ÞAÐ ER ENGIN ANDSK.... MONEY HEAVEN

Það blæs ekki byrlega fyrir þessari þjóð og greinilega enginn á alþingi sem hægt er að treysta. Þjóðin hefur verið arðrænd og ekki á að koma fólkinu til hjálpar.

Fólkið átti eiginfé í húsum sínum fyrir hrunið og ef rétt hefði átt að vera hefði átt að bakfæra skuldastöðu þessa fólks fram fyrir hrun og að sjálfsögðu afnema verðtrygginguna sem er eins og átthagafjötrar á almenningi.

En milljarðarnir sem fólkið hefur tapað hafa ekki farið til Money Heaven af því það er enginn andskotans Money Heaven. Þessir peningar eru í vösum þeirra sem drógu sér fé út úr bönkunum út á verð laus veð. Kvóta veð. Bankinn getur ekki haft peninga í umferð sem ekki eru veð fyrir svo færa varð veðin þar sem fasteignir voru fyrir.

Á meðan veltir útgerðaraðalinn sér upp úr miklu meiri auð en nokkru sinni fyrr fengum með ofurlánum sem búið er að draga út úr bönkunum. Lánum sem byggð eru á lognum veðum sem byggja á öllu Brútto aflaverðmæti óveidd fisks næstu 30 ára. 

Og það versta er að ríkisstjórnin ætlar að framlengja KVÓTAKERFIÐ til næstu 28 ára og koma þannig í veg fyrir að þjóðin nái rétti sínum og eignir og kjör verði leiðrétt. 

Til að leiðrétta svívirðingu þjóðarinnar verður að fara eftir fiskveiðiréttinum og ná þeim auðævum sem stolið hefur verið frá þjóðinni. Færa almenningi aftur eigur þess og láta arðsemi útfluningsgreina aftur flæða um æðar samfélagsins. 


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott færla þakka þér.

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband