"Skrípa" Samninga leið eða afnám kvótakerfisins

Það er alls ekki tímabært fyrir Forsætisráðherra að stíga afturábak í kvóta málinu. Lágmarkið er að komið verði á þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin geti valið að fara einhverja "skrípa" samninga leið sem eingöngu frestun á því ófremdarástandi sem er í sjávarútvegi og afnám kvótakerfisins.

"Skrípa"samninga leið eingöngu sett til að gefa "útgerðarmafíunni" enn einn kost á að halda áfram plotti sínu að hrifsa "eignarhald" á auðlindum hafsins til fárra útvaldra. Menn verða að skilja að hér hafa verið að starfi öfl síðan 1993 með það eitt að markmiði að sölsa auðlindina undir útgerðafélögin. Glæpum hefur verið beitt af þessum aðilum og farið hefur verið eftir einstaklingum. Ekkert réttlætir að láta þessa kóna komast upp með ætlunarverk sitt.

Það hafa gífurleg auðævi verið tekin út úr bönkunum í nafni þessa kerfis og hefur Skinney/Þinganes sýnt okkur hvernig þetta fólk ætlar sér að láta þjóðina taka á sig þessar skuldir útgerðarinnar. Peningum sem stolið hefur verið út úr bönkunum með veð í verðlausum útgerðum en kvóta"eign" notuð sem skálkaskjól

Hvernig stendur á því að fólk situr á Alþingi og skilur ekki dóm mannréttindadómstólsins? Kvóta úthlutunin er brot á almennum mannréttindum. Er það ekki eitt af megin tilgangi Alþingis og þeirra manna sem þangað eru kjörnir að standa vörð um mannréttindi?

Ef hugleysið er svo mikið í Alþingismönnum og Forsætisráðherra að þau þora ekki að fara gegn ofurefli nokkurra útgerða aðila þá á að skjóta þessu máli til Þjóðarinnar og láta eiganda auðlindarinnar ákvarða hvernig fólkið í landinu vill skila þessum málum til komandi kynslóða.

Það var illt að hér skyldu spilltir stjórnmálamenn hafa komist til æðstu metorða og náð að saurga íslenskt þjóðfélag og það er ekkert sem réttlætir að ekki sé eytt öllum þeim ummerkjum sem eftir þá liggja.

Þjóðin á rétt á að kjósa á milli samningaleiðar og sóknarmarks. það er ekkert sem kemur í veg fyrir að taka gjald af sóknarmarki eins og kvóta og í rauninni mun einfaldara þar sem gjald yrði tekið af seldum fiski og smáfiskur (hundruð milljóna virði á ári) sem bærist nú aftur að landi í stað þess að vera hent í sjóinn yrði gerður upptækur í ríkissjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband