Færsluflokkur: Bloggar
22.2.2011 | 17:31
Við berum ábyrgð
Hér komust bullukollar til valda og hneykslið að hafa gert Halldór Ásgrímsson að ráðherra og að síðan skyldi Davíð Oddsson komast til æðstu metorða í þjóðfélaginu og við skyldum hafa þennan trúð sem forsætisráðherra í 16 ár er óskiljanlegt. Davíð sýndi sitt rétta andlit sem Borgarstjóri og hefði aldrei átt að ná lengra og Halldór var aldrei neitt nema sauðspillt ráðherra skrípi sem aldrei hefði átt að ná inná þing.
En nú berum við þá ábyrgð á að afglöp þessara manna sem settu þessa þjóð á hausinn verði ekki klafi á komandi kynslóðum. Ég má ekki til þess hugsa að láta barna og barna börnin kljást við þau vanda mál sem búin voru til á síðustu 20 árum. Ég ásamt okkur flestum ólst upp í góðu réttlátu þjóðfélagi sem lofaði að tryggja okkur mannréttindi. Þess vegna spyr maður sig hvaðan kom þetta hyski sem ekki gat sætt sig við að hér væri réttlátast og komandi ríkast þjóðfélaga í heimi? Úr hvaða skúmaskotum skreið fólk sem ekki gat sætt sig við jafnrétti til orðs og æðis? Fólk sem var blindað af græðgi og kunni ekki að bera virðingu fyrir öðru fólki og lífi þess og framtíð?
Framtíðin sem við verðum að freista þess að skila af okkur þarf að ver laus við úrþvætti eins og Þorstein Má Baldvinsson, Kristján Ragnarsson, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.Mér býður við að lifa í sama samfélagi og svona hyski og eiga á hættu að sjá inní opið smettið á því. Smettið á fólki sem er heltekið af slíkri illsku og mannvonsku og kann ekki að skammast sín.
Nú er lag að þjóðin losi sig við Kvótakerfið sem var það versta sem hent gat þessa þjóð og er hreinn valdur að falli bankanna og gjaldþroti þjóðarinnar. ICESAVE fer í þjóðaratkvæði og ekkert sem réttlætir að kjósa ekki um kvótakerfið. Ef þessi ríkisstjórn vogar sér að afnema ekki þetta kvótakerfi með öllu eða setja þetta í þjóðaratkvæði núna er þetta fólk ekkert skárra en það hyski sem ég hef verið að lýsa hér að framan. Að ganga erinda fárra í einhverju pólitísku plotti er ekki fyrirgefið lengur þjóðin krefst heiðarleika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2011 | 17:26
Verður engin sátt um að hafa kvóta áfram.
Það er furðulegt hve duglegir menn eru að reyna að festa í sessi að hér verði áfram kvótakerfi við stjórnun fiskveiða. Af öllu því illa sem í kvótalögunum er er kvóta úthlutun við fiskveiðistjórnun verst. Svo það er ekki til neins að breyta hér úthlutunar reglum á kvóta það verður að afnema kvótastýringu við fiskveiðar og taka upp sóknarstýringu.
Hér var við líði svo nefnt sóknarmark þegar græðgi fárra rak Ráðherra í að ganga þessa braut og þrátt fyrir gífurlega andstöðu var þessu kvótakerfi komið á til reynslu. Strax komu gallar þessa kerfis í ljós en samt var haldið áfram með það.
Nú kom framsalið og eftir það snerist þetta ekkert um fiskveiðistjórnun heldur veð í bönkum og allir vita nú hvernig það endaði. Eða er það ekki???
Það eru sumir að styðja við hugmyndir um samningaleið. Þeir eru í sjálfum sér að segja að kerfið sé svo slæmt að ekki sé hægt að snúa frá því! Það þurfi að gef þessu annan möguleika til að setja þjóðina á hausinn. Skinney/Þinganes hefur sýnt okkur hver stefnan er hjá "kvótaeigendum". Það er að láta afskrifa þessi lán og láta þar með þjóðina taka á sig að halda uppi þessari hirð sem búið er að koma á í kringum kvótakerfið.
Því er spurningin núna að breyta með einu penna striki yfir i Sónarmark eða láta útgerðina komast upp með að hafa okkur öll að hirðfíflum. Sóknarmark er gott kerfi sem gerir öllum jafn hátt undir höfði og þeir geta fiskað sem hafa til þess þekkingu og dug eftir þeim reglum sem við þjóðin setur. Hinir sem ekki vilja gera út fara að gera eitthvað annað.
![]() |
Stjórnvöld afturkalli kvótann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2011 | 09:18
Ólafur bregst við kalli þjóðar í angist.
Ekki er ég maður til að dæma hvað er rétt eða ekki varðandi ákvörðun Forsetans eða hvort nú sé nóg komið í borga eða borga ekki í ICESAVE en það sem er ljóst er að Ólafur Ragnar er að bregðast við ákalli þjóðar í angist. Þjóðin treystir ekki Alþingi! þjóðin getur ekki treyst Hæstarétti! Hvað varð um burðarvirki þessarar þjóðar sem leyfði sér þann munað að treysta fólki í valdastöðum og lifa hamingjusömu lífi?
Ólafur hefur sannarlega verið umdeildur í gegnum sinn langa felið en má eiga það að hann hefur ekki misst sig í sérhagsmuna gæslu og spillingu. Hann skilur ástandið í þjóðfélaginu og veit að ekkert annað getur fært þessari þjóð aftur þjóðina en að þjóðin beri sjálf ábyrgð á þeim skrefum sem tekin eru út úr því hallæri sem yfir okkur hefur dunið. Vonandi er Ólafur sá klettur sem dugar þjóðinni í þeim ólgusjó sem á okkur dynur. Ólafur hefur sýnt að hann þorir að taka ákvarðanir.
Fólk verður að skilja að við byggjum eitt spilltasta þjóðfélag í heimi. Hér grasserar rotin hugsun og græðgi sem á sér fá dæmi í veröldinni. Sama hvert litið er allstaðar virðist vera fólk tilbúið að rægja niður á þér skóinn eða plotta gegn þér og þínum í illum tilgangi. Auðmenn hafa plantað fólki inní alla kima þjóðfélagsins. Hafa menn í öllum bönkum, tryggingafélögum, hagsmunasamtökum og jafnvel á þinginu. Þetta fólk (sem er eins og pöddur um allt) notar þessi óþjóðalýður til að fara á eftir fólki sem þeim líkar ekki eða til að plotta gegn samkeppnisaðilum. Því miður gott fólk ÞETTA ER ÍSLAND Í DAG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2011 | 11:45
Sóknarmark / Kvótakerfi í Þjóðaratkvæði!
Nú liggur fyrir þjóðinni að fara í kosningar um ICECAVE og sennilega velja þjóðlagaþing or er þá ekki best að taka klafan af veikburða Alþingi sem ekki hefur haft dug til að velta burt Kvótakerfinu í 27 ár þrátt fyrir yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar við þetta kerfi.
Þetta er sára einföld athöfn og mun skila okkur hreinum þjóðarvilja í þessu máli. Lögin um stjórnun fiskveiða sem voru við líði 1983 voru góð og slípuð lög sem stóðu vel undir stjórn veiðanna og höfðu þann góða kost að bæði byggja upp stofnanna og hámarka afraksturinn. Eina sem þarf að bæta inn í þessi lög eru ákvæði um allan fisk á markað, auðlinda gjald og meiri sveigjanleika fyrir útgerða aðila sem eiga skip sem þeir vilja senda á fjarlæg mið og nýta þannig stopp daga sína.
Útgerðamenn hafa sýnt þjóðinni þá fyrirlitningu að þeir séu tilbúnir að lama hér atvinnulíf og stoppa veiðar í ótiltekinn tíma til að þvinga þjóðina í að halda hér gangandi fiskveiðistjórnunnarkerfi sem hvorki hefur reynst hæft til að vernda veiðistofnanna né hámarka afraksturinn. Ógeðfelld hegðun sumar útgerðamanna gagnvart þjóðinni og þegnunum ætti að vera næg ástæða okkar að nota nú þetta tækifæri til að fá á hreint hvort eigandi fiskveiðiheimildanna er til í frekari "samningaleið" með þessu fólki eða vill taka aftur stjórn á þessari auðlind í sínar hendur og taka upp kerfi sem virkar á sanngjarnan hátt við nýtingu stofnanna.
Valið getur staðið á milli Kvótakerfis(samningaleið og sægreifar) og Sóknarmarks 1983 aðferðina (frelsi einstaklingsins til athafna).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2011 | 12:23
Skrípaleikurinn með Kvótann OG VEÐIN!
Heiftarleg viðbrögð kvótahafa leiða hugann að því hve kirfilega þessir aðilar innan LÍÚ héldu að þeir væru á 18 ára ferli búnir að reyra sig í sessi. Með því að reka fólk úr vinnu og standa í hótunum við hina og þessa í samfélaginu troða mönnum inní pólitíkina með galgopana Davíð og Halldór fremsta þar í flokki hélt þetta fólk að það gæti ráðskast með fiskinn í sjónum og notað aflaheimildir til að teikna upp lánshæfni fyrirtækjanna.
Það er alveg einstakt hvernig bankar létu draga sig inní þessa risalána úthlutanir byggðar á framtíðarveiði. Sagan hafði sýnt að allt þyrfti til til að útgerðir hefðu burði til að borga útgerðakostnað og hafa afl til að endurnýja skip sín. Hvernig spilling var í kringum þessar lánúthlutanir. Var strax gengið út frá því að þessi lán yrðu aldrei borguð en til að réttlæta úthlutunina voru búin til þessi veð sem byggðust á verði á framseljanlegum kvóta?
Verð á framseljanlegum kvóta? Þarna stóð nú hnífurinn í kúnni. Nú kom ár þar sem allt var fullt af þorski á miðunum. Skipin gátu hvergi kastað alls staðar þorskur! Átti ekki að auka við kvótann? Lá það ekki beinast við? Nei Nei það mátti alls ekki auka kvótann... VEÐIN... með því að auka kvótann fengju allt of margir allt of mikið af fiski og verð á framseljanlegum kvóta myndi hrynja og það mátti alls ekki ske.
Svona er þjóðin á síðustu 18 árum búin að horfa á bak minnst 4 afla skeiða þar sem ekki var veiddur fiskur sem lá beinast við að taka og hefði komið til hagsbóta fyrir þjóðina. En klíkan í kringum Þorstein Má valtaði yfir allt og alla innan Sambands Frystihúseigenda og LÍÚ og stóð í vegi fyrir að við tækjum þennan fisk. Það var ekki hugsað um tekjurnar sem kæmu þjóðfélaginu til góða nei eina sem ekki mátti ske var að VEÐIN inní bönkunum rýrnuðu.
Hvað varð um þennan fisk sem var nú um allan sjó og gekk svo langt að sögur af að stórfiskur var farinn að af éta sig OG hvarf síðan og sást svo ekki árið eftir. Jú þessi fiskur fór eitthvað annað í fæðuleit. Hann kom okkur þjóðinni aldrei til góða. En versta er að hér valsar um fólk sem vasast með aflaheimildir þjóðarinnar en ber engar taugar til þess að skila sem mestu aftur til samfélagins þvert á móti gerir allt til að svívirða þjóðfélagið eins og komið hefur fram í hótunum um að lama atvinnugreinarnar. Í því sjá menn fingraför afglapans Þorsteins Más Baldvinsson sem kann sér ekki hóf í GRÆÐGINNI.
Um hvað á stjórnun fiskveiða að snúast? Uppbyggingu og hámarks afrakstur þjóðfélaginu til hagsbóta. Hverjir eiga þá að veiða fiskinn? Þeir sem hafa til þess menntun og getu. Hverjir eiga að vinna fiskinn. Allur fiskur fer á markað og allir sem vilja og nenna geta keypt fisk ti vinnslu og útflutnings. Af hverju er þetta ekki stefna Sjálfstæðisflokksins?? Þetta er "frelsi einstaklingsins til athafna" hugtak sem Davið Oddson gerð að skrípi í munni Sjálfstæðismanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2011 | 14:40
Sannleikurinn er sagna bestur
Sigmundur Ernir og Samfylkingar fólk, sem nú klæjar í lófanna að sleikja sig upp við "sægreifana" og þá sennilega Sjálfstæðisflokkinn, sem skriðið hefur eins og padda fyrir Þorsteini Má í 20 ár, reynir nú að beita lyga áróðri gegn sóknarmarki með því að lýsa yfir að fyrir kvótann hafi útgerðin verið á hausnum. En hver er sannleikurinn í þessu?
Núna er þjóðin á hausnum en fyrir kvótakerfið keypti útgerðin 130 nýja eða nýlega skuttogara og byggði flottustu frystihús í heimi. Við byggðum borgarsjúkrahús frá grunni núna getum við ekki stækkað Landspítalann. Við byggðum Breiðholtshverfið án þess að arðræna bankana við þurftum ekki að selja símann og orkufyrirtækin heldur byggðum við Sigöldu. Hvað fær menn eins og Sigmund Ernir og samfylkinguna til að grípa til lyginnar? Græðgin í völd?
Jú það var slagur um gengið en útgerðin var að borga ný skip og samtenging milli útgerðar og vinnslu varð þess valdandi að fiskverð var ekki rétt skráð. 1982 og 83 voru fisk-markaðirnir að ryðja sér til rúms og krafan um allan fisk á markað varð æ háværari. Þess vegna liggur beinast við að við setningu sóknarmarks verði lögleitt að setja allan fisk á markað. Með því er skorið á óeðlileg áhrif vinnslu á útgerð skipanna og laun sjómanna. Eins getur þjóðin þá fengið réttlátt gjald fyrir veiðiréttinn og í sóknarmarki berst aftur á land smáfiskur sem kastað er í sjóinn í dag. Gífurleg verðmæti í afla sem seldur yrði í gegnum markaðina og arðurinn myndi renna í ríkissjóð.
Á sóknarmarks árunum var ég skipstjóri á skipi sem gekk vel og var eitt af best reknu skipum BÚR. Eitt árið kom í blöðunum listi yfir afrakstur skipa BÚR og var Snorri Sturluson með 5% tap. Ég sem skipstjóri á skipinu með hæstu tekjur skipa BÚR heimtaði að sjálfsögðu skýringu á þessu. Og ekki stóð á henni. Jú mér var sýnt hvernig allar stærstu skuldir BÚR höfðu verið skrifaðar á besta skipið sem þrátt fyrir að bera þessar skuldir var með jákvæða EBITU. Málið var að sjávarútvegsfyrirtæki blómstruðu á þessum tíma og uppbyggingin var gífurleg. Þessu ástandi eru andstæðingar breytinga úr kvótakerfi í sóknarmark að hafna og ætla grípa til lyginnar. Það verður ekki liðið nóg er komið af falsi og lygi í kringum sjávarútveginn. Það er EKKERT sem réttlætir áframhald kvótakerfisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2011 | 10:08
Er málfrelsi varið með lögum???
Um áramót hélt maður að Jóhanna ætlaði loksins að fara að vilja fólksins og stjórna landinu. Viðbrögðin við yfirlýsingum hennar um afnám kvótans og reka enda á sjálftekin völd "sægreifanna" voru slík að maður skildi ætla að hún findi meðbyr frá fólkinu. En hvað nú? Byrjað að tala um "samningarleiðina". Samningaleið er engin lausn á stjórnun fiskveiða. Samningaleið er áframhald á spillingu og mannréttindabrotum.
Hvers vegna er fólk svona skyni skroppið? Skilja alþingismenn ekki skilaboð frá þjóðinni og alþjóða mannréttinda dómstólnum? Það á að afnema kvótann. Ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að skipa sér á bekk með Davíð Oddsyni sem tók að sér að framfylgja vilja framsóknar-mafíunnar og framlengja þá tímabundið kvótakerfi sem reynst hafði mjög illa og gera meira en það lögleiða framsal á kvótanum.
Skilur fólk ekki hvað hefur átt sér stað síðan 1993? Þegar innsti kjarni LÍÚ með Kristján Ragnarson og Þorstein Má Baldvinsson í broddi fylkingar hóf skipulagt ofbeldi gegn fólki sem leyfði sér að segja frá ósómanum sem átti sér stað í kringum framkvæmd kvótakerfisins. Hér voru brotin mannréttindi á fólki og ekki hikað við að gera menn gjaldþrota og útiloka þá frá atvinnu.
þykjast alþingismenn ekki vita að haldið hefur verið aftur af kvóta aukningu til að halda uppi verði á kvótanum í þeim tilgangi að veðin haldist í verði. Sennilega er þjóðin búin að tapa 20 til 30 milljörðum á þessu plotti LÍÚ manna. Króka veiðar voru settar í kvóta í sama tilgangi. Það þýðir ekki lengur að stinga hausnum í sandinn hér voru framdir glæpir gegn þjóðinni.
Nú leyfir Forsætisráðherra og samflokksmenn hennar að lýsa því yfir að þau séu til í að setjast að samningaborði með þessum glæpamönnum. Hvað um okkur sem höfum verið útlokaðir frá fiskveiðum í allt að 18 ár vegna þess við reyndum að vara við því sem reið síðan yfir þjóðina? Á nú að svívirða okkur með að gera eitthvað samkomulag við þetta hyski? Búum við ekki í lýðræðiríki þar sem málfrelsi er varið með lögum? Eiga ofbeldis menn að komast upp með að svívirða þjóðfélagið með því fara með ofbeldi gegn þegnunum og í stað þess að hljóta refsingu ætlar þessi ríkistjórn að verðlauna þá með að ganga í lið með þeim gegn þjóarvilja og lögleiða kvótann áfram?
Hæstiréttur kemst upp með að svívirða vilja þjóðarinnar, ríkistjórnin sleikir sig upp við ofbeldismenn og alþingi hundsar vilja mikils meirihluta þjóðarinnar síðustu 27 ár? HVAÐ ER AÐ ÞESSARI ÞJÓÐ Á EKKI AÐ LOSNA UNDAN VERSTA TÍMA ÍSLANDSÖGUNNAR DAVÍÐ-ISMANUM? HVAÐ ÞARF AÐ KOMA TIL?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2011 | 08:42
"Skrípa" Samninga leið eða afnám kvótakerfisins
Það er alls ekki tímabært fyrir Forsætisráðherra að stíga afturábak í kvóta málinu. Lágmarkið er að komið verði á þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin geti valið að fara einhverja "skrípa" samninga leið sem eingöngu frestun á því ófremdarástandi sem er í sjávarútvegi og afnám kvótakerfisins.
"Skrípa"samninga leið eingöngu sett til að gefa "útgerðarmafíunni" enn einn kost á að halda áfram plotti sínu að hrifsa "eignarhald" á auðlindum hafsins til fárra útvaldra. Menn verða að skilja að hér hafa verið að starfi öfl síðan 1993 með það eitt að markmiði að sölsa auðlindina undir útgerðafélögin. Glæpum hefur verið beitt af þessum aðilum og farið hefur verið eftir einstaklingum. Ekkert réttlætir að láta þessa kóna komast upp með ætlunarverk sitt.
Það hafa gífurleg auðævi verið tekin út úr bönkunum í nafni þessa kerfis og hefur Skinney/Þinganes sýnt okkur hvernig þetta fólk ætlar sér að láta þjóðina taka á sig þessar skuldir útgerðarinnar. Peningum sem stolið hefur verið út úr bönkunum með veð í verðlausum útgerðum en kvóta"eign" notuð sem skálkaskjól
Hvernig stendur á því að fólk situr á Alþingi og skilur ekki dóm mannréttindadómstólsins? Kvóta úthlutunin er brot á almennum mannréttindum. Er það ekki eitt af megin tilgangi Alþingis og þeirra manna sem þangað eru kjörnir að standa vörð um mannréttindi?
Ef hugleysið er svo mikið í Alþingismönnum og Forsætisráðherra að þau þora ekki að fara gegn ofurefli nokkurra útgerða aðila þá á að skjóta þessu máli til Þjóðarinnar og láta eiganda auðlindarinnar ákvarða hvernig fólkið í landinu vill skila þessum málum til komandi kynslóða.
Það var illt að hér skyldu spilltir stjórnmálamenn hafa komist til æðstu metorða og náð að saurga íslenskt þjóðfélag og það er ekkert sem réttlætir að ekki sé eytt öllum þeim ummerkjum sem eftir þá liggja.
Þjóðin á rétt á að kjósa á milli samningaleiðar og sóknarmarks. það er ekkert sem kemur í veg fyrir að taka gjald af sóknarmarki eins og kvóta og í rauninni mun einfaldara þar sem gjald yrði tekið af seldum fiski og smáfiskur (hundruð milljóna virði á ári) sem bærist nú aftur að landi í stað þess að vera hent í sjóinn yrði gerður upptækur í ríkissjóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2011 | 17:03
Hér er ekkert annað en Þjóðaratkvæðagreiðsla
Það að halda sig enn við að fara "samningaleið" í viðhaldi kvótakerfisins er bara sleikju háttur við útgerðina og greinilegt að Samfylkingin er að bogna í aftöðunni til kvótans og ætlar að láta undan þrýstingi ofureflis fanta sem farið hafa gegn þessu þjóðfélagi í 18 ár með þetta eitt að markmiði að þagga niður alla gagnrýni og bíða færis á að lögleiða "eignarhald" á kvótanum til handa fárra útvaldra.
Skilja Alþingismenn ekki hvað hefur átt og á sér stað með kvótann og stýringuna. Það "má ekki" auka leyfilegann kvóta á vissar tegundir af því að þá fellur kvótaverð og þar með veðið í Bankanum! Þetta er það sem þetta er allt farið að snúast um. Ekki fiskveiðistjórnun heldur að fullnægja græðginni.
Króka veiðar voru eingöngu settar í kvóta útaf þessu. Með frjálsum krókaveiðum eða einhverjum frjálsum veiðum stjórna þessir herrar ekki kvótaverðinu og þar með verðmæti veðsins í bankanum. Já gott fólk svona rotið er þetta hyski. Hagur þjóðar skiptir það engu bara hve miklu hægt er að stela út úr kerfinu. Þessu ástandi vill Samfylkingin framhalda með samningaleiðinni.
Framsalið er beinn orsakavaldur af falli bankanna og gjaldþroti þessarar þjóðar og nú ætlar þessi ríkisstjórn að viðhalda þessu kerfi! Hvaða vitleysa er hér í gangi? Útgerðin er á hausnum það hlýtur hverjum manni að sem fylgist með því sem fram fer að vera ljóst. Það er búið að veðsetja óskiptan afla 30 ár fram í tímann. Hvernig á að borga laun og byggja ný skip með þessar skuldir á herðum útgerðarinnar? Jú það á að fara SKINNEY/ÞINGANES leiðina! Stela þessum peningum frá þjóðinni með því að bíða og bíða og láta síðan afskrifa þessi lán. Það er það sem Samfylkinngin er að bralla núna í stað þess að nota stuðning þjóðarinnar og setja þetta mál þar sem það á heima í þjóaratkvæða greiðslu.
![]() |
Ekki horfið frá samningaleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2011 | 07:41
Aðferðir Mubarak og íslensk útgerð
Nú hafa Egyptar losað sig við einræðisherrann Mubarak og eins og alltaf þegar loksins tekst að koma svona mönnum frá völdum koma illvirki þeirra í ljós. Eitt af því sem stungið hefur í auga eru aðferðir þær sem Mubarak beitti við að fara eftir skoðana andstæðingum sínum og mannréttinda frömuðum.
Jú Mubarak gerði sama og gert var af einræðismafíunni í íslenskum sjávarútvegi. Hann svipti menn vinnunni og kom í veg fyrir að menn hefðu möguleika á að gegna þeirri vinnu sem þeir voru menntaðir til. Svona gerði hann þessa andstæðinga sína áhrifalausa og keyrði þá í gjaldþrot.
Svona illvirki hefur Þorsteinn Már stundað ásamt fleiri aðilum innan LíÚ og komist upp með það. En við teljum okkur Lýðræðisríki? Mubarak hefur sem betur fer verið steypt af stóli en hvað ætlar íslenskt þjóðfélag að gera við þá sem hafa farið gegn reglum okkar þjóðfélags. Ætlum við að verðlauna það hyski sem ráðist hefur blint í græði inní fyrirtæki og heimtað að einstaklingar séu reknir úr störfum fyrir að taka þátt á stjórnmálastarfi eða láta í ljós skoðanir sínar?
Nú er tími að linni sleikjuhætti við útgerðina og kvótinn afnuminn. Skítverk þeirra aðila sem misst sig hafa í græðginni verða ekki fleiri. Tími þeirra eins og Mubaraks er nú liðinn. Ráðherra mannréttindamála á að láta rannsaka þá glæpi sem framdir hafa verið í nafni þessa málstaðar. Þeir aðilar sem uppvísir verða um að hafa beitt aðferðum Mubaraks munu að sjálfsögðu ekki halda veiðirétti á Íslandsmiðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)