ÞJÓÐ Í ÁNAUÐ. Ánauð framtakleysis á Alþingi. .

RÖDD ÞJÓÐARINNAR HEYRÐIS Á AUSTURVELLI. Þeir þingmenn sem ekki skildu það sem fór fram við þingsetninguna eiga nú að víkja af þingi og  þeir sem eftir verða eiga að sýna þjóðinni að verið sé að vinna fyrir fólkið.

Forsetinn gekk enn fram fyrir skjöldu þegar hann skoraði á þingheim að svara kröfu þjóðarinnar og ganga í að breyta stjórnarskránni í anda stjórnlagaráðs. Ef þingið vill hrista af sér slyðru orðið fer það eftir áskorun forseta og þjóðar í þessu máli og þeim málum sem brenna á þjóðinni. 

Að nú verði verðtryggingin sem notuð hefur verið í áratugi til að arðræna hinn almenna borgar  afnumin.

Ráðist í að færa fólkinu aftur eignir sínar 

Og kvótakerifð aflagt svo fólkið fái aftur notið arðsins af auðlindinni og framtakið flytjist til fólksins svo hjól atvinnulífsins geti komist á fulla ferð að nýju til hagsbóta fyrir þjóðina.

Þrengingar fólksins eru ekki lengur hruninu að kenna heldur ríkisstjórninni og Alþingi. Ef gripið hefði verið til þeirra aðgerða sem til þurftu fyrir 2 árum væri hér engin kreppa. 

Núna verður þingið að taka til starfa og leysa þessi mál sem um ræðir fyrir áramót annars er ekki fyrir séð hvað skeður í landinu. Eitt á öllum að vera ljóst eftir atburðinn í morgun þolinmæði fólks er þrotin ef þingið leysir ekki málefni fólksins er hætt við að dragi til tíðinda í vetur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Ólafur!

Aðalsteinn Agnarsson, 1.10.2011 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband