Halldór og Davíð verða hýddir á gapastokk sögunnar fyrir afglöp sín

Landsdómur yfir Geir Haarde er bara rugl. Mennirnir sem bera ábyrðg á hruninu hygla sér nú og reyna að breiða yfir spillinguna og sukkið sem þeir stóðu fyrir innan banka geirans þar sem bankastjórum "ríkisbankanna" var falið að prenta út peninga út á margföld kvóta veð.
 
Af hverju ekki er ráðist í að rannsaka það sem fram fór innan bankanna í skjóli þessara manna er með öllu óskiljanlegt. Þöggunin sem er um viðskipti vissra manna er alger og þorir enginn að rísa gegn ofurvaldi þeirra.
 
Í kjölfar "tvíhöfðanefnadarinnar" hófst fjárdráttur sem á sér enga hliðstæðu í hinum vestræna heimi. Þar sem fáeinum einstaklingum voru færð "ótakmörkuð" lán út á engin veð?? Mikið af þessum ódýru peningum fóru svo að velta uppá sig í íslensku viðskiptalífi  en þar sem ekkert var að baki voru þetta ónýtir peningar sem skekktu allt viðskiptalífið og verðlag á fyrirtækjum sem átti sér enga stoð. 

mbl.is Alþingi tók ekki viturlega ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Jónsson

Sæll Óli Ég er algjörlega sammála þér varðandi veðsetningu á óveiddum fiski og hvernig 25mönnum/konum er fært yfirráð við okkar aðal-auðlind, Ég hef aftur á móti haldið því fram að ósvífni þingheims að ákæra eingöngu Geir hafi verið Þingmönnum til skammar, að sjálfsögðu átti að ákæra Ingibjörgu Björgvin og Árna Matt líka.

Kári Jónsson, 5.9.2011 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband