Færsluflokkur: Bloggar

Ég dáist af Bjarna Benediktssyni

Ég er ekki hrifinn af því að við skulum sitja uppi með Icesave-málið og enn verra er að þurfa að borga. En við verðum að hafa frið og einhver staðar verður að stoppa. Bjarni gerir rétt og er vonandi að hér sé að verða sá viðsnúningur sem nauðsynlegur er fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hafna Davíðsismanum og taka upp stefnu sem gengur út á að skapa hér frjálslynt samfélag sem byggir á "frelsi einstaklingsins til athafna"  í stað þess að ganga eingöngu erinda sérhagsmuna hópa.

Klíkuskapur var annarra flokka fyrir Davíðsisman og er óþolandi að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa verið dreginn niður á það plan eins og gert var strax í Borgarstjóratíð Davíðs Oddsonar og hélt svo heldur betur áfram eftir að hann tók við sem Forsætisráðherra. Menn vita að það þarf hugrekki til að fara á móti þeim öflum sem vilja þetta land fyrir nokkra útvalda og einokra tækifærin í landinu. En þannig  fyrirkomulag fer ekki saman við grunn hugmynd sjálfstæðis stefnunnar.

Það þarf sterkan foringja til að hrista af sér klær eiginhagsmunaseggja og komast upp úr rústum Davíðsismans. Vonandi sjáum við Bjarna Benediktsson taka fast í taumana og stýra Sjálfstæðisflokknum í það forystu hlutverk sem þjóðin þarf á að halda núna þegar neyðin er stærst.


Glærur Þorsteins Má

Þorsteinn birtir Glærur sínar á heimasíðu Samherja og er hollt hverjum sem áhuga hefur á stjórnun fiskveiða að lesa það sem þar stendur. Jú Þorsteinn þurfti ekki að segja fólki að hann kann sannarlega það sem hann er að gera en engin glæran segir ´hvorki eitt né neitt sem réttlætir "kvótakerfið".

Þorsteinn veit að það er aðeins heimska eða græðgi sem mælir með kvótakerfi við veiðar á botnfisktegundum svo hann sleppir því bara að fara út á svo hálan ís en reynir í þess stað að upplýsa okkur um hve ómissandi atvinnurekandi hann er.

Ég get þó fullvissað Þorstein um það að við hefðum komist betur af án hans aðkomu að því sem farið hefur fram á þessu landi síðan Davíðsisminn tók við og keyrði þjóðina í gjaldþrot. En Þorsteini Má er sama um okkur þjóðina við erum bara limir sem eiga að dansa eftir hans höfði því hann er svo klár.

 Þetta stendur í Glæum Þorstens. 


Þorsteinn Már og frjáls skoðana skipti

Eftir að hafa lesið yfirlýsingu Þorsteins Más á heimasíðu Samherja get ég ekki orða bundist þegar ég heyri  þennan fant segja“....líða engum að setja fram skoðanir sínar..“. ‚Í 15 ár er Þorsteinn Már búinn ásamt öðrum útgerða aðilum að fara á eftir mér vegna skoðana minna og skrifa um kvótakerfið. Fyrst fékk hann mig rekinn af skipi Granda Viðey árið 1997. Þegar ég  tók síðan þátt í kosninga baráttu Frjálslynda flokksins 1998 hótaði hann Hampiðjunni að stoppa öll viðskipti yrði ég ekki tafarlaust rekinn! ‚Áriða 2008 lét hann bola mér út úr fyrirtæki sem ég hafðistofnað til veiða í Afríku og gerði mig þar með gjaldþrota. Og nú síðast fyrir stuttu síðan fór hann í umboðsmann veiðileyfa í Mauritaníu og hafði í hótunum við hann ef hann vogaði sér að láta mig hafa veiðileyfi þar.

Það var fyrir ári síðan að ég sendi grein í Moggann eftir að mér var lofaðað þeir myndu birta hana. 2 dögum seinna og 5 dögum áður en greinin skyldi birthringdi Þorstein í mig og spurði mig hvort ég vissi ekki að hann hefði komið aðframan greindum aðförum gegn mér!

Davíð Oddson ritstjóri hafði hringt í Þorstein og spurt hann hvor hann væri ekki búinn að þagga niður í mér?

Fram að þessum símtölum hafði ég ekki hugmynd um að Þorsteinn væri að baki þessum atriðum sem höfðu haft svo afdrifríkar afleiðingar á mitt lífshlaup. Aldrei hafði ég í greinum mínum farið niðrandi orðum um þá frændur hjá Samherja þvert á móti eins og menn sjá sem lesa fyrri skrif mín í mogganum áður en
þaggað var niður í mér.

Ég styð ekki afnám kvótans og upptöku Sóknarmarks til að knésetja Samherja sem er sannanlega eitt best rekna fyrirtæki í sjávarútvegi í heiminum og mun standa sig við í havða kerfi sem notað er við stjórnun fiskveiða.


AUGLÝSING

Ég vil misnota aðstöðu mína og auglýsa eftir rökum sem styðja áfram haldandi stýringu fiskveiða með notkun kvóta stýringu í einhverri mynd. Ég þarf ekki á lýsingu á Ragnarökum eða enda veraldar ef kvóti er afnuminn. Bara rök sem mæla með áframhaldandi notkun kvóta við stýringu á botnfiskveiðum.

Einu rökin sem ég hef heyrt hingað til eru "enda veraldar" rökin eða annað sé "bull". Ekki mjög siklvirk rök til að byggja afkomu atvinnugreinar og byggðarlaga.

 Stýrikerfi fiskveiða þarf að byggja upp og hámarka veiði hverrar tegundar fyrir sig.


Nu hrin i Davið

Nu hrikkir i Daviðistunum þeir skilja ekki hvadan a sig stendur veðrið þegar ris upp folk a Alþingi og gerir eitthvað annað en þeim likar. Jon Bjarnason og nu Johanna eru byrjuð ad höggva burt Davið-ismann og syna ofbeldismönnum utgerðarinnar enga virðingu. Nu verður afnumið kvota-kerfið sem Davið er guðfaðir að og her tekið upp kerfi sem gerir öllum þegnum landsins jafn hatt undir höfði. Þa hrin i Davið sem getur ekki lengur kallað til fantinn sem hann hefur notað til að hota mönnum öllu illu afturkalli þeir ekki skoðanir sinar. Ömuleg endalok manns sem atti öll tækifæri til að vinna þjoð sinni heill en kaus að leggjast a sveif með eyðilegginaröflum.

Hreinn aulaháttur

Sjá menn hve aulahátturinn er mikill hjá Þorsteini Má og já-bræðrum hans innan LÍÚ. Eftir hallærisganginn þegar þeim varð á að hóta að sigla flotanum í land ætla þeir nú að beita skipstjórunum fyrir sig. "Samstaða sjómanna og útgerðar" hvílíkur tvískinnungur og hræsni. Enn situr litli skíthællinn á Akureyri og heldur að hann geti farið með yfirgangi gegn Íslensku þjóðfélagi eins og hann er búinn að öskra í kaf alla sem mótmæltu honum á LÍÚ fundum. Frekjan í þessum manni er er komin út fyrir allan þjófabálk og væri best að forsætisráðherra og ríkisstjórnin feli hetju sinni Jón Bjarnasyni að hafa samband við manninn og segja honum hve stutt sé í að hann verði sviptur öllum veiðileyfum hér við land ef hann og félagar hans fara ekki að haga sér eins og menn og byrja að sýna þjóðinni, sem hefur greinilega ofalið þá, tilhlýðilega virðingu.

Ég er ekki vinstri-maður en ég styð ríkjandi ríkisstjórn sem er réttilega kjörin. Það er ekkert sem getur réttlætt það sem á sér stað í þjóðfélaginu að undirlagi útgerðamanna. Að leyfa sér að reyna að setja þjóðina í uppnám til að fullnægja græðginni sem þetta fólk getur ekki hamið og hrokinn að halda því fram að hér fari allt í kalda kol ef þetta fólk stjórnar ekki veiðunum og vinnslunni. Fásinnan í þessu er slík að engu tali tekur. Er þetta fólk ekki búið að skuldsetja fyrirtækin þannig að sama hvað gert verður með ríkjandi kjarasamningum verða þessi fyrirtæki gjaldþrota. Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi mun standa sig vel við hvaða aðstæður sem ríkisstjórnin leggur til og í stað þeirra sem ekki kunna eða geta koma nýir aðilar sem kunna og geta.

Þjóðin þarf ekki að óttast að hér verði einhver Ragnarök ef skipt er um kerfi við stjórn fiskveiða. Það þarf ekki einu sinni að kalla flotann inn eina sem skeður er að flæði fjármagns mun aukast um þjóðfélagið og atvinna mun aukast. Innan fárra mánaða mun hagvöxtur aukast og Nýtt Ísland án gróða punga mun sjá dagsins ljós. PS mætti setja það í lög að banna gróða punga? 


Stríðið heldur áfram

Hér sér almenningur hvernig plott Þorsteins Má er búið að planta sér inní þjóðlífið allt. Áður fyrr voru nánast allir sjómenn harðir á móti þessu kvótakerfi en núna er búið að hreinsa út alla sem voguðu sér að andmæla kerfinu og restinni hefur verið hótað með okkur sem vorum reknir. Og hvernig búið er að koma mönnum í æðstu stöður Hagsmuna félaga sjómanna er einstakt og verður ekki skýrt öðru vísi en að hótanirnar um uppsagnir knýi menn til að kjósa sérvalda menn í þessar stöður. Ég get hvatt menn til að fara um borð í skip stórútgerðanna og hlusta á menn og þá heyra þeir að fullyðingar mínar um að aðeins sé þrennt sem fær menn til að mæla með kvótakerfinu. Hótanir, heimska og græðgi. Lesið málflutninginn sem kemur fram í greininni og þá sjáið þið hvaða flokki þessi málflutningur tilheyrir.

Það er sorglegt að hlusta á svona grín og ég vona að ríkisstjórnin sé tilbúin ef menn láta verða að því að sigla skipunum inn. Tafarlaus veiðileyfa svipting og skipstjóri sem tekur ábyrgð á svona gerningi stundar ekki veiðar við íslands strendur um ótiltekið árabil. Látum þessa fugla svo standa við stóru orðin. Gjörið svo vel. 

 Kæru sjómenn treystið þið þessum gæjum til að fara fyrir eigendur skipanna og tryggja ykkur réttlát laun? Þetta eru skræfur sem sleikja ...  þið við hvað á viðsemjendum ykkar. Þeir eru ekki að vinna fyrir ykkur. Losið ykkur við svona hækjur.  Kveðja Oli Ufsi


mbl.is Skipstjórnarmenn taka undir málflutning SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hýddir á gapastokk sögunnar

Það er því miður búið að fara illa með fjölda fólks í sjávarútvegi og hræðilegt til þess að hugsa að hér var verið að plotta hvernig væri hægt að ná undir fáa útvalda sem mestu af aflaheimildunum. Sem dæmi get ég nefnt að eitt sinni er  þorskstofninn rétti úr kútnum og þorskur var um allan sjó þá nefndi ég við yfirmann minn hjá Granda hvort ekki væri ráð að ýta á með auknar aflaheimildir í þorski. Svarið sem ég fékk frá manninum voru að ekki mætti auka við aflaheimildir því "þeir væru ennþá að deyja". Átti hann þar við smá útgerðina þar sem menn áttu kannski 15 til 40 tonn af þorski til að geta
fiskað aðrar tegundir. Þarna varð mér ´ljóst að útgerðin var með hönd í bagga með hve mikið mátti veiða????

Frægt er dæmið þegar Landsbankinn á Hornafirði fór á eftir útgerðamanni og skipstjóra sem átti 20 tonn af þorski sem hann notaði sem auka afla til að geta fiskað skötusel sem enn var utan kvóta, og felldi Bankinn á hann lán!! Þegar Útgerðamaðurinn kom að tali við Bankastjórann benti bankastjórinn útgerðamanninum á að hann ætti 20 tonna þorsk-kvóta sem hann gæti selt til að borga lánið upp. Útgerðamaðurinn varð að sætta sig við þetta til að missa ekki bátinn. Daginn eftir gerninginn keypti Skinney/Þinganes þennan kvóta af Landsbankanum!!


Annað dæmi sem þjóðin má skammast sín fyrir eru þær áhafnir sem eru að vinna á kvóta
litlum bátum. Þarna eru menn að vinna og fá minna en 30% af launum sínum greidd restin fer í að kaupa kvóta af "Sægreifunum" sem lifa eins og flott ræflar um allan heim og monta sig af peningnum hans pabba. Það eru mörg dæmin um óréttlætið sem framkvæmt hefur verið á fólki og fyrirtækjum.


Talandi um byggðarlögin þá eru tvö svæði sem hræðilegt er að hafa þurft að horfa uppá og furðulegt hve Alþingi skuli hafa verið máttlaust að verjast þeirri svívirðu sem fólkinu á þessum svæðum hefur verið boðið uppá. Ég er að tala annars vegar um Vestfirði og hins vegar Suðurnes. Báðir þessir landshlutar liggja að auðugustu miðum landsins en græðgin í "stórútgerðunum" var slík að enginn fékk (þorði) að fara gegn því ofurefli sem við var að eiga. Ef tekið yrði upp sóknarmark núna yrði sprengja í útgerð á þessum stöðum og atvinnuleysi hyrfi eins og dögg fyrir sólu.

Sannleikurinn er mitt eina vopn í þessari réttlætis baráttu. Ég bið fólk sem orðið hefur fyrir barðinu á Kristjáni Ragnarssyni og öðrum útgerðaraðilum að koma fram með sögur sínar. Ekki ástæða að þegja lengur yfir glæpum þeim sem framdir hafa verið til að verja kvótann. Nú þegar er ljóst að þeir munu hýddir á gapastokk sögunnar Kristján Ragnarson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson fyrir aðkomu sína að þessu óheilla kerfi. Menn þurfa ekki að hræðast þessa kóna lengur þeirra tími er runninn Jón Bjarnason sér um það með okkar hjálp.


Ef breytingar á fiskveiðistjórninni leiða til gjaldþrota

Ef fer eins og Björn Valur spáir eru þær útgerðir þegar farnar á hausinn því að þær hafa verið of skuld settar. Skuldir umfram eignir. Að sjálfsögðu er þetta ástæða þess hvernig útgerðin fer fram með slíku offorsi sem við erum vitni að. Þær eru á hausnum ef þær fá ekki niðurfellingu skulda sem notaðar hafa verið til að borga fólki fyrir að fara út úr útgerð. Útgerðirnar þurfa "samningaleiðina" til að hafa ráðrúm til að ná peningum út úr bönkunum eins og Skinney/Þinganes gerði. Er þetta það sem þjóðin ætlar að taka á sig í kjölfar hrunsins. Að fara að halda uppi flottræflum sem komið hafa sér fyrir tvist og bast um allan heim? Hvað segir Björn Valur um útgerðirnar sem eiga ekki kvóta en fá nú að fara út á sóknar mark og mun eflaust gera það gott og verða sjálfbær fyrirtæki sem landa afla á markaðina öllum í sjávarútvegi til aukinnar velsældar. Er ekki gott að jú þegar þeir sem komnir eru á hausinn hvort sem er hverfa komi nýjar útgerðir með nýtt blóð og geri það gott?


mbl.is Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstu skref Jóhönnu

Nú talar Jóhanna um að gefa eigi þjóðinni kost á að kjósa um "samningaleiðina"??? Ætlar Jóhanna að falla í þá gryfju að gefa þjóðinni kost á að kjósa um eitt kvótakerfi í stað annars? Þetta er hrein móðgun og svik af hálfu Jóhönnu ef af verður því að þjóðin vill fá að kjósa um kvóta eða ekki kvóta. Það má t. d. gefa kost á að kjósa annars vegar um samningaleiðina og sóknarmarkið. Verði sóknar markið ofaná þarf ekkert annað en að setja það í lög og þarf ekki einu sinni að kalla skipin inn til að skipta yfir. Hér verða engin Ragnarök.

Ég get fullyrt að ef farið verður í Sóknarmark með tilskipun um allan fisk á markað þá tekur aðeins 6 mánuði að skapa hér eitt fjölskrúðugasta og skilvirkasta umhverfi í kringum sjávarútveg í heiminum og má reikna með að atvinnuleysi hafi minnkað um helming. Og innan tveggja ára munum við hafa eytt öllu óeðlilegu atvinnuleysi og munum sjá byggðarlög eins og Vestfirði blómstra í stað þeirrar auðnar sem bíður þeirra í dag. Við munum aftur stefna í að verða hamingjusamasta, ríkasta, besta og réttlátasta þjóð í heimi.

Eitt er víst útgerðaaðilar mega vita að ekki munu fleiri ganga frá útgerðinni með fulla vasa af peningum. Íslenska þjóðin hefur ekki efni á að halda uppi hirð (hirðfíflum) út um hvippinn og hvappinn að sólunda framtíðartekjum sjómanna og þjóðarinnar. Megin ástæða þess offors sem útgerðin fer fram með er útaf þeirri skuldsetningu sem menn hafa sett fyrirtækin í. Með því að geta á einhvern hátt framlengt kvótakerfið eygja þeir von að fara Skinney Þinganes leiðina og láta þjóðina taka yfir að borga lánin sem notuð voru til að leysa menn út með milljörðum. Það verður að stöðva þetta ferli og leggja kvótakerfið niður ekkert annað er réttlætanlegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband