Færsluflokkur: Stjórnlagaþing
9.2.2013 | 12:51
FRESTUN ER EKKI Í BOÐI....HRÆGAMMAR ÚTGERÐARINNAR BÍÐA
Hvað er fólk að fara í kringum Stjórnarskrár málið eins og köttur í kringum heitan graut. Það er ekki í boði að bíða, það er ekki eftir neinu að bíða. Stjórnlagaráð kosið af þjóðinni vann gott verk og skilaði góðri stjórnarskrá. Hún liggur réttilega fyrir þinginu og ætti nú að fá stjórnlagaráð til að fylgja eftir ályktunum þingsins í þessari viku sem er að byrja og frumvarpið fari svo fyrir þingið til samþykktar um mánaðarmótin.
Af hverju er ekki eftir neinu að bíða? Af því að allan tíma þessarar ríkistjórnar er útgerðar elítan og bankarnir búnir að leggja mikla vinnu í að finna leiðir til að útgerðin geti eignast nýtingarréttinn" að auðlindinni. Svikulir þingmenn innan VG eru búnir að ganga erinda þeirra í ríkistjórninni og liggur nú fyrir þinginu svika frumvarp sem gefur útgerðinni fyrsta skrefið í þessa átt það er " 20 ára NÝTINGARÉTTUR".
Guðmundur og Róbert sýndu furulegan viðsnúning í þessu mikilvæga máli þegar var eins og verslun með ráðherrastóla og stjórnarskrá ætti sér stað. Jón Gnarr hefur stjórnað borginni af heiðarleika ætlar hann og Óttar Proppé að líða það að í þeirra raðir séu komir stjórnmálamenn af gamlaskólanum með spillunga í pokahorninu.
Höldum vöku okkar og látum finna fyrir okkur. Á Alþingi eru menn sem hafa fengið það hlutverk að Norðan að hundsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og þar með Lýðræðið. Þetta er í sjálfum sér ekkert annað en bylting þar sem græðgisöflin eru grímulaust að taka völdin í þjóðfélaginu. Hvers vegna ættum við að hjálpa þeim?
Ákvörðunin ekki tekin í mínum flokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþing | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2011 | 09:39
HVAÐ MYNDU SPÁNVERJAR SEGJA EF MAFÍAN EINOKAÐI FERÐAMANNAIÐNAÐINN??
Spánverjar horfa á þverrandi lífsgæði vegna hruns hins alþjóðlega efnahagskerfis. Minni ferðamannastraumur og minni útflutningur. En þó eygja þeir ljós í myrkrinu. Þegar fjölgun verður á ferðamönnum mun hagur þeirra vænkast.
Okkur Íslendingum er öfugt farið. Okkar "sjávarútvegur" er "EINOKAÐUR" og þrátt fyrir að mikið góðæri sé búið að vera til veiða og markaða fær þjóðin engan arð af þessu góðæri þar sem með skipulögðum hætti er búið að skuldsetja útgerðina svo með ólöglegum fjárdrætti út á veð í kvótum að það verður enginn hagur af greinninni næstu 30 ár þar sem búið er að ráðstafa arðinum.
Við höfum áður komist í kast við kreppur og erfiðleikaskeið en getað unnið okkur hratt út úr þeim með sterkum sjávarútvegi. Aldrei hafa verið eins góð ytri skilyrði til að hjálpa þjóðinni en einmit núna en við höldum áfram að sökkva af því fámenn klíka vill ekki ganga í takt við þjóðfélagið. Græðgin hefur spillt hugarfari þessa fólks og eiginhagsmunagæslan er allsráðandi.
Hvað yrði um þetta fólk ef það héldi á ferðamanna iðnaði Spáns með þessum hætti einokunnar?
Mótmælt í Madríd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2011 | 09:38
SKULDA SÚPAN ER BÚIN AÐ SETJA HELMING ÚTGERÐA Á HAUSINN!
Með skipulögðum hætti fóru Kristján Ragnarsson, Þorsteinn Már og fleiri í innsta hring LÍÚ á eftir mönnum innan útgerðarinnar og hvöttu til skuldsetninga. Þetta var liður í skipulögðu "PLOTTI" sem þessir menn stóðu fyrir í þeim til gangi að tryggja núverðandi kvóta höfum eingar réttinn yfir auðlindinni.
Þjóðin hefur allan tímann hafnað kvótakerfinu og aldrei ákafar en núna. Eins og Hreifingin benti réttilega á var Ríkisstjórnin á villi götum þegar hún stofnsetti "endurskoðunar" nefndina. "Ef á að gelda köttinn spyrðu ekki köttinn".
Þjóðin er ekki að biðja um nýtt kvótakerfi þjóðin vill afnema kvótakerfi og einokun í sjávarútvegi.
Nú liggur fyrir skýrsla um áhrif núverandi kvóafrumvarps á núverðand útgerðir. Alveg eins og öll fyrirtæki sem byggja afkomu sína á EINOKUN munu útgerðirnar missa spón úr aski sínum. Ef á að taka gjald af útgerðinni vissu menn að arðurinn myndi lækka.
En að ætla að fara balnda "kvótaeign" inní útreikingana er bara fífla gangur. Að sjálfs sögðu getur útgerðin ekki fært eign þjóðarinnar til bókar.
Varðandi skuldirnar koma þær verði á kvóta ekkert við. Ef útgerðir eiga ekki eignir á móti skuldum eru þær gjaldþrota og eiga að vera meðhöndlaðar samkvæmt því. Þjónin gerir veðin upptæk og gefur skít í úgerðarmennina engin eign í þeim.