Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
11.9.2014 | 10:11
Stríðið um Ísland. Nýja kvótafrumvarpið er móðgun við þjóðina.
Nú liggur fyrir að "Nýja kvótafrumvarpið" verði lagt fram og Ríkisstjórn LÍÚ kýli það í gegnum þingið og tryggi þannig stærsta þjófnað í Evrópu fyrr og síðar.
Í stað þess að sætta sig við eins árs úthlutanir eins og hingað til hafa tíðkast ætla útgerðarmenn að láta þingið afhenda sér til eignar NÝTINGARÉTTINN að öllum veiðum og vinnslu í landinu til eilífðar. Ekki til 10 ára, ekki til 15 ára, ekki til 20 ára heldur til eilífðar.
Síðan framsalið var samþykkt og bankastjórar Ríkisbankanna voru þvingaðir til að taka kvótann (eign þjóðarinnar) að veði sem um skýra gull væri að ræða hefur verið alger EINOKUN á veiðum og vinnslu. LÍÚ sölsaði undir sig öll viðskipti sem voru / eru á kvóta bæði á sölu og leigu markaði. Enginn skal inní greinina nema vera Þorsteini Má þóknanlegur.
Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn EIMREIÐARINNAR hefur haldið Framsókn við völd og gefið þeim EINOKUN á framleiðslu helstu búvöru og varið Lanbúnaðarvörurnar gegn ásókn og kröfum um erlendar vörur á hagkvæmu verðir til að tryggja stuðning sveitavargsins við kvótakerfið. Fiskveiðistjórnina sem er búin að EYÐILEGGJA Ísland.
Nú verða allir að skilja að þetta kvótafumvarp má aldrei verða að lögum. Vafamál er hvort hugur forsetans er með þjóðinni í kvótamálinu og margt bendir til að hann muni ætla að láta þetta ganga í gegn án þess að stoppa það hvað svo sem þjóðin segir.
![]() |
Þingið sett og hitamálin framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2014 | 17:45
Hvað segir góður gangur í strandveiðunum okkur?
Frábært að köllunum gengur vel í strandveiðunum en hvað segir það okkur. Jú það er miklu meiri fiskur á miðunum en áætlað var. Strandveiðarnar eru miklu ábyggilegri mælikvarði á ástand miðanna og fiskgengd í hafinu en togara rallið fíflalega. Hér eru alvöru sjómenn fagmenn sem leggja sig fram við veiðarnar og fylgja fiskinnum eftir en dóla ekki alltaf í sömu holunni (holu sem aldrei hefur kannski haldið fisk).
Það er skrítið að Hafró ( sem er náttúrulega bara jók) skuli ekki nota allar þær upplýsingar sem þeir fá frá flotanum til að bera saman við veiðar fyrri ára og sannfærast um að það er meiri fiskur á miðunum en áætlanir sýna. En það er óþarfi því að fiskigöngur hafa ekkert með úthlutanir aflaheimilda að gera.
LÍÚ gerir sýnar tillögur sem ganga upp við verð á kvóta. Með því að skapa skort á öllum tegundum verður til markaðsverð sem býr til verðmæti kvótans. Í viðskiptum við bankana og á frjálsum markaði með leigu kvóta og kvóta manna á milli.
Úthlutanir aflaheimilda hafa ekkert með afkastagetu miðanna og hvers fiskstofns að gera. Þjóðin tapar milljörðum á þessari endaleys á hverju ári og má ætla að við höfum tapað 70 milljörðum á ári frá hruni. Hefði mátt notað það.
![]() |
Góður gangur í strandveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2014 | 04:44
Allt misskilningur. Þetta er Framsóknarflokkur ekki Sjálfstæðisflokkur.
Furðuleg meinloka í fólki sem látið hafa Framsóknarplebbana úr Eimreiðinni draga sig á Asnaeyrunum í yfir 20 ár. Ef litið er til verka Flokksins í Ríkisstjórn síðan 1995 þá er hvergi hægt að finna neitt sem talist getur "stefna" okkar Sjálfstæðismanna eða hægristefna yfirleitt.
EINOKUN í atvinnulífinu eins og í sjávarútvegi og landbúnaði er hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né hægristefna heldur hrein Framsóknarmennska og spilling.
Spilling er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins....? Eða var það ekki fyrir Davíð að minnstakosti.
Driffjöður atvinnulífsins á að vera í höndum einstaklingsins....? Skapa honum aðstöðu til að stofna um sig fyrirtæki og byggja upp atvinnustarfsemi og skapa atvinnu og verðmæti....? Það þíðir ekki að gefa eigi vinum og vandamönnum Banka og önnur vel rekin ríkis- eða bæjarfyrirtæki það heitir spilling.
Forysta Sjálfstæðisflokksins er grímulaus hagsmunagæslu batterí fyrir litla klíku útgerðarmanna í kringum Þorstein Má sem búinn er að komast upp með að sölsa undir sig eigir og auðævi þjóðarinnar á kostnað almennings í landinu. Á kostnað sjómanna og almennra launþega, á kostnað atvinnurekenda og á kostnað ríkissjóðs. Af hverju heiðarlegt fólk lýsir yfir áframhaldandi stuðningi við þetta sukk og svínarí sem tíðkast í kringum Flokkinn í dag er mér með öllu óskiljanlegt.
Ég yfirgaf þennan Framsóknarflokk þegar Davíð tók við stjórn Flokksins af því að ég er Sjálfstæðismaður. Ég aðhyllist frelsi einstaklingsins til orðs og æðis en ekki EINOKUN og hagsmunagæslu. Ég aðhyllist stétt með stétt en ekki að færa fámennisklíku milljarða af eigum þjóðarinnar.
Kjósendur og hægrimenn yfirgefið þennan Flokk sem er ekkert nema spillingin uppmáluð og á ekkert skylt við Sjálfstæðisstefnuna.
![]() |
Ekki á leið úr Sjálfstæðisflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2014 | 05:04
Fátækraland í boði Sjálfstæðisflokksins og Kvótahirðarinnar
1983 í kjölfar skuttogaravæðingar í sjávarútvegi stóð íslensk þjóð á þröskuldi þess að verða ríkasta þjóð veraldar við hlið Noregs. Eftir lang mesta þróunarskeið í íslenskum sjávarútvegi þegar við gjörbyltum allri meðferð á ferskum fiski og reistum fullkomin frystihús varð mesta uppsveifla sem um getur í íslenskri þróunarsögu....en þá kom spilltasti stjórnmálamaður Íslandsögunnar Halldór Ásgrímsson til valda í sjávarútvegsráðuneytinu og klippti á frelsið í sjávarútvegi og kom á EINOKUN í anda Framsóknar.
Núna 30 árum seinna eftir mesta efnahagshrun sem yfir þjóðina hefur dunið vaknar þessi dugmikla þjóð upp við að kaupmáttur launa á Íslandi er sá LÆGSTI sem um getur í Evrópu og er þá Austurblokkin talin með.
Í skjóli Framsóknarmannanna (EIMREIÐIN) sem skipuðu sér í Forystu í Sjálfstæðisflokknum hefur hér komist á legg HIRÐ kvótahafa og bankabófa sem ekki einatt hafa komist upp með að sölsa undir sig aflaheimildir heldur einnig komið í veg fyrir að miðin væru full nýtt. Eyðileggingin sem af þessu hefur hlotist er í stuttumáli sú sem nú blasir við okkur. Gjaldþrota þjóð sem býr við sultarkjör miðað við auðævi landsins og kjör í nágrannalöndum.
Með fullum rétti má segja að í kringum sjávarútveg á Íslandi hafi verið framkvæmdur einn stærsti skipulagði GLÆPUR sem átt hefur sér stað í Evrópu eftir stríð. Þrátt fyrir meirihluta vilja þjóðarinnar að afnema þetta sauðspillta fiskveiðistjórnkerfi og EINOKUNINA sem því fylgir hafa ítök útgerðarmanna í stjórnmálaflokkunum komið í veg fyrir að þjóðin nái fram vilja sínum. Lýðræðið er fótum troðið og þjóðin svívirt svo Kvótahirðin (Moggahirðin) geti fullnægt græðgi sinni og eigingirni. Peningarnir og eignirnar sem við misstum liggja nú í hirslum þeirra.
Af hverju styður þú þetta þegar vitað er að stærsta hagsmuna mál þjóðarinnar er afnám kvótans?
15.3.2014 | 09:32
SJÁLFBÆRNIS KJAFTÆÐI notað í áróðurstríði LÍÚ
Vitleysan sem upp er komin í kringum stjórnun fiskveiða er til komin af því að ákvarðanatökur eru ekki í höndum fiskimanna heldur í höndum manna sem hafa ekkert vit á fiskveiðum og hegðun fisks yfirleitt. Þetta fólk treystir á að fiskifræðingar "viti" hvað er mikið af fiski í sjónum? En vita þeir það? Nei enginn veit hvað mikið af fisk er í sjónum eða hver viðkoma hvers árgangs er vegna þess að það eru ótal þættir sem spila inní slíka þróun.EN það er fiskifræðingum í hag að ljúga því að þeir viti hvað mikið sé af fiski í sjónum og að þeir séu búin að finna MÓTEL sem segi okkur hvað mikið af fiski verði í sjónum næsta ár og jafnvel 20 ár frammí tíman.
Stærsti skaðinn er svo þegar stjórnmála menn taka uppá að trúa í blindni ráðleggingum spekinganna og gefa þeim í áróðurskyni nafnið SJÁLFBÆRAR VEIÐAR. Bara við Íslendingar erum búnir að tapa meira en 70 milljörðum á ári í útflutningsverðmæti sjávarafla frá hruni útaf svona SJÁFBÆRNIS KJAFTÆÐI. Munurinn á ICES og Hafró virðist þó sem betur fer að þeir ætla að viðurkenna vitleysuna sem þeir eru búnir að við hafa en það gerir Hafró aldrei enda stjórnað af LÍÚ til að EINOKA greinina og halda uppi verði á kvóta.
Núna eru LEPPAR LÍÚ á þingi að fela sig á bak við SJÁLFBÆRAR VEIÐAR þegar þeir eru að ganga erinda útgeðarmanna að freista þess á falskan hátt að ná yfirráðum yfir hlutdeild Grænlendinga í makríl veiðunum. Má ég spyrja; er ekki græðgin í íslenskum útgerðarmönnum komin yfir mörkin þegar þeir senda sveitalubba sína til að freista þess að stela auðævum annara þjóða. Gæti ég ælt.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2014 | 08:27
Ríkisstjórn Jóhönnu var VOND ríkisstjórn. Ríkisstjórn LÍÚ er HRYLLINGUR.
Gömlu fjórflokkarnir sýna sig betur og betur að vera ónýtir og ónothæfir þjóðinni til nota við stjórn landsins. Hvernig stóð á að kjósendur kusu yfir okkur Framsóknarflokkinn og Framsóknarmennina í Sjálfstæðisflokknum er með öllu óskiljanlegt og lærum við nú af hverju málinu á fætur öðru að ríkisstjórn LÍÚ gengur erinda aðeins tveggja hópa í þjóðfélaginu SÍS mafíunnar og KVÓTAHIRÐARINNAR.
Því miður stendur íslensk þjóð andspænis því að lýðræðislegur réttur okkar er fótum troðin. Aðkoma okkar að stjórn landsins í formi þjóðfundar, stjórnlagaráðs og þjóðaatkvæðagreiðslu var/er hundsuð fyrir framan augun á okkur og í síðustu kosningum voru tveir flokkar uppfullir af fölskum gylliboðum notaðir til að slá ryki í augu kjósenda og útkoman varð þessi HRYLLINGUR sem nú birtist okkur í hverju málinu á fætur öðru.
Kæru kjósendur við verðum að koma þessari ríkisstjórn frá. Ekki bara af því að þau eru lygarar heldur af því að þeir sem stjórna þessari ríkisstjórn eru markvist að eyðileggja tækifæri þjóðarinnar til að stíga uppúr okkar mesta efnahagshruni sem þessir sömu aðilar bera ábyrgð á. Með samstilltu átaki getum við hrundið þessu LYGA hyski af þinginu og náð rétti okkar til nýrra kosninga þar sem við kjósum heiðarlegt fólk á þingið. Við komum stjórnarskránni okkar í lög og afnemum EINOKUN í sjávarútvegi og landbúnaði. Þetta á ekki að vera draumur á meðan illmenni eyðileggja tækifæri okkar heldur sá veruleiki sem við stjórnum sjálf á lýðræðislegan hátt. Munum við lifum ekki á "miðöldum".
Er ekki kominn tími til að ríkisstjórn sem er hrædd við þjóðaratkvæðagreiðslur segi af sér?
Samkvæmt nýju stjórnarskránni okkar, sem spilltur stjórnmálamaður kom í veg fyrir að færi í atkvæðagreiðslu í þinginu þrátt fyrir tryggan meirihluta viljugra þingmanna, er nóg að fyrir liggi undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um viss mál.
Lýðræði er ekki bara að meirihlutinn ráði heldur verður minnihlutinn að hafa rétt á að hlustað sé á hans hugmyndir og að þær fái Lýðræðislega umræðu og fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt er ekki aðeins réttlæti heldur viðleitni til að skapa sátt í þjóðfélaginu. Þess vegna má ekki hafa fjölda þeirra sem krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og háan og alls ekki hærri en 10 % atkvæðabærra manna.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2014 | 08:20
Bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um VANTRAUST á ríkisstjórn LÍÚ
Jú jú "þeir" eru hlynntir auknu beinu LÝÐRÆÐI (ekki ljúga þeir því)? Ok Gjörið svo vel.
Mikil óánægja er með lygarnar sem notaðar voru í kosningabaráttunni og má segja að um hafi verið að ræða "kosningasvik".
Nú þegar formennirnir hafa talað og lýst því yfir að þeir sjái ekkert athugavert við lygarnar og vanefndirnar séu sjálfsagaðar þrátt fyrir að þúsundir manna mótmæli á Austurvelli og tug þúsundir skrifi undir áskoranir um að standa við loforðin finnst mér liggja beinast við að við þjóðin fáum að taka þátt í fyrstu bindandi þjóðaratkvæðagreiðslunni (beina lýðræðinu) um vantraust á ríkisstjórnina.
3.3.2014 | 08:11
Frekjupungaríkisstjórn LÍÚ ætlar að afsala okkur nýtingu fiskimiðanna. Það er ekki lýgi.
Nú flagga útgerðarmenn því að SAMNINGALEIÐIN nýja kvótakerfið illræmda sé svo gott sem orðið að lögum. Svartstakkarnir sem ráða ríkisstjórn LÍÚ eru með hirð áróðursmeistara sem setja upp lygaáróður um ástandið í sjávarútvegi sem sagður er sá "best rekni" í heimi. Það sem áróðursmeistararnir gleyma að segja okkur er,
Sjávarútvegur er rekinn í skjóli EINOKUNAR ættaðri úr Skagafirði. EINOKUN á að sjálfsögðu hvergi að sjást í atvinnulífi og er stjórnvöldum til stór skamma.
Skuldir sjávarútvegs hafa aldrei verið meiri en í hruninu og afskrifa hefur þurft milljarða á milljarða ofan á sama tíma og fals hagfræðingar ljúga því að þjóðinni að reksturinn sé í lagi.
Útgerðin er búin að nota EINOKUNAR aðstöðu sína til að svín beygja sjómenn og láta þá borga kolólöglega KOSTNAÐARHLUTDEILD þrátt fyrir að góðæri sé í gengi, afla og á mörkuðum.
LÍÚ sem skipar sínum mönnum í stjórn Hafró og notar aðstöðu sína þar til að skammta úthlutanir aflahlutdeilda í þeim tilgangi að skapa VÖNTUN á hverri tegund fyrir sig til að halda uppi verði á kvótum útgerðanna. Halda uppi verði og veðheimild á hverri tegund fyrir sig á þessu hefur þjóðin orðið af ca. 50 milljörðum króna minnst síðan frá hruni.
Kvótinn brýtur í bága við almenn mannréttindi í formi "jafnræðisreglunnar". Íslensk stjórnvöld hundsa þá dóma.
Og síðast en ekki síst þá hefur EINOKUNIN skemmt markaðshlutdeild okkar á þorsk mörkuðum og í stað þess að afnema kvótakerfið eftir hrun og ná með auknum fiski og krafti í markaðsókn forskoti í markaðshlutdeild á okkar hefðbundnu mörkuðum sitjum eftir þegar Norðmenn auka sínar veiðar réttilega með ómældum skaða fyrir okkur. Þetta er hreinn skaði sem skrifast á Svartstakkana sem hér stjórna.
Það er sama hvar borið er niður í kvótakerfinu allstaðar er eyðilegging og skaði á íslenskt þjóðfélag augljós. Einu sem græða á þessu kerfi eru spillingar öfl í landinu sem notað hafa EINOKUNAR aðstöðu sína til að koma ár sinni vel fyrir borð í öðrum greinum atvinnulífsins til að auka tök sín og tryggja þannig varnir gegn réttlátri þróun samfélagsins.