Villandi upplýsingar frá HAG-ÁLFUNUM notaðar til að fegra kvótakerfið.

Við lestur fréttatilkynningar Íslandsbanka vakti athygli mína að ekki var áróður frá KVÓTAPÚKANUM. þetta vakti með mér bjartsýni á að hér væri banki sem sagt hefði skilið við fáránleika og lygar um kvótann en....

Ég mátti til að lesa skýrslu bankans og því miður brustu vonir mínar um heiðarleika Íslandsbankamanna. Í kafla bankans um Stjórnun fiskveiða er að líta rök og villur HAG-ÁLAFA Háskóla Íslands. Þar er frægt lyga línurit Ragnars Árnasonar þar sem sýnt er fram á að hagur sjávarútvegs fyrirtækja hafi aukist á árunum 1983 til 1990 og bent á að það hafi verið kvótakerfinu að þakka.

Ef raunveruleikinn er skoðaður þá kemur í ljós að árið 1982 til 84 voru flutt inn "óvart" 60 skuttogarar sem átti eftir að starta og koma í rekstur á sama tíma og þjóðin var ný búin að eignast 70 nýja skuttogara sem voru rétt að komast á gott ról eftir miklar þrenginar sem þessi bylting olli þar sem þjálfa þurfti nýjar áhafnir og ná tökum á nýrri tækni.

Ekki er tekið fram í skýrlsunni að á tímum SÓKNARMARKSINS var verið að kaupa ný skip sem nú er búið að afkskrifa mörgum sinnum.

Ekki er tekið fram í skýrslunni að innan við 1/3 skuldsetninga kvótaútgerða var vegna samþjöppunar og kvótakaupa.

Ekki er tekið fram í skýrslunni að nú tekur útgerðin 30 % af óskiptu í eigin vasa áður en komið var til skipta.

Það lofar ekki góðu að Íslandbanki skuli feta í fótspor Landsbankans og styðja við áframhaldandi EINOKUN í sjávarútvegi og taka þátt í áróðurstríði útgerðarinnar. Þetta sýnir okkur eingöngu hve sterk ítök KVÓTAPÚKANS eru enn í bönkunum.

Hvers vegna skyldi hittast svo á að skýrslan sé einnig á ensku? Skyldi það vera útaf FISH EXPO 2011 í Kópavogi. Á að halda uppteknum hætti að kynna versta og spilltasta stjórnkerfi fiskveiða fyrir erlendum aðilum og sýna þeim hvernig þeir geti komist upp með fjárdrátt ef þeir taka upp íslenska kvótakerfið.


mbl.is Ísland 17. mesta fiskveiðiþjóðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband