viðbót bætist við á miðunum vegna fæðuskorts.

Fólk verður að skilja að fiskveiðistjórnkerfi sem hvað eftir annað ofsetur miðin eins og núna og þvingar þorskinn til að leggjast á afkvæmi sín getur alls ekki talist SJÁLFBÆRT. Stór auka ber veiðar á þorski og öðrum vannýttum tegundum og brjótast aftur með gæðin að vopni inná tapaða markaði. Með auknum útflutningi hækkar gengi krónunnar og þar með tekjur þjóðarinnar og almennra borgara. Meiri verðmæti af aðeins færri ferðamönnum mun hjálpa okkur að gera túrismann enn betri.

Megum ekki vera heimsk þjóð sem eltir heimskan forsætisráðherra lengur.

 


mbl.is „Sama hverju dýft er í sjó“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hrafn Sveinbjarnarson landaði fullt af rígaþorski, en undrandi voru menn þegar þeir sáu ekkert í maganum á honum nema þorskseiði eða smáþyrskling.

Þetta gengur ekki að ætla sér að "geyma fiskinn í sjónum". Ráðgjöf Hafró er jafn-vitlaus og hún hefur lengst af og iðulega verið.

Jón Valur Jensson, 21.2.2016 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband