KVÓTAKERFIÐ GENGUR EKKI UPP OG ÞARF AÐ AFNEMA. SÓKNARMARK ER SVAR FISKVEIÐI ÞJÓÐAR.

Ef einokun fárra og gengdarlausar skuldsetningar eru það eina sem fær kvótakerfi til að virka á pappírunum þá á að leggja kerfið niður. Ekki er líðandi að fámenn klíka einoki auðlindina lengur.

Stjórnun fiskveiða við Ísland er skýlaust brot á mannréttindum. Það er ólíðandi að Alþingi hundsi slíkt og telji Ísland geta sniðið framhjá ályktun Mannréttinda dómstóls Sameinnuðu þjóðanna. 

Sóknarmark Færeyinga gengur vel eins og okkar sóknarmak gerði á árunum 1978 til 1984. Ekki er hægt að leggjast lægra í pólítík heldur en Halldór Ásgrímsson gerði er hann gekk erinda fárra sem ekki sættu sig við að sitja við sama borð og aðrir í Sóknarmarkinu.

Er þessi aðgerð Halldórs Ásgrímssonar sennilega það lægsta sem nokkur íslendskur stjórnmálamaður hefur nokkru sinni lagst. Þarna fór hann með heift gegn stærstum hluta allra  í sjávarútvegi og vegur okkar til mestu velmegunar í heimi var rofinn. Við sátum eftir í spillingar súpu og horfðum á Noreg verða ríkasta þjóð í heimi. 

Afnema ber Kvótakerfið og taka upp Sóknarmak Matthíasar Bjarnasonar. Þá munum við sjá líf færast i byggðirnar og arður mun flæða um háræðar þjóðfélagsins. Þannig verður hagvöxtur fólksins sem mun færa okkur aftur heilbrigt þjóðfélag laust við græðgi og einokun. 


mbl.is Aukinn kostnaður á útgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband