Það er búið að svelta og svívirða laun- og lífeyrisþega í 6 ár og genginu haldið niðri.

Hugsið ykkur. Frá hruni þegar þjóðin var gjaldfelld um 50% en útgerðinni gefið frítt spil er búið að gera allt til að verja lágt gengi og koma í veg fyrir að kaupmáttur fólksins hækki.

Hvað höfum við horft á?

Jú gerðir voru LÁG launa samningar við alla launþega líka í fiskvinnslu eftir hrun. Og með þessu á kostnað alþýðu búinn til ofurgróði til útgerðarinnar. Til að greiða niður skuldirnar sem ollu hruninu?? Já maður skyldi ætla það en hægði verulega á niðurgreiðslum við valdatöku ríkisstjórnar LÍÚ.

Við vorum látin éta ofaní okkur milljarða afskriftir (gjaldþrot) útgerðanna á sama tíma og þær héldu veðunum kvótunum (okkar).

Útgerðin tekur ofurgróðann af gengisellingunni og fjárfestir erlendis í sama tilgangi. Halda niðri genginu.

Seðlabankastjóri rekinn til að ná honum á leynifund LÍÚ og lesa honum stefnuna. "Ekki hækka gegnið hvað sem á dynur"! Og hundur LÍÚ settur á bankaráðið til að passa uppá Bankastjórann.

Og núna kemur fjármálaráðherra og upplýsir að búið sé að borga erlendu hrun lánin langt á undan áætlun?? En búið er að svívirða þjóðina um að engir peningar séu til og það sé eðlilegt að búið sé að ræna af okkur hluta eða öllum eigum okkar.

Lang stærsta kjarabót okkar lá í að hækka gengið og þar með raunverulegan kaupmátt launa. Hvernig hækkum við gengið og þar með tekjur okkar af sjávarútvegi??? Með því að byrja aftur að veiða fiskinn okkar og stór auka útflutning. En í staðinn er allt gert til að halda genginu niðri og niðursetja þjóðfélagið, bóta og lífeyrisþega.

Enn á að standa í vegi fyrir því að auka veiðar í samræmi við sögur sjómanna og mælingar hafró. Ríkisstjórn LÍÚ gerir sama og vinstri stjórnin leyfði sér að gera allt sem mögulega er hægt að gera til að halda niðri afkomu fólksins í landinu. Mikil eru völd og græðgi kvótahirðarinnar.


mbl.is Lán frá Póllandi greitt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband