IÐNO kl 1800 í kvöld. Lýðræði eða Einokun í sjávarútvegi?

Nokkrir útgerða aðilar blésu til stríðs við þjóðina. Hótanir um að stoppa flotann og sigla skipunum í land og að koma í veg fyrir almenna kjarasamninga eru bola brögð runnin undan rifjum KVÓTAPÚKANS á Akureyri.

Útgerðin hefur í mörg ár beitt fyrir sig Hag-Álfum ættuðum úr hafræðideild HÍ sem farið hafa með lyga áróður sem þeir tyggja trekk í trekk í von um að lygin verði að sannleika í eyrum þeirra sem ekki eru inní því sem er í raun að ske.

Nú er komið í ljós að heiftin og þöggunin í kringum framkvæmd kvótakerfisins var til að hylja fjárdráttinn sem átt hefur sér stað í skjóli verðlausra "kvótaveða".

Nú er um að gera að við Lýðræðis sinnar komum saman og sláum vopnin úr höndum þeirra spillingar afla sem kjósa stríð við þjóð sem hefur brauðfætt þá. Borgum þeim vanþakklætið með að afnema einokun í sjávarútvegi hleypum heiðarlegu fólki að auðlindinni til að tryggja að arður af sjávarútvegi fái aftur að fljóta um æðar samfélagsins.

PS illa hefur gengið að fá verð fyrir Hag-Álfana í erlendum mörkuðum en til stóð að losna við þá til að geta fjármagnað alvöru lækna sem ónýtt þjóðfélagið hefur ekki efni á að borga laun lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Jónsson

Ekki var við öðru að búast að lítið eða ekkert verð fengist fyrir hag-álf númer 1 í hagálfastofnun háskólans Óli, en fundurinn um kvóta-skrímslið er kl. 1500.

Kári Jónsson, 9.9.2011 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband