Sjálfstæðismenn þurfa ekki að óttast Pírata heldur Sjálfstæðisflokkinn.

Greinilegt er að stór aukinn stuðningur við Pírata vekur ugg í röðum fjórflokksins og sérstaklega "Sjálfstæðismanna" þ.e. Framsóknarplebbanna í Flokknum.

Ráðist er á þingmenn Pírata og reynt að gera þá tortryggilega. Eins og DO sagði "hvað höfum við á hann".

Nei Sjálfstæðismenn þurfa ekki að óttast Pírata því þeirra vandamál eru í eigin Valhallar garði. Sópa þarf út öllum EIMREIÐINGUM og kvótapúkum og reboot stefnuna fram fyrir Davíð og eyðilegginguna sem honum fylgdi.

"Að moka Framsóknarflórinn" var flottur rammi utan um stærsta kosningasigur Sjálfstæðisflokksins fyrr og síðar. Í þessu kjörorði fólst afnám kvótakerfisins og koma í veg fyrir landlæga spillingu Framsóknarmanna ekki síst í landbúnaði.

Vandamál Flokksins eru heimatilbúin og ættu kjósendur að leggjast í vorhreingerningar frekar en að gera sig hallærisleg með því að fara að ráðum spilltasta nú lifandi stjórnmálamanns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband