YFIR-SKULDSETT FYRIRTÆKI LENDA Í ERFIÐLEIKU! Hvað kemur það stjórnun fiskveiða við?

Í öllum atvinnugreinum getur það hent að menn yfirskuldseti fyrirtækin svo ekki sé talað um menn sem hafa stundað hreinan fjárdrátt.

Hvað kemur þetta stjórnun fiskveiða við? 

Eiga aðilar í útgerð sem stundað hafa fjárdrátt að standa í vegi fyrir því að hér verði gerðar lagfæringar á ´fiskveiðistjórninni? 

Af hverju eru ekkert nema rugludallar sem fara með rakalaust kjaftæði að tjá sig í nafni H.I. ?? 

Framsalið á að vera allra meina bót í útgerðinni! Síðan framsalið var sett á hafa skuldir útgerðar meira en 7 faldast  án þess að fjárfestingar hafi farið fram að neinu marki. Aðeins14 % hafa verið notaðar til"kvótakaupa".

 Fyrirtæki sem þurfa að fara í fjárhagslega endurskipulagningu? Eigum við ekki bara að leyfa þeim að fara á hausinn og endurheimta kvótana? Farið hefur fé betra. 

Beint útflutnings tap vegna kvótakerfisins er sennilega orðið yfir 200 milljarðar.

 Er kannski kominn tími til að loka Hagfræðideild H.Í. og send nemendur í annan og betri skóla?


mbl.is Staða sumra útgerða yrði „miklu lakari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Varðandi síðustu spurninguna, þá talaði Pétur Blöndal rétt eftir hrun um "gölluð eintök" frá Háskólunum og vildi að þeim yrði bara skilað sem slíkum. :-)

Það styður þessa spurningu þína.

Minni líka á að úr þessum ranni komu líka margir "sérfræðingar" sem spáðu hér ragnarrökum og algjöru svartnætti ef við segðum nei við Icesave. Ísland í ruslflokk með yfirþyrmandi skuldatryggingaálag og útskúfun úr "samfélagi þjóðanna" (lesist ESB). Ætli sé ekki ástæða til að láta endurskoða þá eitthvað líka?

Viðar Friðgeirsson, 14.6.2011 kl. 10:02

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér athugasemdina Viðar það má ekki taka á neinu þá reka menn upp ramma hvein. Fyrst við erum ekki dauð eftir þetta kvótakerfis bull getur ekkert drepið þessa þjóð.

Ólafur Örn Jónsson, 14.6.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband