ANNAÐ EN ÍSLENSKIR KVÓTAPÚKAR

Ólíkt græðgishirðinni sem hrifsaði til sín auðlind íslendinga ganga bandarískir auðmenn sem hafa hafist af sjálfum sér og orðið auðugir á eigin rammleik fram fyrir skjöldu og láta gott af sér leiða. Eins og Eykon lýsti stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir Davíð. þar sem fyrirtækin og atvinnurekendur létu gott af sér leiða til þjóðfélagsins sem skapaði þeim tækifæri til athafna.

Hér á Íslandi var byggð hirð sjálftökuliðs í sjávarútvegi sem einokar auðlindir hafsins og kann sig ekki í framkomu gagnvart þjóinni. Þetta hyski skilur ekki að þau væru ekkert ef ekki væri fyrir auðævin sem þau tóku sér og þegnana sem vinna fyrir þau. Sendum þetta lið til bandaríkjanna og sjáum hvað verður úr þeim þar??

Á sama tíma og auðmenn annarra landa láta gott af sér leiða svo um munar horfum við á menn sem hafist hafa til auðs og valda með fjárdrætti út á eign þjóðarinnar og fá ekki svalað græðginni sama hve mikið þeir sölsa undir sig af eignum þjóðarinnar. 

Í september segir þjóðin stopp og fer og tekur rétt sinn á miðunum. Hingað og ekki lengra dagar KVÓTAPÚKANS eru taldir. Útaf með sjálftökulið í sjávarútvegi! Útaf með dómarann!


mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

góð grein.

góðgerðasamkomur eru hvergi fleiri en í USA.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.8.2011 kl. 22:52

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

"....og kann sig ekki í framkomu gagnvart þjóðinni!"

Gott.

Pilsfaldakapitalismi er eini kapitalisminn sem íslenskir markaðshyggjumenn - svonefndir - kunna.

Árni Gunnarsson, 16.8.2011 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband