HVAÐ MYNDU SPÁNVERJAR SEGJA EF MAFÍAN EINOKAÐI FERÐAMANNAIÐNAÐINN??

Spánverjar horfa á þverrandi lífsgæði vegna hruns hins alþjóðlega efnahagskerfis. Minni ferðamannastraumur og minni útflutningur. En þó eygja þeir ljós í myrkrinu. Þegar fjölgun verður á ferðamönnum mun hagur þeirra vænkast. 

Okkur Íslendingum er öfugt farið. Okkar "sjávarútvegur" er "EINOKAÐUR"  og þrátt fyrir að mikið góðæri sé búið að vera til veiða og markaða fær þjóðin engan arð af þessu góðæri þar sem með skipulögðum hætti er búið að skuldsetja útgerðina svo með ólöglegum fjárdrætti út á veð í kvótum að það verður enginn hagur af greinninni næstu 30 ár þar sem búið er að ráðstafa arðinum. 

Við höfum áður komist í kast við kreppur og erfiðleikaskeið en getað unnið okkur hratt út úr þeim með sterkum sjávarútvegi. Aldrei hafa verið eins góð ytri skilyrði til að hjálpa þjóðinni en einmit núna en við höldum áfram að sökkva af því fámenn klíka vill ekki ganga í takt við þjóðfélagið. Græðgin hefur spillt hugarfari þessa fólks og eiginhagsmunagæslan er allsráðandi. 

Hvað yrði um þetta fólk ef það héldi á ferðamanna iðnaði Spáns með þessum hætti einokunnar? 

 


mbl.is Mótmælt í Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband