Birtum öll gögn um kvótaviðskipti LANDSBANKANS

Margar misjafnar sögur ganga um kvótaviðskiptin og margar eru sögur eru getgátur og staðlausir stafir. Núna þegar þjóðin á Landsbankann væri ekki auðveldast að prenta út söguna og birta? Svo fólk viti sannleikann og það hvernig vissir menn hafa komist upp með að vaða um bankann og nota prentvélarnar að eigin vild?

Allt of margar sögur eru um vafasama vafninga varðandi hvernig fólk hefur misst kvóta og eignast kvóta. Hlýtur að vera þjóðfélaginu til góðs að hreinsa til í kringum þessi mál og taka af allan vafa hvort eitthvað hefur farið fram sem talist getur á gráu svæði.

Kannski aðrir bankar vilji gera hreint fyrir sínum dyrum svona þegar endalok kvótanst eru í námd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband