ÞORSKASTRÍÐ. Enn á ný stendur íslenska þjóðin frammi fyrir því að fara í stríð um auðlind þjóðarinnar fiskinn í sjónum.

Það er aumt að eftir að hafa unnið hvert þorskastríðið á eftir öðru og hlotið samþykki og velþóknun alheims fyrir baráttu okkar fyrir réttlátum kröfum skuli íslenska þjóðin nú þurfa að fara í ÞORKSASTRÍÐ til að ná auðlindinni úr höndum GRÆÐGISAFLA.

Jón Gunnar Björgvinsson formaður Samtaka íslenskra fiskimanna hefur nú blásið til sjósóknar í september mánuði og er ástæða til að hvetja alla lýðræðissinna þessa lands til að styðja þá sjómenn sem fara eftir rétti sínum. 

70 % þjóðarinnar hefur lýst yfir andstöðu sinni við hið illræmda kvótakerfi en vegna hagsmunagæslu LÍÚ KLÍKUNNAR og nú einnig FS hafa stjórnvöld barist gegn þjóðinni og staðið vörð um þetta kerfi. Ofurvöld sem hlaðist hefur á fárra manna hendur í skjóli fjárdrátts úr bönkunum veldur því að breytingar eða afnám á kerfinu fást ekki í gegn. 

Kvótastýring sem stjórntæki við fiskveiðar er ónothæft og getur aldrei gert bæði hámarkað aflann og byggt upp fiskstofnana. Þetta kerfi verður að afnema sem fyrst og skera þar með undan KVÓTAPÚKANUM.

þJÓÐIN VERÐUR AÐ ENDURHEIMTA AUÐLINDINA OG MÖGULEIKANN Á AÐ KOMAST ÚT ÚR KREPPUNNI SEM ORSAKAÐIST ÚT AF ÞESSU KERFI. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jón Gunnar er kool!

Aðalsteinn Agnarsson, 15.8.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband