Í dag erum við öll TRILLUKARLAR

Fyrir "Tvíhöfðanefninda" 1993 voru handfæraveiðar frjálsar. En þegar Kristján Ragnarsson og Kvótapúkinn voru að plotta hvernig hægt væri að nota "kvótaveð" til að draga fé út úr bönkunum sáu þeir að best væri að allur fiskur sem dreginn væri úr sjó væri innan kvóta. Þannig væri hægt að hafa stjórn á kvóta verðum.

Þar með var gegn allri skynsemi settur kvóti á handfæra veiðar eins og handfæra veiðar gætu einhvern tíma skaðað íslenska fiskstofna????

Við sem reyndum að benda á vitleysuna sem í þessu fólst og fáránleikann sem fór fram í kringum kvótann og framkvæmd hans vorum ofsóttir. Reknir úr störfum okkar og allt gert til að einangra menn og gera þá "skaðlausa". 

Staðreyndin er að það er engin ástæða til að hafa kvóta á handfæraveiðum upp að vissu marki. Einu takmarkanir sem þarf á handfæraveiðar er skynsamlegt sóknarmark sem tekur af áhættuna af að vaða út í tvísýnu þegar válynd veður geysa. 

Kvótakerfið brýtur gegn alþjóðalögum um mannréttindi. Stjórnvöldum hefur verið bent á þetta en ekkert hefur verið gert til að lagfæra þetta óréttlæti og ekkert stendur til að gera. Okkur ber að standa með þeim mönnum sem nú sækja rétt sinn og sækja sjóinn í trássi við ólögin. Í dag erum við öll TRILLUKARLAR og gefum KVÓTAPÚKANUM langt nef. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Veiddi 3 makríla í Sundahöfn gær og gaf þá svo fyrir framan Alþingi, endurtók þetta í dag.

Frétti það að einn makríllinn sem ég gaf í gær, hafi verið

hengdur upp á hurðarhandfangið á Alþingishúsinu.

Aðalsteinn Agnarsson, 22.9.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband