ÓSKA ÞESSU FÓLKI VELFARNAÐAR. Fjórflokkarnir hafa brugðist á ögurstund.

Það er sannarlega pláss fyrir heiðarlegt framsýnt fólk í íslenskum stjórnmálum. Á alþingi situr fólk sem án þess að vita það hefur gjörsalega brugðist þjóðinni á örlaga stund.

Fámenn klíka einangrar auðlind þjóðarinnar og ekkert er gert. 

Mannréttindid eru broti á sjómönnum sem ekki fá að bera björg í bú og ekkert er gert. 

Eigur einstaklinga hrynja í verði og nauðugaruppboð dynja á fólki og ekkert er gert. 

Hagsmunasamtök taka atvinnulífið í gíslingu og ekkert er gert. 

Heilbrigðiskerfið sem tekið hefur áraraðir að byggja upp er að hrynja og ekkert er gert. 

Laun eru orðin lægst á Íslandi af norðurlöndum og með því lægsta sem gerist í Evrópu og ekkert er gert. 

Jú við þurfum nýtt fólk í stjórn landsins. Allt er betra en það fólk sem nú situr í skjóli KVÓTAPÚKNAS.


mbl.is Áhugi víða fyrir nýju framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Inniega sammála að það þurfi nýtt fólk í Íslenska pólitík. En að sjálfumglaður, flokkaflakkandi pabbadrengur og annað Café Latte lepjandi lið úr 101 sé svarið leyfi ég mér að stórefast um að sé lausnin.

Halldór Egill Guðnason, 22.9.2011 kl. 02:21

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er þér sammála Ólafur. Gott að fá nýtt fólki inn.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 22.9.2011 kl. 02:59

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka ykkur innlitið strákar. Mér er sama hvaða kaffi fólk í pólitík drekkur Dóri en ef við lítum á löðrunginn sem fjórflokkurinn fékk þegar Besti flokkurinn tók borgina þá sjáum við að fólk lét sér það ekki að kenningu verða.

Varðandi flokka flakk þá flakkaði forseti vor milli flokka en endaði með að verða ein helsta von þjóðarinnar að komust út úr þeirri kreppu spillingar og óheiðarleika sem yfir þjóð getur dunið.

Ég sjálfur sagði mig úr sjáfstæðisflokknum þegar Davíð Oddsson sá spillti stjórnmálamaður notaði Bæjarútgerð Reykjavíkur til að hysja buxurnar upp um gjaldþrota pabbadrengi og flokksgæðinga. Horfandi á það sem á eftir kom hefði farið betur á að fleiri hefðu fylgt mér.

Ólafur Örn Jónsson, 22.9.2011 kl. 08:41

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Vel mælt, Ólafur.

Aðalsteinn Agnarsson, 22.9.2011 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband