Hvílikt andskotans rugl í Borgarstjóranum. Engin alvarleg slys á fólki hafa verið í 30 ár þarna.

Það hlýtur að vera takmarkað hvað hverfasamtök sitthvoru megin við stóra tengigötu geti haft á fjölfarna FULLKOMNA tengigötu borgarinnar. Víst má auka lýsingu við ljósin þar sem gangandi umferð krossar götuna og setja girðingu á eyjuna en að ætla að eyðileggja tengigötu sem þjónað hefur hlutverki sínu allan þennan  tíma og gerir enn og einnig er ein af leiðum sjúkrabíla að Borgarsjúkrahúsinu er bara geggjun og verða þá allir borgarbúar að fá að koma að þessari ákvörðun. 

Þessi skýring Borgarstjóra á furðulegri eyðileggingu á flutningaleiðum borgarbúa og óþarfa sóun á fé er engan vegin fullnægjandi. Grensásvegurinn er vel fær bæði bílum, hjólum og fótgangandi í báðar áttir og ekkert er sem réttlætir þessa eyðileggingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt, Ólafur, og þar að auki er sáralítil umferð gangandi fólks yfir Grensásveg á þessu svæði. En 175 milljónum króna vilja þessir vinstri-rugludallar kasta á glæ til þessa rétttrúaðarverkefnis. Í staðinn fara þeir svo í það að segja upp kennurum á sama tíma og bekkir í grunnskólum verða stækkaðir í sparnaðarskyni. Það er margra milljarða taprekstur á borginni og fleiri neyðarráðstafanir í gangi til að skera niður útgjöld, en duga þó ekki til, og samt stendur til að fara í þetta bruðl á Grensásvegi, skera hann endilangan upp, þótt næsta borgarstjórn (eftir um 16 mánuði) láti það sennilega verða eitt sitt fyrsta verk að koma götunni aftur í eðlilegt horf, enda nauðynlegt vegna sjúkraflutninga og óeðlilegs álags sem þessi þarfleysu-ákvörðun mun setja á umferð um nærliggjandi íbúagötur.

Jón Valur Jensson, 17.1.2016 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband