Færsluflokkur: Bloggar
18.6.2011 | 18:16
VINSTRI GRÆNIR BJÖRGUÐU FISKVEIÐISTJÓRNINNI MEÐ ÓMERKILEGHEITUM SÍNUM. SÓKNARMARK EINA LEIÐIN
Frá fyrsta degi kom í ljós að ekki var allt með felldu í umræðunni um nauðsynlegar breytingar á kvótkerfinu illræmda. Vilji þjóðarinnar var og er skýr. Afnám kvótans.
Nú voru góð ráð dýr hjá Kvótapúkanum sem búinn er í 18 ár að leggja allt í sölurnar að koma í veg fyrir að þjóðin nái fram vilja sínum í þessu mikilvæga máli. Kvótpúkinn vinnur á vissan hátt eins og reynslan af plotti hans hefur sýnt. Hann þurfti kvíslinga inni á þingi í ríkistjórninni.
Kjósendur gáfu skýr skilaboð með umboði sínu í kosningunum. Afnám spillingar og afnám kvótkerfisins.
En hvernig stóð á því að ekki var hægt að koma saman eðlilegu réttlátu fiskveiðistjórnkerfi sem gerði öllum jafn hátt undir höfði eins og var fyrir tíma kvótakerfisins? Jú allan tímann voru menn innan VG sem gengu ekki heilir í takt við aðra í sköpun nýs kvótafrumvarps.
Fífla gangurinn í kringum "endurskoðunarnefndina" sýndi strax að hér var bara sjónarspil á ferð og áttu LÍÚ menn í fjórða skipti að komast upp með að skrifa upphaf útkomuskýrslunar áður en endurskoðun hófst.
Útkoman í dag er að kvótafrumvarpið er ónýtt eftir þessar aðfarir manna innan VG og best að henda því.
ÞETTA ER Í RAUN SIGUR FYRIR JÓHÖNNU nú getur hún látið útbúa frumvarp sem setur ákvarðanir í þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosið verður um anám Kvótkerfis og upptöku SÓKNAMARKS.
Þjóðin nær vilja sínum og mannréttindi verða virt. Enginn getur lagst gegn Sóknarmarki þar sem allir sitja við sama borð og "allur fiskur á markað" gefur öllum landsmönnum aðgang að auðlindinni.
Bloggar | Breytt 19.6.2011 kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2011 | 17:16
KÓTAPÚKINN ÁTTI SÉR SKRIÐKVIKINDI Í VINSTRI GRÆNUM sjá Fréttablaðið í dag Laugardag. .
Nú sjá menn hver það var sem flæktis fyrir gerð frumvarps um fiskveiðistjórnun allan tímann frá upphafi starfs núverandi ríkisstjórnar.
Í fréttablaðinu lýsir Skriðkvikindi Kvótapúkans því að best sé að festa hér í sessi óbreytt kvótakerfi að hætti Þorsteins Má Baldvinssonar.
Hann er ekki að leyna því hvernig hann hefur allan tímann, sem menn hafa verið að freista þess að gera lagfæringar á kerfinu, verið það eyðileggingar afl sem flækst hefur fyrir framþróun frumvarpsins sem nú er ónýtt og verður aldrei.
Jóhanna á við vanda að glíma með svona SVIKARA innan borðs en þarna sjáum við hvernig Kvótapúkinn vinnur. Grefur sig inn í fyrirtæki og stofnanir og eitrar innan frá.
Gefum þjóðinni kost á þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosið verður á milli kvótakerfis leið Hreyfingarinnar og Sóknarmarksins. Þjóðin á rétt nú verður að nota hann.
SÓKNARMARKIÐ ER RÉTTLÁTT KERFI OG SLÆR KÖLD ÖLL RÖK LÍÚ KLÍKUNNAR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2011 | 12:19
ALLUR FISKUR Á MARKAÐ. Ekki má ske að við missum ferskfisk markaði í Englandi og Þýskalandi
Það má alls ekki ske að Íslendingar missi markaðs hlutdeild á fersk fisk mörkuðum eins og í Englandi og Þýskalandi. Allir fiskmarkaðir eins og allir markaðir fyrir okkar útflutning eru mikilvægir í markaðslegum skilningi.
Rökin "allan fisk á markað" eru nauðsynleg en mega ekki ganga út á að ekki sé fengið hæsta fáanlega verð fyrir fiskinn. Verð á mörkuðum sveiflast alltaf og Íslenskur fiskur á alltaf að vera "fáanlegur" á þeim mörkuðum sem borga vel útflutnings álag á einn markað frekar en annan má ekki verða til þess að eyðileggja´sterka fiskmarkaði eins og í Hull og Bremerhaven.
Hvað sem endanlega kemur út úr "endurskipulagi" í sjávarútvegi þarf "allur fiskur á markað" að vera þar inni. Með því mun allt markaðs starf styrkjast og menn finna sig knúna að sinna öllum markaðs sækifærum fyrir íslenskan fisk. Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur slíku markaðsfyrirkomulagi?
LÍÚ hefur staðið fyrir miklum samdrætti í úthlutun aflaheimilda til að halda uppi háu kvóta verðir. Takmarkað magn af fiski má ekki eyðileggja markaði. Það e erfitt að endurheimta markaði það er engin eign í LÍÚ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2011 | 09:38
SKULDA SÚPAN ER BÚIN AÐ SETJA HELMING ÚTGERÐA Á HAUSINN!
Með skipulögðum hætti fóru Kristján Ragnarsson, Þorsteinn Már og fleiri í innsta hring LÍÚ á eftir mönnum innan útgerðarinnar og hvöttu til skuldsetninga. Þetta var liður í skipulögðu "PLOTTI" sem þessir menn stóðu fyrir í þeim til gangi að tryggja núverðandi kvóta höfum eingar réttinn yfir auðlindinni.
Þjóðin hefur allan tímann hafnað kvótakerfinu og aldrei ákafar en núna. Eins og Hreifingin benti réttilega á var Ríkisstjórnin á villi götum þegar hún stofnsetti "endurskoðunar" nefndina. "Ef á að gelda köttinn spyrðu ekki köttinn".
Þjóðin er ekki að biðja um nýtt kvótakerfi þjóðin vill afnema kvótakerfi og einokun í sjávarútvegi.
Nú liggur fyrir skýrsla um áhrif núverandi kvóafrumvarps á núverðand útgerðir. Alveg eins og öll fyrirtæki sem byggja afkomu sína á EINOKUN munu útgerðirnar missa spón úr aski sínum. Ef á að taka gjald af útgerðinni vissu menn að arðurinn myndi lækka.
En að ætla að fara balnda "kvótaeign" inní útreikingana er bara fífla gangur. Að sjálfs sögðu getur útgerðin ekki fært eign þjóðarinnar til bókar.
Varðandi skuldirnar koma þær verði á kvóta ekkert við. Ef útgerðir eiga ekki eignir á móti skuldum eru þær gjaldþrota og eiga að vera meðhöndlaðar samkvæmt því. Þjónin gerir veðin upptæk og gefur skít í úgerðarmennina engin eign í þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2011 | 07:58
Fiskveiðistjórnin á villigötum og umræðan komin langt frá markmiðum fiskveiðistjórnunar
Þjóðin krefst afnáms KVÓTAKERFISINS en Alþingi hundsar þjóðarviljan og kemur með breytingar og aftur breytingar á kvótakerfinu.
Við viljum ekki kvótakerfi við viljum ekki framsal við viljum ekki veðsetja eign þjóaðrinnar.
Hvað á að taka til að berja þetta inní hausinn á þessum ösnum sem sitja á Alþingi?
Veðsetning aflaheimilda hefur verið veðsett 7 falt í nafni hagræðingar. Fjárdráttur upp á milljarða hefur verið stundaður og nú tekur varaformaður sjávarútvegsnefndar undir að framselja beri aflaheimildir og áframhaldandi veðsetningar!
KVÓTAKERFIÐ virkar ekki við stjórn og hámörkun veiðanna. Gengur gegn mannréttindum og einangrar auðlindina frá þjóðinni og kemur í veg fyrir nýliðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2011 | 01:54
SKULDSETNING MEÐ SKIPULÖGÐUM HÆTTI. ÞETTA ER HREINN OG KLÁR FJÁRDRÁTTUR OG Á AÐ RANNSAKA SEM HUGSANLEGAN GLÆP.
Nú er komið að því. Núna verður að setja af stað rannsókn á öllum kvóta viðskiptum frá fyrsta degi. Aðeins 14 % af skuldum útgerðar hefur verið varið í "hagræðingu" eitthvað í endur nýjun en mikill meirihluti hreinn fjárdráttur og þjófnaður þar sem menn hafa labbað með illa fengna peninga.
Þessir matador peningar sem stolið var út á marfeldi kvóta-veða kostuðu okkur hrunið. Nú á að láta okkur borga þessa peninga til baka. Ef útgerðin er búin að skuldsetja sig umfram eignir er ekki nema eitt að gera. Ríkið úthlutar ekki lífi og dauða í þessari atvinnu grein frekar en öðrum.
Hingað og ekki lengra. Nú veðrur að fara fram þessi rannsókn og gera hér uppgjör. Kvóti var settur sem við nú skulum við ganga að veðunum. Skítt með útgerða menn það er engin eign í þeim við eigum kvótan og tökum hann nú til baka og gefum skít í þá aðila sem ekki vilja ganga í takt við samfélagið. Kominn tími til að sína þessum aulum hnefana.
Ekki er úr vegi að sama rannsókn geri úttekt á ásökunum á hendur útgerða aðilum sem leyfðu -a sér að fara á eftir einstaklingum í greininni sem leyfðu -a sér að benda á eyðilegginguna og spillinguna sem viðgekkst í greininni. Mannréttinda brot fyrnast ekki og ríkið hefur skuldbundið sig til að vernda þegnana gegn þriðja aðila.
Það hófs ljót saga innan LÍÚ uppúr 1990 og rotið pakkið sem kom að þeim gerningi freistar þess nú að halda völdum og festa tök sín svo ekki komist upp um fasíska hegðun Kvótapúkans og formannsins K.R. Þarna blandaðist saman pólitísk spilling og græðgi.
![]() |
Kann að lenda á skattgreiðendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2011 | 21:19
VEIT ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR EKKERT UM HVAÐ HÚN ER AÐ TALA?
Hvernig getur Ólína Þorvarðardóttir varaformaður Sjávarútvegsnefndar ljáð máls á því að hér verði áframhald framsals og veðsetning aflaheimilda?
Veit Ólína ekki að þetta veðsetninga kjaftæði er búið að kosta okkur tug þúsunda ef ekki hundruð þúsunda tonna veiði síðan framsalið hófst.
Veit Ólína ekki að ekki mátti auka við aflaheimildir svo verð á kvóta og þar með veðunum lækkuðu ekki? LÍÚ stjórnaði þessu!
Er búið að hræða stjórnarliða með því að bankarnir "hrynji" verði veðin afnumin? Á endalaust að halda genginu of lágu og láta þjóðina þannig borga þjófnaðinn og fjárdráttinn? Hvers vegna ekki innkalla veðin??
Er búið að hræða stjórnarliða með því að helmingur útgerðar fari á hausinn ef veðsetningar verði stöðvaðar? Ef einhver fer á hausinn er hann farinn á hausinn núna.
Eignir á móti skuldum? Farinn á hausinn .... ! Er það ekki svoleiðis?
Skaðinn er skeður! Klíkan innan LÍÚ vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera með því að þrýsta á að sem flestir tækju þátt í þessu veð rugli. Það er sagt að þetta hafi verið gert til að hagræða í greininni en í ljós er komið að hér var um hreinan fjárdrátt að ræða aðeins 14 % af lánum útgerðar voru tekin til kvótakaupa. ( veð hæfni kvóta var 130 milljarðar en lækkar núna).
Þjóðin verður að ná rétti sínum og yfirráðum yfir auðlindinni. Ríkisstjórnin tók að sér verkefni fyrir þjóðina. Hún hefur þjóðina að baki sér í málefnum sjávarútvegsins. Henni ber að afnema kvótakerfið og taka hér upp kerfi sem gerir öllum jafn hátt undir höfði. Það er ekki líðandi að hér verði áfram stundaður FASISMI í nafni fiskveiðistjórnunar.
Einhverjir innan ríksstjórnarliðsins virðast ekki ganga heilir í viðleitninni að taka upp breytingar við fiskveiðistjórnina. Greinilegt er að mikið afl er á ferðinni vinnandi gegn breytingum.
Fáránleikinn í kringum þessa "endurskoðunarnefd" og núna þessi "sérfræðihópur". Með nýju fiskveiðistjórnkerfi er hægt að auka hér veiðar um 30 til 70 % minnst en það er samt óhagstætt??? Við erum búin að tapa sennilega 200 milljörðum á töpuðu útflutnings verðmæti en það er samt óhagkvæmt að gera breytingar???
ÞAÐ ER ÓGEÐSLEG SPILLING INNAN ALÞINGIS Á ÞETTA ALDREI AÐ BREYTAST?
Bloggar | Breytt 18.6.2011 kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2011 | 00:25
KVÓTAKERFIÐ GENGUR EKKI UPP OG ÞARF AÐ AFNEMA. SÓKNARMARK ER SVAR FISKVEIÐI ÞJÓÐAR.
Ef einokun fárra og gengdarlausar skuldsetningar eru það eina sem fær kvótakerfi til að virka á pappírunum þá á að leggja kerfið niður. Ekki er líðandi að fámenn klíka einoki auðlindina lengur.
Stjórnun fiskveiða við Ísland er skýlaust brot á mannréttindum. Það er ólíðandi að Alþingi hundsi slíkt og telji Ísland geta sniðið framhjá ályktun Mannréttinda dómstóls Sameinnuðu þjóðanna.
Sóknarmark Færeyinga gengur vel eins og okkar sóknarmak gerði á árunum 1978 til 1984. Ekki er hægt að leggjast lægra í pólítík heldur en Halldór Ásgrímsson gerði er hann gekk erinda fárra sem ekki sættu sig við að sitja við sama borð og aðrir í Sóknarmarkinu.
Er þessi aðgerð Halldórs Ásgrímssonar sennilega það lægsta sem nokkur íslendskur stjórnmálamaður hefur nokkru sinni lagst. Þarna fór hann með heift gegn stærstum hluta allra í sjávarútvegi og vegur okkar til mestu velmegunar í heimi var rofinn. Við sátum eftir í spillingar súpu og horfðum á Noreg verða ríkasta þjóð í heimi.
Afnema ber Kvótakerfið og taka upp Sóknarmak Matthíasar Bjarnasonar. Þá munum við sjá líf færast i byggðirnar og arður mun flæða um háræðar þjóðfélagsins. Þannig verður hagvöxtur fólksins sem mun færa okkur aftur heilbrigt þjóðfélag laust við græðgi og einokun.
![]() |
Aukinn kostnaður á útgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2011 | 12:59
MANNI VERÐUR FLÖKURT. Er búið að breyta SUS í fasista klíku?
Var ekki nóg að Davíð og Hannes gengju harðast manna í að eyðileggja þjóðfélagið þurfti líka að stefna að því að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn.
Ekki er von að þessir aðilar hafi ekki veigarað sér við að láta fara eftir fólki sem leyfði sér að hafa skoðanir á gerðum þeirra þegar þeir leggjast svo lágt að vera búnir að heilaþvo fólk með þessum hætti.
Heiðra mann sem með lygum og útúrsnúningum staðreynda gengur erinda hagsmuna aðila sem búnir eru í krafti einokunar að stunda óðafjárdrátt sem stendur nú Bönkunum fyrir þrifum.
Eitt gott kemur þó út út þessu. Nú veit þjóðin fyrir hvern RAGNAR ÁRNASOSN PRÓFESSOR hefur verið að vinna síðastliðin 20 ár.
KVÓTAPÚKANN Á AKUREYRI.
![]() |
Frelsisverðlaun veitt Ragnari Árnasyni og Advice |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2011 | 09:05
Kvóta-andstæðingur gegn einokun
Sjálfstæðis sinni gegn einokun og kvóta. Fyrirleit eiginhagsmunapot.
Heiðrum minningu Jóns Sigurðssonar á 200 ára afmælinu og afnemum einokun í sjávarútvegi og losum okkur við kvótahyskið.
![]() |
Margir viljað eigna sér Jón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)