Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.5.2015 | 16:29
Það er búið að svelta og svívirða laun- og lífeyrisþega í 6 ár og genginu haldið niðri.
Hugsið ykkur. Frá hruni þegar þjóðin var gjaldfelld um 50% en útgerðinni gefið frítt spil er búið að gera allt til að verja lágt gengi og koma í veg fyrir að kaupmáttur fólksins hækki.
Hvað höfum við horft á?
Jú gerðir voru LÁG launa samningar við alla launþega líka í fiskvinnslu eftir hrun. Og með þessu á kostnað alþýðu búinn til ofurgróði til útgerðarinnar. Til að greiða niður skuldirnar sem ollu hruninu?? Já maður skyldi ætla það en hægði verulega á niðurgreiðslum við valdatöku ríkisstjórnar LÍÚ.
Við vorum látin éta ofaní okkur milljarða afskriftir (gjaldþrot) útgerðanna á sama tíma og þær héldu veðunum kvótunum (okkar).
Útgerðin tekur ofurgróðann af gengisellingunni og fjárfestir erlendis í sama tilgangi. Halda niðri genginu.
Seðlabankastjóri rekinn til að ná honum á leynifund LÍÚ og lesa honum stefnuna. "Ekki hækka gegnið hvað sem á dynur"! Og hundur LÍÚ settur á bankaráðið til að passa uppá Bankastjórann.
Og núna kemur fjármálaráðherra og upplýsir að búið sé að borga erlendu hrun lánin langt á undan áætlun?? En búið er að svívirða þjóðina um að engir peningar séu til og það sé eðlilegt að búið sé að ræna af okkur hluta eða öllum eigum okkar.
Lang stærsta kjarabót okkar lá í að hækka gengið og þar með raunverulegan kaupmátt launa. Hvernig hækkum við gengið og þar með tekjur okkar af sjávarútvegi??? Með því að byrja aftur að veiða fiskinn okkar og stór auka útflutning. En í staðinn er allt gert til að halda genginu niðri og niðursetja þjóðfélagið, bóta og lífeyrisþega.
Enn á að standa í vegi fyrir því að auka veiðar í samræmi við sögur sjómanna og mælingar hafró. Ríkisstjórn LÍÚ gerir sama og vinstri stjórnin leyfði sér að gera allt sem mögulega er hægt að gera til að halda niðri afkomu fólksins í landinu. Mikil eru völd og græðgi kvótahirðarinnar.
![]() |
Lán frá Póllandi greitt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2015 | 09:49
Það þarf að hækka (leiðrétta) gengi krónunnar
Það er sannarlega vitlaust gefið í íslensku þjóðfélagi og því miður virðist fólk ekki skilja að krónutölu hækkun launa er ALLS EKKI leiðin til að leiðrétta óréttlætið heldur þvert á móti leið til að fast setja óréttlætið í kjörum sem komið var á í hruninu.
Þetta e nákvæmlega það sem kvótahirðin og bankarnir vilja. Halda lágu gengi krónunnar og sigla sjálf á ofur gróðanum sem þetta skapar útgerðinni og útflutnings greinunum á kostnað launþega, lífeyrisþega og bótaþega og þar með opinbera geirans.
Þetta er ástæða þess að AFNÁM KVÓTANS er lang lang stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og við veðrum að ná að setja hér á "Sóknarmark með allan fisk á markað". Við verðum að stór auka útflutning og ná þannig að leiðrétta gengi krónunnar. Auka kaupmátt og ná hæstu launum niður á RÉTT PLAN í samræmi við afköst og vægi í atvinnulífinu. Framboð og eftirspurn virkar ekki núna eins og ef við afnemum EINOKUN í sjávarútvegi og landbúnaði og komum á markaðsverði á afurðir og vinnu fólksins.
Skrifum öll undir thjodareign.is og hefjum afnám kvótakerfisins og ægi vald kvótahirðarinnar.
16.5.2015 | 08:06
Tími til kominn að sannleikurinn sé uppi á borði .... ógeðslegs spilling
Mikið var að það er einhver með bein í nefinu og segir sannleikann um þann fáránlings hátt sem á sér stað í þjóðfélaginu og á Alþingi þar sem leppar hagsmuna afla hafa náð fótfestu í ríkisstjórn í skjóli lyga og fals.
Íslendingar þurfa að fara að skilja að það eru engar tilviljanir á bak við að hér er EINOKUN á sölu landbúnaðarvara að hér er EINOKUN á veiðum og vinnslu.
Einu sinni var hér á landi flokkur sem hét SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og var stærsti flokkur landsins af því hann barðist fyrir frelsi og rétti einstaklingsins. Við börðum gegn þessari EINOKUN og öllum einokunar tilburðum þeirra sem þóttust eiga meira en við hin í landinu fagra. ("Mokum Framsóknar flórinn" var kjörorðið).
En Framsóknarpakkið úr EIMREIÐINNI komst þar til valda því miður og síðan er leið Íslands búin að liggja niður á við. Komin tími til að hafna algerlega Framsóknarhyskinu í fjórflokknum og kjósa í framtíðinni HEIÐARLEGT fólk á þing og brjóta niður vald og græðgi Mafíunnar sem á rætur Skagafirði.
HVERS VEGNA VERSLAR FÓLK HJÁ OLÍS ????
![]() |
Segir Skagafjörð Sikiley Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.5.2015 | 11:43
Birtum öll gögn um kvótaviðskipti LANDSBANKANS
Margar misjafnar sögur ganga um kvótaviðskiptin og margar eru sögur eru getgátur og staðlausir stafir. Núna þegar þjóðin á Landsbankann væri ekki auðveldast að prenta út söguna og birta? Svo fólk viti sannleikann og það hvernig vissir menn hafa komist upp með að vaða um bankann og nota prentvélarnar að eigin vild?
Allt of margar sögur eru um vafasama vafninga varðandi hvernig fólk hefur misst kvóta og eignast kvóta. Hlýtur að vera þjóðfélaginu til góðs að hreinsa til í kringum þessi mál og taka af allan vafa hvort eitthvað hefur farið fram sem talist getur á gráu svæði.
Kannski aðrir bankar vilji gera hreint fyrir sínum dyrum svona þegar endalok kvótanst eru í námd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú ætti ríkisstjórnin og ráðherra sjávarútvegsmála að grípa inní þegar í stað og stór auka aflaheimildir í þorski og forða þannig stór slysi. Sögur um kvótalitla báta hér með Suður og SV landi sem kasta uppí tugum tonna í hverri veiðiferð!
Þetta er náttúrulega bara geggjun þegar við ættum að vera að veiða 500 þus tonn af þorski skulum við horfa uppá takmarkanir á trillubátum á meðan kvótahafar skipa sjómönnum að kasta hundruðum þúsunda tonna af dauðum fiski í sjóinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kvótapúkinn hefur haft hægt um sig undanfarið og látið Hag-Álfanna um að aðstoða ríkisstjórn LÍÚ við að herða EINOKUNINA og eignarhald kvótahirðarinnar á sjávarauðlindinni. Hag-Álfarnir sem komist hafa upp með það í 25 ár að flokka almenning í landinu sem fífl og auðtrúa asna dróu "sáttaleiðina" sem eitthvað stóð í þinginu og almenningi til baka en í staðinn smelltu mjúku Makrílfrumvarpi inn á borð Alþingis svona til að kanna viðbrögðin og opna leið sáttaleiðarinnar.
Eitthvað höfðu þessir fávitar úr HÍ misreiknað "heimsku" þjóðarinnar því fyrr en varir var það þjóðin sem reis upp á afturlappirnar og setti ríkisstjórn LÍÚ stólinn fyrir dyrnar. Ekkert makrílfrumvarp í gegnum forsetann og ekkert frumvarp frá þessari ríkisstjórn í gegn um forsetann og þar með var óskabarn Kvótapúkans og vina hans í Skagafriði Sáttaleiðin í uppnámi.
Farsíminn frægi sem notaður var á árum áður til að hrella mann og annan sem vogaði sér að segja sannleikann um eyðileggingu kvótans var rifinn upp og leppar og leppalúðar LÍÚ utan þings sem innan látnir koma fram með í skyndi soðið rugl og afsakanir bull og þvætting, ásakanir á þennan og hinn allt til að þóknast kvótapúka kvikindinu sem úr skúmaskoti sínu hefur komist upp með undirferli og fals í sjávarútvegi og eyðilagt og EINOKAÐ helstu auðlind þjóðarinnar.
Nú má þjóðin (fíflin við) vera viðbúin að fá það óþvegið. Ekki yrði ég hissa þótt það færu að heyrast aftur hótanir á borð við "við siglum flotanum í höfn" eða "legg Dalvik í eyði". Mikið veðrur gott þegar þjóðin losnar endanlega við skrímslið í Eyjafirði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2015 | 00:09
Fyrirsjáanleikinn er orðskrípi um aðferð til að hækka verð á kvótanum fyrir kvótabörnin.
Það er enginn ófyrirsjáanleiki í lygafalsi ráðherrans. Aldrei hefur á jafn undirförlan og lágkúrulegan hátt átt að fara bak við þjóðina. En sem betur fer var þjóðin undirbúin því versta og lætur þetta ógeðslega lið ekki draga sig lengur á asnaeyrunum.
Ráðgjafar ríkisstjórnar LÍÚ eru gamlir í hettunni og hafa séð um lygaáróður útgerðarinnar um langt skeið. Þeir fara mikinn en koma upp um sig og klæki sína með afglapalegum "nýyrðum" til að glepja um fyrir fólki eins og þetta orðskrípi "fyrirsjáanleiki" og núna í stað kvótasetja "hlutdeildarsetja".
Sem betur fer var fólk undir þennan skrípaleik búið og núna verður kvótakerfið ekki bara jarðað heldur verður þessi fáránlega stjórnmálastefna sem kenna má við Davíð-isma afnuminn með öllu. Nóg er komið af óheiðarleika og spillingu í kringum stjórnmálin og verður því nú að linna og þjóðin að fá sína nýju stjórnarskrá til að forða sér frá að inná Alþingi komist nokkru sinni aftur annað eins samansafn af bófum sem eru reiðubúin að reka rýtinginn í bak þjóðarinnar fyrir óheiðarlega hagsmunapotara.
![]() |
Það eru allir á móti þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til Hamingju Ísland
Jæja loksins loksins loksins kæra þjóð þá er þetta helvíti á enda. Einokun útgerðarinnar sem búin er að kosta þjóðina ekki bara velferðarkerfið heldur líka kaup og kjör launþega og lífeyrisþega.
Látum nú Samfylkinguna ekki draga okkur á asnaeyrunum lengra inní kvótaruglið. Afnemum kvótann og tökum upp sóknarmark með allan fisk á markað þar sem við tökum gjald af aflanum á markaði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Takið eftir einu þegar þið rökræðið við þennan Ráðherra. Hann er alltaf í samband við "vin" á pattinum.
( Lygi 1)álits umboðsmanns Alþingis að stjórnvöldum hafi verið skylt að annað hvort hlutdeildarsetja makrílinn eða setja sérlög um hann frá árinu 2011.
SANNLEIKUR það er alveg skýrt núna í lögum um stjórn fiskveiða að ráðherra getur og má stjórna fiskveiðum með reglugerðum til eins árs og er þetta rakalaus lygiáróður.
( Lygi 2 )þegar kæmi að hlutdeildarsetningu tegundarinnar. Sex ára gildistími sé lágmarkstími fyrir þann fyrirsjáanleika sem atvinnugreinin þurfi til að geta fjárfest og byggt upp sjávarútveginn.
SANNLEIKUR héðan í frá sem hingað til er yfirdrifinn "fyrirsjáanleiki" fyrir útgerð á Íslandi að hafa VEIÐILEYFI VIÐ ÍSLAND til 5 ára. Að hafa EINOKUN á veiðum við Ísland hefur aldrei þurft og þær útgerðir sem þurfa slíkt EINOKUNAR LEYFI eiga bara að fara eitthvað annað þar sem þær geta keypt slíkt.
(Lygi 3)þegar hér var verið að veiða langt umfram heimildir og getu stofnanna til þess að standa undir sjálfbærum vexti
LYGI LYGI LYGI - SANNLEIKUR Aldrei fyrir kvótann var fiskað umfram heimildir og getur Lygarinn ekki nefnt eitt dæmi um að íslenskir sjómenn hafi nokkru sinni veitt um fram heimildir. Aldrei fyrir kvótann hefur verið veitt umfram getu stofnanna og getur lygarinn ekki nefnt eitt dæmi um slíkt en ætlar sér hvað eftir annað að komast upp með svona helbera LYGI. STAÐREYND - eina skipti sem ég veit til þess að menn hafi farið offari var á árunum 1987 til 1990 þegar Norðlenskir togarar (frystitogarar) lágu heilu veturna á smá fiski í hólfi sem Framsóknarráðherrann opnaði fyrir þá útaf Húnaflóa. 1990 var okkar minnsta þorskveiði ár í manna minnum.
(Lygi 4)alltof mörg skip og allir á hausnum
LYGI LYGI LYGI hér er áróðursmaskína LÍÚ út Háskóla Íslands ásmat LYGARANUM að breyta staðreyndum sögunnar. Þrátt fyrir 130 NÝJA skuttogara fyrir kvótann var útgerðin með jákvæða EBITDA og í samkeppni umhverfi voru sára fá og færri útgerðir sem urðu gjaldþrota heldur en útgerðir sem hafa fengið milljarða afskriftir í dag.
( Lygi 5) Sigurður Ingi sagði að síðasta ríkisstjórn hafi skapað lögmætar væntingar hjá þeim sem hófu veiðar á makríl með fyrirheitum um að þeir gætu vænst þess að til þess yrði horft við hlutdeildarsetningu ef þeir færðu sig út í manneldisvinnslu.
SANNLEIKUR enginn getur skapað lögmætar væntingar að EINOKUN á eign þjóðarinnar.
Tökum eftir að þegar lyga áróður þeirra skíthæla LÍÚ í Háskólanum fer í gang hjá þeim sem ganga erinda kvótahirðarinnar DETTA inn nýyrði eins og
fyrirsjáanleiki! Núna allt í einu á ekki vað vera hægt að gera út eða fjárfesta öðruvísi en það sé "viss fyrirsjáanleiki". (áður langtíma hugsun). Þessi fyrirsjáanleiki sem á að felast í því að menn fái lengir EINOKUNAR tíma tryggðan með lögum er eigöngu til að gera kvótann VERÐMÆTARI Í VIÐSKIPTUM. Hefur ekkert með fjárfestingar í tækjum og tólum að gera.
Og núna eins og aflamark í stað kvóta er komið orðið "hlutdeildarsetning". Kæru landsmenn látum ekki þetta Framsóknar lyga hyski hafa okkur að slíkum fíflum að við vitum ekki að hér er verið að breyta nafninu á kvóta í "hlutdeildarsetning" til að villa um fyrir kjósendum. Óheiðarleikinn, frekjan og yfirgangurinn sem kemur fram í hegðun ráðherrans og kollega hans í ríkisstjórninni er viðbjóðslegur. Fellum þessa ríkisstjórn lygara og loddara og náum í okkar eigin þjóðfélag með okkar eigin stjórnarskrá.
![]() |
Gefi í óréttlæti kvótakerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2015 | 10:31
Logið að þjóðinni og málgagn LÍÚ slær upp lyginni sem heilögum sannleik þegar raunin er allt önnur.
Í þann mund sem sögur af aflaskipi sem tók 90 tonna hal já ég sagði níutíutonn af þorski í einu hali til að fylla skipið koma lygasögur um að brottkast á þorski sé rúm þúsund tonn.
Sögur sjómanna sem ekki geta látið nöfn sín í umfjöllina um að frystitogarar hreinsi 5 og 10 tonn út úr mótökunni þegar nýtt hol er híft inn og bátar sem leigja sér kvóta á 215 til 225 kr kg hendi öllum smærri þorski.
Raka laus skortúthlutun á ýsu kvóta gerir það að verkum að bátar týna ýsuna beint í sjóinn.
Kæru lesendur rísum upp og afnemum kvótann og eyðilegginguna sem honum mun alltaf fylgja. Ekki láta neinn segja að hægt sé að laga kvóta kerfið því það er ekki hægt. Spillingin og þjófnaðurinn er innbyggður í kvóta sama hvernig hann er útfærður.
Við í Sóknarhópurinn.is boðum afnám kvótans og upptöku Sóknarmarks með allan fisk á markað. Við boðum að eftir ráðleggingar fiskifræðinga og sjómanna gefi ráðherra út þorskveiðidaga fyrir 3 tímabil á árinu og þá ræðst hvort þorskaflinn verið meiri eða minni en áætlað var og þjóðin mun eins og fyrir kvótakerfið njóta góðæranna sem af okkur er stolið í dag.
![]() |
1.935 tonnum af ýsu var hent í hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |