Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fyrirsjáanleikinn felst í því að eyðileggja eins mikið og þeir geta fyrir komandi kynslóðum.

Framsóknarmenn með stuðningi Framsóknarplebbanna í Sjálfstæðisflokknum gera allt sem þeir geta til að eyðileggja eins mikið og þeir geta áður en þeim verður rutt útúr þinginu. 

Gerum það gott fólk losum okkur við þetta lið PLEASE


mbl.is „Málinu lokið af hálfu ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu á að auka veiðar þegar í stað...loksins þegar Hafró hættir að ljúga.

Ráðherra hefur heimild samkvæmt 3 gr laga um stjórn fiskveiða að auka við úthlutun aflaheiilda ef þurfa þykir. Nú er loksins búið að viðurkenna að það er nógur fiskur um allt og ekkert annað að gera en að gefa handfæraveiðar frjálsar og stór auka við kvótann bæði í Þorski, ýsu og karfa.

Hvað þorskinn varðar er alls ekki gott að hafa þennan stóra fisk á miðunum í of miklu mæli þar sem hann leggst á smá fisk og seiði. Síðan eru miklar líkur á að hann hverfi af miðunum í sumar eða haust í fæðuleit.


mbl.is Samtök fiskframleiðenda vilja auka kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sáttaleiðin" og Makrílfrumvarpið leið fyrir útgerðina til ennfrekari lántökum og svínaríi.

Eins og Ingólfur Arnarsson lýsir svo vel í viðtalinu í Silfrinu er núna verið að reyna endurtaka skollaleikinn sem átti sér stað fyrir hrun. Þar sem stjórn fiskveiða var hundsuð en kvótinn notaður til að skuldsetja útgerðirnar og draga þannig fé út úr greininni.

Við þetta töpuðu við Íslendingar ekki bara milljörðum í töpuðum útflutningi heldur urðu þúsundir manna atvinnulaus og bæjarfélög og ríkið urðu af beinum tekjum.

Hér voru menn með skipulögðum hætti að leika sér með fjöregg þjóðarinnar. Gáfu skít í framtíð landsmanna á meðan þeir rökuðu sér ódýrum peningum sem þeir fjárfestu síðan heima og erlendis í eigin þágu.

Þessar fjárfestingar með ódýrum Matador peningum skekktu síðan allt þjóðfélagið og allt í einu var auður sjávarútvegsins farinn úr greininni bæði vegna skortveiði sem komið var á í gegnum hreðjar tök LÍÚ á Hafró og lántökum byggðum á eign þjóðarinnar kvótanum kominn inní banka hítina. Þar sem léku sér með auðævi þjóðarinnar á spilaborði græðgi og vellystinga á meðan lands byggðin varð af atvinnutækifærunum. Eignir fólks hrundu í verði og fjölskyldur splundruðust.

Kæri lesandi gerðu það fyrir mig að skilja hvað hefur átt sér stað og gerðu þér grein fyrir að þetta var gert að yfirlögðu ráði með skipulögðum hætti og nú á að leika sama leikinn aftur með nýja kvótafrumvarpinu og makrílfrumvarpinu. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að þeir komist upp með þennan glæp einu sinni enn er að AFNEMA MEÐ ÖLLU KVÓTAKERFIÐ. Taka upp aftur SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ í einhvern tíma ( 3 ár ) til að ná okkur frá þessari endaleysu.

Vinsamlega deilið þessu fyrir okkur.

 


"Allt" sem Óli Ufsi segir er satt ... hagfræðingur segir frá.


Sóknarmark og allur fiskur á markað ... er upphaf en ekki endir

Þegar litið er á fiskveiðistjórnina kemur greinilega fram að okkur gekk frábærlega og miklu betur við að hámarka afrakstur þjóðfélagsins af þjóðarauðlindinni fyrir kvótann en eftir að hann var settur á. Þrátt fyrir að nú sé heimsmarkaðsverð á fiski sé í dag meira en þrefalt á við það sem það var fyrir kvótann. 

Kvótakerið íslenska hefur ekki haft nein áhrif á heimsmarkaðsverð á fiski eins og útgerðin vill vera láta önnur en að við erum búin að missa markaðshlutdeild á okkar sterkustu mörkuðum.

Sóknarmarkið var gott kerfi til stjórnunnar fiskveiða og um það var alger sátt innan sjávarútvegsins. Núna höfum við það í hendi okkar þegar við erum komin á það stig að útgerðin er gjörsamlega búin að missa sig í yfirgang og græðgi að við verðum að komast frá þessu. Þá er ekki leið að reyna að flikka uppá ónýtt kerfi sem aldrei getur hjálpað okkur að hámarka afraksturinn eða setur okkur í áhættu að þurfa að bæta útgerðinni fyrir innköllun kvótans. 

Lög um stjórn fiskveiða eru tilbúin til að breyta um stjórn fiskveiða með einu pennastriki. Notum okkur það áður en leppar LÍÚ koma í veg fyrir að það sé hægt. Enginn ætti að efast um að okkur vantar nýtt upphaf.


Íslenskur efnahagur er handónýtur eftir 30 ár í kvótakerfi...sem nú á að FESTA í sessi

kvot

 

Fólk verður að fara að skilja að kvótakerfið hefur engu skilað í 30 ár öðru en skortveiði og töpuðum útflutningsverðmætum.

Ef við áætlum bara frá Hruni má fullyrða að við séum búin að tapa 80 milljörðum á ári minnst í útflutningstekjum. Þá má segja að fyrir utan hliðartekjur hafi ríki og borg tapað 20 milljörðum á ári eða yfir 100 milljörðum í hreinar / beinar tekjur af útflutningi.

Við verðum að skilja að þessi fáránlega aðferð við að stjórna sókninni í fiskistofnanna getur aldrei gengið því að við getum aldrei sagt til um veiðar næsta árs með neinni vissu með eins árs fyrirvara.

Yfir 70% af þjóðinni hefur allan tímann verið á móti kvótanum en aldrei hefur verið hlustað á okkur. Er ekki tími til að við brjótumst undan þessu oki spilltra leppa kvótahirðarinnar og afnemum kvótann og tökum upp réttlátt fiskveiðistjórnkerfi sem gerir bæði verndar fiskstofna og hámarkar arðinn af auðlindinni í hendur okkar eigenda auðlindarinnar.

Í dag vegna nú gildandi laga um stjórn fiskveiða getum við afnumið kvótann með einu pennastriki. Ef leppar LÍÚ koma sínum áætlunum fram þá verður kvótakerfið og eign fárra greipt í stein og mun taka blóðuga byltingu að ná aftur yfirráðum yfir fiskveiðum og vinnslu með enn meiri eyðileggingu.


mbl.is Íbúarnir við það að gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur kallar alvarlegustu efnahagsbrot Íslandssögunnar....neeei passar ekki

Hæstiréttur segir um Al Thani málið að það séu alverlegustu efnahagsbrot Íslandssögunnar?

Þetta vitum við að stenst ekki. Veðsetning kvótakerfisins og ofurlán til útgerðafyrirtækja langt umfram eiginfé var miklu stærra efnahagsbrot og þegar litið er á ofbeldið með þöggun og viðhald kvótakerfisins gegn filja þjóðarinnar (70% andvíg kvótanum)  í skjóli pólitískrar spillingar er stjórn fiskveiða, lánafyrirgreiðslu til útgerðarinnar og afskriftir lána lang stærsta efnahagsbrot ekki bara á Íslandi heldur í allri EVRÓPU síðan í Frönsku byltingunni.

Hvernig var refsað í kjölfar Frönsku byltingarinnar??


Sjálfstæðismaðurinn og bjargvætturinn Einar Oddur um kvótakerfið. Látum ekki ljúga að okkur.

Einar Oddur og kvótinn


Þjoðin bað ekki um þetta stríð og má alls ekki tapa því. Stoppum Makrílfrumvarpið.


Ríkisstjórn LÍÚ freistar þess að það taki 2 þing að afnema eyðileggingar þeirra

Hér vogar útgerðin sér að leggja fram nýtt kvótafrumvarp Makríl Kvótafrumvarp þar sem á að taka TVÖ kjörtímabil að leggja óskapnaðinn af. Þetta frumvarp má aldrei verða að lögum NO MATTER WHAT (Lesið greinina og sjáið)

3. gr. Tímabundnar aflahlutdeildir. Aflahlutdeildir sem úthlutað er skv. 4. gr. eru tímabundnar og halda gildi sínu í sex ár frá gildistöku laganna. Óheimilt er að fella þær úr gildi, að hluta eða öllu leyti, með minna en sex ára fyrirvara. Sex ára gildistími aflahlutdeilda framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi ákvæði þessu ekki verið breytt fyrir 1. janúar ár hvert.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband