Fátækraland í boði Sjálfstæðisflokksins og Kvótahirðarinnar

1983 í kjölfar skuttogaravæðingar í sjávarútvegi stóð íslensk þjóð á þröskuldi þess að verða ríkasta þjóð veraldar við hlið Noregs. Eftir lang mesta þróunarskeið í íslenskum sjávarútvegi þegar við gjörbyltum allri meðferð á ferskum fiski og reistum fullkomin frystihús varð mesta uppsveifla sem um getur í íslenskri þróunarsögu....en þá kom spilltasti stjórnmálamaður Íslandsögunnar Halldór Ásgrímsson til valda í sjávarútvegsráðuneytinu og klippti á frelsið í sjávarútvegi og kom á EINOKUN í anda Framsóknar.

Núna 30 árum seinna eftir mesta efnahagshrun sem yfir þjóðina hefur dunið vaknar þessi dugmikla þjóð upp við að kaupmáttur launa á Íslandi er sá LÆGSTI sem um getur í Evrópu og er þá Austurblokkin talin með.

Í skjóli Framsóknarmannanna (EIMREIÐIN) sem skipuðu sér í Forystu í Sjálfstæðisflokknum hefur hér komist á legg HIRÐ kvótahafa og bankabófa sem ekki einatt hafa komist upp með að sölsa undir sig aflaheimildir heldur einnig komið í veg fyrir að miðin væru full nýtt. Eyðileggingin sem af þessu hefur hlotist er í stuttumáli sú sem nú blasir við okkur. Gjaldþrota þjóð sem býr við sultarkjör miðað við auðævi landsins og kjör í nágrannalöndum.

Með fullum rétti má segja að í kringum sjávarútveg á Íslandi hafi verið framkvæmdur einn stærsti skipulagði GLÆPUR sem átt hefur sér stað í Evrópu eftir stríð. Þrátt fyrir meirihluta vilja þjóðarinnar að afnema þetta sauðspillta fiskveiðistjórnkerfi og EINOKUNINA sem því fylgir hafa ítök útgerðarmanna í stjórnmálaflokkunum komið í veg fyrir að þjóðin nái fram vilja sínum. Lýðræðið er fótum troðið og þjóðin svívirt svo Kvótahirðin (Moggahirðin) geti fullnægt græðgi sinni og eigingirni. Peningarnir og eignirnar sem við misstum liggja nú í hirslum þeirra.

 Af hverju styður þú þetta þegar vitað er að stærsta hagsmuna mál þjóðarinnar er afnám kvótans?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband