Stríðið heldur áfram

Hér sér almenningur hvernig plott Þorsteins Má er búið að planta sér inní þjóðlífið allt. Áður fyrr voru nánast allir sjómenn harðir á móti þessu kvótakerfi en núna er búið að hreinsa út alla sem voguðu sér að andmæla kerfinu og restinni hefur verið hótað með okkur sem vorum reknir. Og hvernig búið er að koma mönnum í æðstu stöður Hagsmuna félaga sjómanna er einstakt og verður ekki skýrt öðru vísi en að hótanirnar um uppsagnir knýi menn til að kjósa sérvalda menn í þessar stöður. Ég get hvatt menn til að fara um borð í skip stórútgerðanna og hlusta á menn og þá heyra þeir að fullyðingar mínar um að aðeins sé þrennt sem fær menn til að mæla með kvótakerfinu. Hótanir, heimska og græðgi. Lesið málflutninginn sem kemur fram í greininni og þá sjáið þið hvaða flokki þessi málflutningur tilheyrir.

Það er sorglegt að hlusta á svona grín og ég vona að ríkisstjórnin sé tilbúin ef menn láta verða að því að sigla skipunum inn. Tafarlaus veiðileyfa svipting og skipstjóri sem tekur ábyrgð á svona gerningi stundar ekki veiðar við íslands strendur um ótiltekið árabil. Látum þessa fugla svo standa við stóru orðin. Gjörið svo vel. 

 Kæru sjómenn treystið þið þessum gæjum til að fara fyrir eigendur skipanna og tryggja ykkur réttlát laun? Þetta eru skræfur sem sleikja ...  þið við hvað á viðsemjendum ykkar. Þeir eru ekki að vinna fyrir ykkur. Losið ykkur við svona hækjur.  Kveðja Oli Ufsi


mbl.is Skipstjórnarmenn taka undir málflutning SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband