Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
2.3.2014 | 15:25
Maður sem segist vera Sjálfstæðismaður en hagar sér eins og Framsóknarmaður er bara Framsóknarmaður.
Loksins virðast kjósendur Sjálfstæðisflokksins vera að átta sig á að stefna forystu Sjálfstæðisflokksins síðustu 23 ár eða síðan kosningaloforð Flokksins 1991 "AÐ MOKA FRAMSÓKNARFLÓRINN" var svikið.
Nú síðan í hruninu þegar nýliðun varð í forystuliði flokksins hefur alltaf glitt í það sem átti sér stað í flokknum þann tíma sem hann var í ríkisstjórn með Framsóknarflokki. Ólýðræðislega framkomu gagnvart kjósendum og þingmönnum.
Skoðun mín að "skugga" stjórnendur hefðu meira með stefnu flokksins að gera en kjósendur var loksins endanlega staðfest í Sunnudagsmorgun GMB í dag þegar Þorgerður Katrín benti á að tími væri kominn til að SVARTSTAKKAR drægju sig í hlé og gæfu Formanninum og hans fólki tæki færi til að stjórna Flokknum á sinn lýðræðislega hátt eða eins og honum var stjórnað fyrir 25 árum síðan. Þ.e. fyrir EIMREIÐINA.
Sjálfstæðismenn (Eykon, Matthías Bjarnason og BB forsætisráðherra) berjast alltaf gegn EINOKUN, HAGSMUNAPOTI OG MANNRÉTTINDABROTUM. Við berjust fyrir frelsi í viðskiptum og markaðs umhverfi þetta á ekki við þann flokk sem við sitjum uppi með í dag. Eigum við ekki að breyta þessu?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2014 | 18:05
Ómöguleiki eða óheiðarleiki?
Hvað er það sem blindar fólki sýn? Siðleysi?
Fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og niðurstaðan að meirihlutinn þjóðarinnar vill halda aðildarviðræðum áfram þá finnur ríkisstjórnin ráð til að fylgja eftir þeim vilja þjóðarinnar að fullum heilindum. Sé á því ómöguleiki...? Ja þá er um ekkert annað að ræða en að ríkisstjórnin verður að víkja.
Þegar fólk skilur ekki lýðræðið á það hvorki að gefa kost á sér til setu á Alþingi né taka að sér prófessorsstöðu í lögum við Háskóla Íslands.
![]() |
Þjóðaratkvæði ekki heillavænlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2014 | 11:43
Svikarinn að slá sig til RIDDARA
![]() |
Árni Páll boðar liðssöfnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það var fáránlegt að fylgjast með hvernig útsmognir ráðherrar LYGA RÍKISSTJÓRNAR LÍÚ reyndu að níðast á þingheimi og lýðræðinu í landinu með því að samþykja "kvöld (nætur) fund" áður en þau yfirgáfu þinghúsið í gærkvöldi. Ef þetta er ekki vitnisburðum um hreina valdníðslu og yfirgang gagnvart löggjafaþinginu okkar æðstu valdastofnun þá veit ég ekki hvað er valdníðsla.
Þingmaðurinn KJ var að mótmæla þessu úr ræðustól og var þar í fullum rétti að flytja sitt mál. Á meðan stóðu tveir af æðstu mönnum þjóðarinnar og geifluðu sig og grettu eins og leikskóla börn framan í þingmanninn. Að horfa á svona viðbjóðslega framkomu manna sem eru uppvísir að einhverjum verstu lygum og falsi í kosningabaráttu vekur upp spurningu hvort ekki þarf alvarlega að íhuga að kasta svona fólki á dyr.
![]() |
Kallaði ráðherra helvítis dóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2014 | 15:01
Þorsteinn gleymir svikum Davíðs í kvótamálinu.
Eftir kosningarnar 1991 þegar Flokkurinn vann sinn stærsta sigur undir kjörorðinu "MOKUM FRAMSÓKNARFLÓRINN" brást Davíð Oddsson kjósendum Flokksins illilega þegar hann dró flokkinn með sér ofaní haughús Framsóknar þar sem Flokkurinn svamlar enn þann dag í dag.
Þarna var skýlaus krafa Sjálfstæðismanna að afnema kvótakerfið og hreinsa til í spillingarbæli Framsóknarmanna en Davíð Oddsson fann "nýjan samherja" og grunnur var lagður að mestu niðurlægingu og gjaldþroti íslensku þjóðarinnar þar sem EIMREIÐIN gekk í eina sæng með spilltum útgerðarmönnum og sis mafíunni.
![]() |
Strengur brostinn í hjartanu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2014 | 07:29
Til hvers að eiga fiskinn ef "einhver annar" á nýtingaréttinn?
Með falsi og útúrsnúningum ætlar LÍÚ að nota leppa sína á þingi til að ná undir sig EILÍFÐAR eign á "nýtingu" fiskimiðanna. Samningaleiðin er hápunktur 20 ára valdaplots þar sem nokkrir útgerðaraðilar hafa með þöggun og ofbeldi náð að halda kvótakerfinu illræmda við líði þrátt fyrir gífurlega eyðileggingu sem kerfið hefur valdið á þjóðfélagi okkar.
Verum nú ekki heimskar hænur lengur. Skoðum hvað hefur átt sér stað í útgerðinni.
Skoðum hvernig EINOKUNIN hefur verið aukin með afnámi frelsi til handfæraveiða.
Hvernig úthlutun aflaheimilda hefur verið takmörkuð til að halda uppi verði á kvótanum.
Hvernig fyrirfram greiddur arður hefur verið rifinn út úr bönkunum.
Hvernig útgerðin kemst upp með að fá afskriftir kvótalána trekk í trekk án þess að gengið sé að kvótaveðunum.
Hvernig þjóðfélagið ber sig ekki án arðsins af auðlindinni.
Stoppum þessa endaleysu sem fyrst HÉR VERÐUR ENGINN HAGVÖXTUR FÓLKSINS FYRR EN VIÐ AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ.
PS Sjálfstæðismenn EINOKUN OG KVÓTAR eru ekki stefnumið hægrimanna og því síður hagsmunapot. Þetta eru sefnumið Framsóknarmanna eins og Eimreiðinganna. Hreinsum til í Valhöll og sópum út þessu framsóknarhyski sem troðið hefur sér í valda og áhrifastöður Flokksins. Kominn tími til.
10.2.2014 | 07:32
Kvótakerfið skapar aumingja.
Það er nú meiri aumingjadómurinn alltaf í fólki sem einhverra hluta standa fyrir markaðssetningu íslensk sjávarafla. Kvótakerfið og skortur á úthlutun aflaheimilda er búið að eyðileggja markaðshlutdeild í þorski og nú á að byrja að væla um makrílinn.
Ef svo illa árar að ekki takist að selja Makrílinn á þeim verðum sem nú eru uppi og jú eru mjög góð verður að lækka verðið og sækja inná ódýrari markaði og skapa þannig þörf og eftirspurn eftir góðri vöru. Sama á við um bræðslu. Ef þarf að draga úr framboði er ekkert að því að bræða makrílinn.
Þetta sýnir okkur að kvótakerfi og framsóknarmennskan er að skapa aumingja sem ekkert erindi eiga í markaðssókn og eru búnir að stór skemma markaðshlutdeild þjóðarinnar á okkar helstu fisktegundum. Þessu verður að ljúka með afnámi kvótakerfisins. Það er eina leið þjóðarinnar útúr þeim hremmingum sem þetta fáránlega fiskveiðistjórnkerfi hefur skapað.
![]() |
Erfitt að selja aukinn makrílafla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú verður fólk að vera vel á verði því nú er hafinn forleikur að setningu nýja kvótafrumvarpsins.
"SAMNINGALEIÐIN" er nýja frumvarpið kallað sem felur í sér að ríkistjórn LÍÚ geri samning við LÍÚ um EINOKUN á aí 20 ár eða til eilífðar.
Að sjálfsögðu má þetta aldrei ske. Þetta skrum í Guðmundi Kristjánssyni og fleirum hefur ekkert með rekstrar afkomu skipanna að gera þetta eingöngu gert til að slá ryki í augu almennings.
Þetta nýja frumvarp sem er enda punktur á löngu skítaplotti þar sem þöggun og ofeldeldi hefur verið beitt til að færa útgerðinni endanlega eignarréttinn að nýtingu miðanna. Fólk verður að skilja að grundvöllur bættra kjara er afnám kvótans og EINOKUNAR í sjávarútvegi.
![]() |
Veiðigjöldin eru orðin vítahringur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2014 | 20:35
Þá er ferlið hafið nú á að koma SAMNINGALEIÐINNI í lög.
Djöfulsins bull sem þetta lið er látið komast upp með. Nú er öll útgerð "á hausnum" af því að þeir fá ekki 20 EINOKUN á kvótanum.
Munum öll að AFNÁM KVÓTANS ER LANGSTÆRSTA HAGSMUNAMÁL ÞJÓÐARINNAR.
Samningaleiðin er mesta svikamylla sem við höfum séð frá því hyski sem ver kvótann.
![]() |
Það halda allir að útgerð sé djók |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2014 | 01:12
Nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið að hafa peninga í umferð.
Þetta er góð ábending og skýrir í sjálfum sér vandamálið sem við Íslendingar með EINOKUN á okkar stærstu tekjulind eigum við að etja. Það vantar peninga í hringrás verslunar, viðskipta, launa og gjalda til ríkisins. Þess vegna er hér allt að hrynja og enginn þykist skilja neitt af því enginn þorir að nefna að afnema EINOKUN í sjávarútvegi.
Hvað skapar hræðsluna við að nefna afnám EINOKUNAR?
Jú það eru hlutabréfin og arðurinn sem aðalinn hefur af bréfum í stærstu sjávarútvegs fyrirtækjum. Elítan er búin að fjárfesta í kvótakerfinu og Ragnar Árnason lýgur að þeim að ef kerfið verði afnumið fari öll útgerð til andskotans.
![]() |
Lág laun ástæðan fyrir litlum hagvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |