Þjóði í stór hættu ... ógnað af eigin Alþingi

Það er sannarlega furðuleg staða sem meirihluti íslensku þjóðarinnar stendur frami fyrir með sitjandi ríkisstjórn sem saman sett er af fólki sem skríður fyrir útgerðarelítunni og gengur erinda EINOKUNAR bæði í sjávarútvegi og landbúnaði.

Við fólkið í þessu landi okkar verðum að skilja að við ýfðum vond valdaöfl þegar við voguðum okkur að taka til okkar ráða í Búsáhaldabyltingunni og krefjast þess að farið yrði að vilja okkar í stjórnarskrármálinu og kvótamálinu.

Ekki batnaði það svo þegar útgerðarklíkan vaknaði af værum blund eftir kosningarnar þar sem meirihluti þeirra leppa á þinginu var hruninn og við blasti að meirihluti þjóðarinnar ætlaði að voga sér að fyrna kvótanum og setja sér réttláta stjórnarskrá.

Hvernig gat það farið svo að vilji meirihluta þjóðarinnar hvorki í stjórnarskrármálinu né kvótamálinu náði ekki fram að ganga?? Hverjar eru hækjurnar á þingi sem alltaf hjálpa til við eyðileggingu á framgangi vilja meirihlutans?

Við mikill meiri hluti íslensku þjóðarinnar verðum að gera okkur grein fyrir að við verðum að rísa upp gegn takmarkalausri frekju og yfirgangi fámennrar auðklíku sem með hjálp pólitískrar spillingar hefur náð að sölsa undir sig öll auðævi þjóðarinnar og ætlar að koma í veg fyrir að hér þróist áfram lýðræðislegt stjórnarfar þar sem allir þegnar þjóðarinnar sitja við sama borð. Þau ætla að byggja hér lénsveldi fyrir afkomendur sína þar sem þú og þitt fólk á að vera þjónustu lið fyrir yfirstétt sem situr á ILLA FENGNUM AUÐ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2015 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband