Færsluflokkur: Bloggar
30.1.2011 | 14:34
SAGAN UM ÍSBÍLINN Á VEL VIÐ NÚNA.
Þjóðmundur átti forláta ísbíl sem hann átti til með taka fram um helgar þegar vel viðraði niðurí bæ og seldi hann þá vel af ís. En Þjóðmundur rak stórt heimil svo ekki hafði hann tíma til að stunda bílinn sem skyldi. Gróðmundur kunningi Þjóðmundar sá að það var hægt að gera betur með ísbílinn og falaðist eftir því við Þjóðmund að hann lánaði sér ísbílinn? Þjóðmundur sem ekki mátti vamm sitt vita mátti til með að gera vini sínum þennan greiða.
Gróðmundur hefur nú rekstur ísbílsins og gengur vel að selja ísinn svo vel að Sæmundur fer að sjá að þetta er hið besta fyrirtæki hjá Gróðmundi. Fer Sæmundur nú til vina sinna í bankanum og spyr þá hvort þeir séu ekki til að lána honum pening til að kaupa ísbílinn af Gróðmundi? Sæmundur fær lánið hjá bankanum og fer til Gróðmundar sem orðin var nokkuð þreyttur á stússinu í kringum ís söluna og býðst til að kaupa af honum ísbílinn fyrir góðan pening svo hann geti bara farið að slappa af og hætt þessu stússi. Og það verður úr að Sæmundur fær ísbílinn fyrir góða borgun. Nokkra milljarða.
Sæmundur gerir nú út ísbílinn góða og gengur vel en Gróðmundur flytur til London og kemur sér vel fyrir meðal hefðarfólksins. Nú líður tíminn og kemur að því að Þjóðmundur hefur samband við Gróðmund og spyr hann um ísbílinn sem hann lánaði honum? "Óóó ísbílinn já uuuh ég seldi Sæmundi bílinn..." "Hvað segir þú Gróðmundur seldir þú ísbílinn....en þú áttir ekki bílinn ég lánaði þér hann". "Hvar eru peningarnir ætlar þú þá að færa mér peningana?" "Neeeiii ég á peningana".segir Gróðmundur. ´"Hvernig má þetta vera Gróðmundur ég held á afsalinu af ísbílnum"? "Verð ég þá að ná í bílinn til Sæmundar"? "Já já þú getur bara gert það". Segir Gróðmundur". "Eg geri það þá og sýni honum afsalið og veit Sæmundur þá að þú áttir ekki bílinn sem þú seldir honum og á þar með endurkröfurétt á þig þar sem þú seldir eitthvað sem þú áttir ekki". segir Þjóðmundur.
HVAÐ SEGIR HÆSTIRÉTTUR UM ÞETTA?
En sagan er ekki búinn því að nú kemur Þjóðmundur að tali við Sæmund og krefur hann um að skila bílnum. Nú segir Sæmundur en ég borgaði Gróðmundi og hef síðan tekið annað lán út á rekstur bílsins svo þú verður þá að borga mér atvinnu missinn og lánin sem ég er búinn að taka....!
HVAÐ SEGIR HÆSTIRÉTTUR ÞÁ UM ÞETTA ... ÞJÓFNAÐUR UM HÁBJARTAN DAG
Bloggar | Breytt 14.5.2011 kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2011 | 10:04
Enga sáttaleið við ofbeldismenn
![]() |
Forsætisráðherra og ASÍ fara með rangt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2011 | 02:40
Þjóðaratkvæðisgreiðslu um fiskveiðistjórnina
Þegar kemur réttilega til þjóðaratkvæðisgreiðslu um fiskveiðistjórnina á að kjósa annars vegar um afnám kvótakerfisins og aftur hvarf til sóknarmarks eða "samningaleiðina". Það er vilja þjóðarinnar eða vilja útgerðirnar. Þetta einfaldar allt þetta mál og þarf ekki að ræða frekar hver skipan mála verður. Strax daginn eftir kosningar er komið á fullskapað sóknarmark og þarf ekki einu sinni að kalla skipin inn til að skipta yfir. Af hverju þarf fólk að gera þetta flókið? Þegar skipt var yfir í kvótakerfi var það gert svona nema fólkið fékk ekki að kjósa Halldór bara ákvað þetta "til reynslu". Reynslan var mjög slæm og þá var ákveðið að framhalda reynslunni í 4 ár? Reynslan var verri þorskstofninn hrundi vegna sóknar í smá fisk til að ná inn aðkeyptum kvótum á norðan skipin? En þá var Davíð alvitri með Hannes Hólmstein sér við hlið kominn við völd. Eftir fræga opinbera heimsókn til Samherja var ekki eingöngu fast sett kvótakerfi heldur lögleitt framsal og þar með sett af stað keðjuverkun sem endaði með gjaldþroti þessarar þjóðar. Var það það sem útgerða-klíkan i kringum Þorstein Má hafði hugsað sér þegar þeir byrjuðu að fara á eftir mönnum sem leyfðu sér að hafa skoðun á fiskveiðistjórninni og létu reka þá úr störfum og hótuðu ritstjórum sem leyfðu frjáls skoðana skipti á síðum blaðanna.
Nei þjóðin verður að gera sér grein fyrir að við erum að horfa uppá plott sem staðið hefur síðan 1993 þegar Þorsteinn Már og Kristján Ragnarson ásamt fleirum hófu skipulagða aðför að málfrelsinu í landinu í þeim tilgangi að þagga niður allar mótbárur gegn kvótakerfinu sem var nú notað til að ná peningum út út bankakerfinu. Nú geta menn séð hve langt þessi glæpur gegn þjóðinni er genginn þegar samtök atvinnulífsins eru þvinguð til að fara gegn launa fólki og Hæstiréttur setur sig upp á móti þjóðinni. Á að semja við þessa kóna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 19:07
Hannes og Davíð
Ég hvet menn til að fara á youtube og slá inn nafn Hannesar Hólmsteins. Ég spyr mig hvað eru Hannes og Davíð að skipta sér af íslenskum stjórnmálum. Er ekki nóg komið af bullinu sem oltið hefur upp úr þeim félögum síðustu 20 ár. Á meðan rýkur úr rústunum færi vel á að þessir pamfílar létu lítið fyrir sér fara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 00:51
Stíðið í algleymingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2011 | 04:37
Sóknarmark er fyrir byggðirnar
![]() |
Vandamál Flateyrar kvótanum að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2011 | 09:52
Hetjan Jón Bjarnason
Enn sýnir Jón Bjarnason að hann er inná þingi til að framfylgja vilja þjóðarinnar. Jón er að sýna að hann er sannanlega hetja og ber af öðrum þingmönnum og ráðherrum sem sýnt hafa hugleysi gagnvart utanaðkomandi öflum í þjóðfélaginu. Það þarf mikið hugrekki til að vera jafn staðfastur og heiðarlegur og Jón Bjarnason.
Þingið er nú í mörg ár búið að sitja undir því að lög um stjórnun fiskveiða brjóta í bága við mannréttindi. Hvernig getur þjóðin látið það viðgangast að ein stétt hefur komist upp með það að hóta þjóðinni svo að enginn þorir að hreyfa legg né lið í að standa vörð um fólkið og afkomu þess gagnvart slíkum kónum. Ég bið fólk að standa við bakið á Jóni Bjarnasyni hann er að gera það sem þingmenn hefðu átt að gera fyrir mörgum árum. Þeir sem vilja stunda útgerð gera það eftir þeim reglum sem þjóðin setur. Þeir sem ekki vilja stunda útgerð fara að gera eitthvað annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2011 | 01:54
Fiskistríð
Ég get sagt ykkur kæru lesendur þið mynduð ekki trúa því hvernig sumir útgerða aðilar hafa misst sig í græðginni til að verja þetta kerfi.
Sóknarmark það sem var hér við líði fyrir 1984 var gott stjórnkerfi sem gerði öllum jafn hátt undir höfði og byggði sannanlega upp stofnanna. Það góða við það kerfi var að hægt er að breyta yfir með einu pennastriki og verða þar við vilja þjóðarinnar. Þeir sem ekki kæra sig um að veiða í því kerfi sem þjóðin setur þurfa þess alls ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2011 | 03:38
Sóknarmark vs Kvótakerfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 14:21
Tímasetning Jóhönnu
Tímasetning Jóhönnu
Tímasetning Jóhönnu á yfirlýsingu um breytta tilhögun á fiskveiðistjórninni
var góð og má ríkisstjórnin vita að þegar þeir setja markmiðið og halda
ótrauðir áfram þá hafa þeir fylgi mikils meirihluta þjóaðarinnar að baki sér.
Ef það er virkilega ætlun ríkisstjórnarinnar að afnema spillingu og hrossakaup
í útgerð og fiskvinnslu er best að breyta umsvifalaust yfir í Sóknarmark og
nota reglugerðina sem var við líði áður en kvótinn var settur á nær óbreytta.
Það var orðið þjált í framkvæmd og menn sátu allir við sama borð. Eina aðlögunin sem þarf að gera núna er vegna
þess fjölda frystiskipa sem eru í flotanum í dag. Gera verður skipum kleift að
taka alla stopp daga út í einu ef þeim hugnast að fara á fjarlæg mið. Reynsla
okkar af sóknarmarkinu var góð og sátt var um kerfið svo ekkert er að óttast.
Hér verða sannanlega enginn ragnarök.
Það er gott að skifta yfir í Sóknarmark núna fiskstofnarnir að styrkjas og
markaðir góðir. Nú er lag. Ekki þarfað hika. Þegar horft er til breytinganna er kvótinn var settur á er engin þörf
fyrir ríkisstjórnina að ráðskast við einn né neinn. Þetta er vilji þjóðarinnar
og ef einhver er ekki til í að vinna eftir þeim reglum sem þjóðin (eigandinn)
setur þá er þeim frjálst að hætta útgerð eða fara með sína útgerð annað þar sem
þeim hentar betur að gera út. Allir hafa val.
Stirt er á milli ríkistjórnar og sjómanna útaf sjómanna skatta afslættinum.
Með því að skikka allan fisk á markað ætti ríkistjórnin að koma vel til móts við
marga sjómenn en til framtíðar litið þarf sennilega að setja einhverskonar
ákvæði inní skattalögin sem tekur á hvar menn þéna sín laun hvar svo sem í
starfsstétt þeir standa. Erlendis er þetta þekkt fyrirbrigði og réttlætist af
því að af hverju á maður sem ekki eyðir nema broti af símum tíma í landinu að
greiða sama skatt og aðrir sem búa og njóta þjónustu hins opinbera allt árið.
Með setningu Sóknarmarks og allan fisk á markaðsverð breytist allt þetta
umhverfi og það verða bestu útgerðirnar
með bestu skipin og bestu áhafnirnar sem bera mest úr bítum og þetta verður
allt undir mönnunum sjálfum komið. ( Sorrý mér finnst svo skrítið að þetta
kerfi sé ekki á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins )? Ríkisstjórnin getur haldið
ótrauð áfram þessa leið og þarf ekki að líta um öxl. Fólkið fylgir stjórn sem fylgir skýrum vilja
fólksins. Þannig verða til leiðtogar. Alþingi er verkfæri þjóðarinnar og ekkert
annað en þjóðarhagsmunir eiga þar heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)