Bankarnir styðja við EINOKUN & HÖFT en hundsa frelsið og einkaframtakið

Frábær ábending hjá Birni og segir mikið um hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð með handónýtt þjóðfélag og banka sem nærast á EINOKUN og HÖFTUM.

Ekkert má lengur vera frjálst og opið einstaklingunum allt verður að vera háð EINOKUN OG KVÓTUM til að banka menn skilji verðmæti. Menn sem berjast af eigin rammleik eru taldir asnar af íslensku bankaelítunni sem veit hverjum þeir vilja þjóna. 

Var ekki einhvern tíma til flokkur á Íslandi sem stóð við bakið á einstaklingunum og barðist gegn EINOKUN OG HÖFTUM? Hver fór hann?

Datt hann kannski ofaní  haughús Framsóknar á eftir Formanni sínum?


mbl.is „Furðulegur söfnuður í bankakerfinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maelstrom

7-8% vextir og hann er að kvarta? Er hann eitthvað skrítinn? Það er minna en eitt prósent álag á millibankavexti. Ef maðurinn fer í blöðin að kvarta yfir þessum kjörum skil ég ekki að nokkur banki skuli lána honum því maðurinn skilur greinilega ekkert í fjármálum.

Maelstrom, 4.8.2013 kl. 09:31

2 identicon

Það er verulega sorgmætt að horfa upp á núverandi þjóðfélag og hve mikið menn hika við að breyta hlutum til hins betra, sér í lagi þegar það ætti að vera afskaplega auðvelt verkefni.

Flowell (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 11:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maelstrom.

Endilega útskýrðu þá fyrir okkur hvers vegna það er eðlilegt að millibankavextir séu 6-7%.

Eða hvers vegna er eðlilegt að þeir vextir sem bankar ákveða að rukka hvorn annan, stjórni uppbyggingu í atvinnugreinum á landsbyggðinni.

Og hvar er þessi millibankamarkaður annars til húsa? Ég hef leitað en ekki fundið neinn hér á Íslandi nema brotnar leifar af horfinni tíð.

Jákvæðir raunvextir í kreppu eru jafn ónáttúrulegir og bændur sem skila metuppskeru í brakandi þurrkatíð. Útilokað að engin brögð séu í tafli.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2013 kl. 14:30

4 Smámynd: Maelstrom

Eðlilegt? Hver var að tala um eðlilegt? En þegar stýrivextir seðlabankans eru kringum 7% þá er nú varla hægt að hallmæla bankafólki fyrir að vilja fá 8% vexti á útlán.

Það furðulega er eiginlega að þeir sem vilja framkvæma eitthvað skuli ekki þrýsta harðar á inngöngu í ESB. Vextir á íslenska krónu munu ekkert lækka.

Maelstrom, 4.8.2013 kl. 16:04

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka ykkur innlitið strákar ...

Ólafur Örn Jónsson, 10.8.2013 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband