Margföldun peninganna. Flæði fjár er nauðsyn til hagvaxtar.

"Saga peninganna" kenndi okkur hvernig bankinn getur nýtt sér innlögn í hreinu gulli og búið til þrefalt  (nífalt) margfeldi gullsins og nýtt það til útlána.

Þetta var undirstaða stóra kvótafroðu þjófnaðarins. Eign þjóðarinnar var notuð sem eigin fé útgerðanna (hrein eign GULL) útgerðanna. Bankinn tók veð í útgerðinni kvótanum og lánaði útgerðinni einu sinni tvisvar eða þrisvar eða einhverjum öðrum því bankinn hafði nú þrefalt "verðmæti" kvótans reiknað út frá verði á kvótanum í viðskiptum útgerðarmanna á meðal. 

En þetta er annað mál. Kvótarúllettan hefur skapað hrikalega aðstöðu sem þjóðin er að vefjast inní horfandi á lækkun launa og hrun velferðarkerfisins. Sérfræðingar þora ekki að segja hvað þarf að gera og pólitíkusar er múlbundnir á klafa gömlu hagsmunagæslu flokkanna. 

Þjóðin nær sér ekki á strik af því að arðurinn af fiskveiðunum er múraður inní í útgerðunum og bönkunum  með EINOKUN og nær ekki að flæða í gegnum æðar þjóðfélagsins og mynda þar með MARGFELDIÐ í virðisaukanum sem verður þegar segjum 45 milljarðar sem núna eru í höndum kvótahirðarinnar + 15 milljarðar sem ekki eru veiddir núna en eru til staðar (=60 milljarðar) færu með eðlilegum hætti í gegnum hendur fjöldans og fyrirtækja landsins. 

Ég er ekki lærður hagfræðingur en veit að þarna úti eru heiðarlegt fólk sem gæti og hefur aðferðir við að reikna út hvað svona flæði fjár um þjóðfélagið myndi gefa í margfeldi eftir að hafa farið í gegnum verslun og viðskipti og endað inní ríkissjóði sem gæti þá staðið við skuldbindingar sínar.

EIGUM VIÐ EKKI BARA AÐ HÆTTA MEÐ ÞETTA ANDSKOTANS KVÓTAKERFI OG FARA AFTUR AÐ BYGGJA UPP OKKAR EIGIN ÞJÓÐFÉLAG ÁN KVÓTAHIRÐAR OG HIRÐFÍFLA ÞEIRRA?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband