Færsluflokkur: Bloggar

YFIR-SKULDSETT FYRIRTÆKI LENDA Í ERFIÐLEIKU! Hvað kemur það stjórnun fiskveiða við?

Í öllum atvinnugreinum getur það hent að menn yfirskuldseti fyrirtækin svo ekki sé talað um menn sem hafa stundað hreinan fjárdrátt.

Hvað kemur þetta stjórnun fiskveiða við? 

Eiga aðilar í útgerð sem stundað hafa fjárdrátt að standa í vegi fyrir því að hér verði gerðar lagfæringar á ´fiskveiðistjórninni? 

Af hverju eru ekkert nema rugludallar sem fara með rakalaust kjaftæði að tjá sig í nafni H.I. ?? 

Framsalið á að vera allra meina bót í útgerðinni! Síðan framsalið var sett á hafa skuldir útgerðar meira en 7 faldast  án þess að fjárfestingar hafi farið fram að neinu marki. Aðeins14 % hafa verið notaðar til"kvótakaupa".

 Fyrirtæki sem þurfa að fara í fjárhagslega endurskipulagningu? Eigum við ekki bara að leyfa þeim að fara á hausinn og endurheimta kvótana? Farið hefur fé betra. 

Beint útflutnings tap vegna kvótakerfisins er sennilega orðið yfir 200 milljarðar.

 Er kannski kominn tími til að loka Hagfræðideild H.Í. og send nemendur í annan og betri skóla?


mbl.is Staða sumra útgerða yrði „miklu lakari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SANNLEIKANN UM FERLI KVÓTAFRUMVARPANNA??

Það er að leka út einhver tvískinnungsháttur varðandi ferli "litla" kvótafrumvarpsins. Eins var "stóra" frumvarpið fljótt að hverfa.

Ættu þeir sem sáu og fylgdust með framvindu þessara mála á þinginu að upplýsa hvað gerðist og hvernig "litla" frumvarpið minnkaði og minnkaði. 

Það er vitað að KVÓTAPÚKINN hefur ítök í fleiri flokkum en Sjálfstæðis og Framsóknarflokknum. Er komið í ljós hver í VG gengur ekki heill með öðrum stjórnarliðum í breytingum á kvótakerfinu? Er einhver að reyna að hylja spor sín með því að blása upp moldviðri í kringum aðra sem segjast hafa verið tilbúnir að ganga lengra í að koma frumvarpinu í gegnum þingið?

Almenningur á rétt á að fá að vita ef inná þingi eru menn sem felast undir sauðagæru og svíkja lit á áhrifa augnablikum þegar mikið liggur við. 


ÉG ÁSAKA! Í nafni þjóðarinnar og mannréttinda áska ég íslensk stjórnvöld* og fámenna klíku í röðum úgerðar-aðila.

Útgerðamenn berjast gegn öllum breytingum á kvótakerfinu. GRÆÐGIN  og  EIGINGIRNIN eru allsráðandi innan þeirra raða. Þjóðin er réttlaus áhorfandi að því hvernig vissir aðilar hafa gengið í bankana og dregið sér fé.

Á endanum koma þessir peningar einhverstaðar frá því ekki detta þeir af himnum ofan. Jú alveg rétt þetta eru verðlækkanirnar á eignum okkar. Þetta eru skuldirnar sem við sitjum uppi með eftir hrunið! 

Á sama tíma birtast "sægreifar" með illa fenginn ránsfeng sinn og fjárfesta í fyrirtækjum sem bankarnir bjóða nú til sölu fyrir slikk. Með "okkar" peningum kaupa þeir fyrirtækin og ná þannig frekari völdum í samfélaginu. (Sjá síðustu atburði varðandi kjarasamninga). 

Að baki þessu er klíka valdsjúkra manna sem telja sig öllum æðri. Útgerðaraðilar sem "eiga" tugþúsunda tonna kvóta en geta ekki unað sjómönnum að stunda sína vinnu. 

Nú á Ríkisstjórnin að skipa rannsóknarnefnd og láta rannsaka allar ásakanir um "fasísk" ofbeldis verk þessa fólks.

  • var/er mönnum innan greinarinnar hótað ef þeir fjölluðu opinberlega um kerfið?
  • voru ritstjórar þvingaðir til að hafna vissum aðilum um að birta skrif sín?
  • voru menn reknir úr störfum vegna skoðanna sinna á kvótakerfinu?
  • var fyrirtækjum  hótað ef þau losuðu sig ekki við menn sem voru andvígir kerfinu?
  • fara aðilar innan útgerðarinnar enn eftir vissum aðilum út af skoðunum þeirra og reyna að eyðileggja afkomu þeirra með skipulögðum hætti?

Rannsaka þarf öll kvóta viðskipti og ásakanir á bankana sem fóru á eftir minni kvóta eigendum og þvinguðu þá til að selja kvótana sína. 

  • voru lán gjaldfeld til að knýja menn til a selja kvóta sína?
  • var sami kvóti seldur beint til næstu útgerðar sem gerði tillögu um að umræddur kvóti yrði gerður upptækur?

Eins þarf að skoða aðkomu stjórnmálamanna að fjárdrætti útgerðarinnar? 

  • hvöttu ráðherrar til þess að útgerðaraðilar notuðu kvóta sem veð í bönkum?
  • þrýstu ráðherrar á að bankastjórar létu peninga út á kvóta veð?
  • hvaðan kom hugmyndin að nota kvóta veð sem gull í verðmyndu á kvóta?
  • hvernig var áhrifum LÍÚ á aflaúthlutun háttað?  
  • hver eru tengsl LÍÚ og HAFRÓ?
  • hafa útgerðir gerst sekar um að skuldsetja fyrirtæki með kvótakaupum gagngert til að draga sér fé í formi afskrifta?
Þetta þarf að fá upp á yfirborðið til að þjóðin nái aftur stjórn á landinu. Það er ólíðandi að glæpamenn komist upp með að hrifsa hér völd í skjóli ofbeldis.
 
SANNLEIKURINN ER SVERÐ MITT OG HEIÐARLEIKINN MINN SKJÖLDUR
 
* stjórnvöldum ber skylda til að gæta mannréttinda þegnanna gegn þriðja aðila

mbl.is „Mjög slæmt mál,“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BETRA AÐ TAKA RISALÁN EN AÐ LEYFA FÓLKINU AÐ AFLA TEKNA.

Fjórflokkurinn hefur talað. Fagnar því að við getum haldið áfram að taka lán sem falla munum á komandi kynslóðir frekar en að leyfa fólkinu að afla tekna. Fiskurinn syndir hjá óveiddur en hagsmunagæslan gengur svo úr hófi að ekki má veiða fiskinn sem sennilega hverfur í djúpið í haust.

Vonandi kemur nýr fiskur á miðin en þessi stóri fiskur sem nú er um allan sjó er að öllum líkindum  farinn í haust. Hann veiðist annars staðar þar sem hann verður á flakki að leita sér ætis.

Nú er búið að reikna út hvað aukning á afla muni gefa fram til 2016 ( eins gáfulegur slíkur útreikningur er ) og segja menn að aukningin verði yfir 100 milljarðar. Þá getur fólk séð hve mikið við erum búin að tapa á "handstýringu" LÍÚ á úthlutun afla heimilda undan farin 17 ár. Sennilega yfir 200 milljarða síðastliðin 17 ár.

Hagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins er gengin fram úr öllu hófi og er forystan orðin hallærisleg í framsetningu raka sem ganga þvert á Sjálfstæðisstefnuna. Kastað er fyrir róða frelsi einstaklingsins til orðs og æðis en EINOKUN og sérhagsmunagæsla sett í fyrirrúm.

Alvöru Sjálfstæðismenn ættu að skoða hug sinn hvort þeri séu fylgjandi spillingu og fé-græðgi LÍÚ? Hvort þeir vilji ljá Kvótapúkanum á Akureyri atkvæði sitt í framtíðnni.


ALÞINGI FÍFLAÐ OG ÞJÓÐIN TAPAR. Hvaða leikaraskapur er í gangi í kringum stjórn fiskveiða?

Hvernig má það vera að þjóðin nær ekki vilja sínum í gegnum Alþingi? Hvaða sori gengur laus á þinginu. Hvar eru fulltrúar fólksins sem eru á háum launum og eiga að ganga erinda okkar?

Skammast þetta fólk sín ekki fyrir að sitja í umboði þjóðarinnar en ganga erinda Kvótapúkans á Akureyri? Einokunin í Sjávarútvegi heldur áfram og tækifærið kemur ekki aftur. Þjóðin svívirt af hyski sem kann ekki að skammast sín. 

Eina fólkið á þinginu sem stendur uppúr soranum er Hreyfingin sem ber af eins og Gull af eir. Fjór- flokkurinn er rotinn inn að beini.

Þjóðin þarf umboð til að afnema KVÓTAKERFIÐ og lögleiða SÓKNARMARK. Þjóðin má ekki sætta sig við aðra eins vanvirðu eftir að hafa þurft að kyngja HRUNINU sem var orsakað af innstu klíku LIÚ  og fjárdrætti úr bönkunum. 


LÝÐRÆÐIÐ Í HÆTTU: Ef ekki næst að afnema kvótakerfið eru við búin að missa lýðræðið.

Þegar fámenn klíka er búin að koma sér þannig fyrir í skjóli illa fengis auðs að hún getur leyft sér að hóta stöðvun alls atvinnulífs í landinu. Þá er Lýðræðið í hættu.

Þegar Þeir leifa sér að hóta ríkisstjórn landsins stöðvu fisveiðiflotans ef stjórnin ætlar að framfylgja vilja fólksins þá er Lýðræðið í hættu.

Þegar undir þessum hótunum þeir geta stöðvað eðlilegan framgang mála á Alþingi þá er er ekkert Lýðræði í landinu. 

Gífurleg auðævi sem dregin  voru út úr bönkunum hafa verið notuð til að fjárfesta víða um þjóðfélagið með að virðist skipulögðum hætti til að ná sem víðtækustum völdum. Við fengum að sjá hvernig í tök útgerðin hefur á SA. Þetta er engin tilviljun þetta hófs allt 1993 og hefur einn maður farið fyrir þessari þróun í þeim eina tilgangi að ná völdum. 

Með tengingum við stjórmálaflokka og inní háskóla er verið að grafa undan stjórnkerfinu svo hægt sé að stjórna því sem þeir vilja stjórna. Þessi þróun mun halda áfram og leiða til þess að hér verður eins og í ríki Mubarak þar sem þeir fengu ekki vinnu og gátu ekki framleitt sér og sinum sem ekki voru honum þóknanleg í skoðunum. 

Við skulum ekki efast um að svona fer ef við bregðumst ekki við. Það er búið að fara á eftir fólki til að þagga niður í því og ryðja því úr vegi. Það er verið að fara á eftir fólki og einangra það og gera það skaðlaust. Þessi maður er engu líkur og hann mun ekki stoppa ef hann kemst upp með að halda gangandi EINOKUN kvótakerfisins og ítökum sinum í bönkunum mun Lýðræðið hverfa úr íslensku þjóðfélagi. 


MAFÍAN MEÐ SKÍTUGA KRUMLUNA Á ALÞINGI ÍSLENDINGA

Við héldum að við lifðum í Lýðræðisríki en nú horfum við á hvernig fámenn klíka sem byrjaði plott sitt og eiginhagsmuna gæslu 1993 er búin að ná tökum á Alþingi Íslendinga.

Það sem er að ske núna á þinginu er mesta misþyrming á hag þessarar þjóðar til framtíðar og á eftir að hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir almenn mannréttindi á Íslandi. Hringamyndun út frá útgerðinni er nú þegar farin að sýna sig í atvinnulífi þjóðarinnar og á eftir að aukast hratt ef ekki næst að spyrna við fæti.

Aö fámenn klíka ofbeldismanna sem með fasískum aðferðum gegn fjölda manns og skipulögðum staðsetningum á fólki útí þjóðfélagið skuli geta ráðið niðurstöðum Alþingis er óþolandi. Þjóðin verður að vakna og taka fyrir þetta ofbeldi. 

Með strandveiðum og gjaldtöku af aflaheimildum átti að freista þess að færa sjávarauðlindina nær fólkinu sem ekkert hefur haft nema skulda súpu og eignarýrnum út af aðgerðum útgerðamanna hingað til. Kvóta-rúllettan sem er hvati þeirra glæpamanna sem hana stunduðu er orsök hrunsins. Við öll sem misstum eigur okkar og sukkum í skulda súpu vegna þjóðargjaldþrotsins getum þakka það KVÓTAKERFINU. 

Ef heldur sem horfir hlýtur þjóðin að fara horfa til þess hvernig við náum aftur að hefja hér upp Lýðræðið því núna ræður þjóðin engu um sín mál. Hverjir það eru í stjórnarliðinu sem svíkja lit á eftir að koma í ljós en víst er að þar er fólk sem gengur erinda Kvótapúkans á Akureyri. 


Sjálfstæðisflokkurinn vill gleyma fortíðinni. Eins og enginn Davíð og ekkert hrun.

Forystu sveit Sjálfstæðisflokksins neitar að gera upp við fortíðina og þess vegna verður öll röksemdafærslan að rökleysu. Ólöf talaði og talaði en sagði ekkert í pontu í gærkvöldi.
mbl.is Föst í fortíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina leiðin ef nota á kvóta við stjórnun fiskveiða er að allir fái að bjóðar í og kaupa sér aflamark í samkeppni við aðra.

Ef bjóða á upp veiðiheimildir verður að forðast eins og heitan eld að ríkið sé með hendurnar í úthlutunni og uppboðinu.

Í hverjum mánuði verða boðnar upp aflaheimildir og má hver kaupandi kaupa tvöfalt lestar rými skips síns. Hann veður svo að landa til að geta keypt meira. 

Ef útgerð kaupir of miklar heimildir þá rýrna þær um 20 % ef nást ekki fyrir næsta mánuð og enn má hann ekki eiga meir en tvö fullfermi. 

Eitthvað má framselja milli skipa með aðkomu uppboðshaldar sem fær þá ávinning ef einhver er. 

Það verður að koma í veg fyrir hamstur. 

Allur fiskur sem landað er ferskum fer á markað. 


mbl.is Verk og verkleysi ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GHOSTBUSTERS ehf: Kærkominn liðsauki hefur borist við málstað okkar í GHOSTBUSTERS

Lýðræðissinninn BÓNDINN Á BESSASTÖÐUM hefur gengið til liðs við GHOSTBUSTERS ehf og munum við nú ganga samstíga í því að fylgja eftir vilja þjóðarinnar og afnema EINOKUN KVÓTAKERFISINS.

Eins og Ólafur Ragnar sagði réttilega í ræðu á Patró á Sjómannadaginn á ekkert annað fiskveiðistjórnkerfi rétt á sér en það sem stiður við bakið á sjávarbyggðum eins og Vestfjörðum.

Á dögum SÓKNARMARKSINS skiluðu Vestfirðingar mestu útflutning verðmæti á hvert mannsbarn í landinu. Þarna voru bestu sjómennirnir og mestu aflamennirnir. Frystihúsin skiluðu dýrum afurðum á Ameríkumarkað sem þá var okkar sterkasti markaður. 

Á þessum árum byggðust bæjarfélögin hratt upp og velmegun draup þar af hverju strái arður skapaður af dugnaði og færni var í höndum fólksins. 

Hvergi á Íslandi var hagvöxtur fólksins meiri og heilbrigðari en á þessum tíma á Vestfjörðum og í öðrum sambærilegum sjávarbyggðum. Þetta var fyrir tíma græðginnar og eiginhagsmuna gæslu sjúks kvótakerfis.

Nú ætlum við í samvinnu við Lýðræðissinnann og bjargvætt Íslands að endur reisa þetta þjóðfélag á landinu bláa. Land Lýðræðis og réttlætis þar sem við höfnum óðagræðgi og hagsmuna poti eins og við fylgjumst með í umræðunni um fiskveiðistjórnina á Alþingi. 

Tökum undir með forseta vorum sem hefur skíra sýn framhjá spillingu og hagsmunapoti HÖFNUM KVÓTAKERFI OG LÖGLEIÐUM SÓKNARMARK fyrir fólkið í landinu. Óréttlæti er ekki læknað með áframhaldi óréttlætis!

MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA OG ÓLÖGUM EYÐA!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband