TIL HVERS áttum við frelsis hetjuna Jón Sigurðsson og stórskáldið Halldór Laxness?

Til hvers lásum við mannkynsögu og lærðum um frelsisbaráttur og vermæti lýðræðis. Lásum um menn sem trylltust í valdagræðgi og fóru með ofurefli gegn þegnum landa sinna til að binda þá í ánauð.

Til hvers lesum við í fréttum um óeirðir í Araba heiminum þar sem alþýðan krefst lýðræðis og fer gegn byssu kjöftum einræisherranna en ölum á sama tíma LÍÚ klíkuna á brjósti okkar og látum stjórnvöld komast upp með það í áratugi að spila leik KVÓTAPÚKANS og draga auðævi þjóðarinnar í hendur fárra útvaldra sem ekki skirrast við að beita þjóðina ofbeldi til að koma í veg fyrir að þjóðin nái rétti sínum. 

Einræðisherrar hika ekki við að beita herjum sínum gegn "lýðræðissinnum" hvað mun ske í september þegar þjóðin sækir rétt sinn á miðunum? Mun landhelgisgæslunni verða beitt gegn sjómönnum sem fara eftir mannréttindum sínum? 

Verða menn dæmdir, sektaðir og fangelsaðir fyrir að fara á eftir lýðræðinu? Er það ÍSLAND Í DAG?

Íslendingar kreppan á Íslandi er heimatilbúin og ástæða þess að við réttum ekki úr kútnum eins og við erum vön er að auðævi þjóðarinnar eru bundin fáum útvöldum. Matvælaverð í heiminum hefur aldrei verið hærra og orkan okkar er eins og gull en við fáum ekki notið þess því auðævin eru bundin við fáar fjölskyldur.

Í September gera sjómenn aðför að kvótakerfinu og einokuninni á miðunum. Þjóðin verður öll að taka þátt í því að endurheimta auðlindina. Knésetjum KVÓTAPÚKANN OG ALLT HANS HYSKI. Stöndum nú saman öll sem einn og endurheimtum auðlindina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur!

Aðalsteinn Agnarsson, 16.8.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband